Leikhópurinn Lotta heldur áfram sýningu þrátt fyrir gagnrýni um kvenfyrirlitningu í texta Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 23. júní 2017 11:32 Hluti af Leikhópnum Lottu í sýningu síðasta sumars, Litalandi. Þar var fjallað um innflytjendamál en Sigsteinn, einn af stjórnarmeðlimum leikhópsins, segir að eitt af markmiðum hópsins sé að fjalla um málefni sem skipti máli og eru stundum erfið. Visir/Vilhelm Leikhópurinn Lotta hefur fengið á sig gagnrýni fyrir lag í sýningunni þeirra Ljóti andarunginn. Lagið sem um ræðir heitir Danssleikur og hafa femínistar verið meðal þeirra sem gagnrýna texta lagsins og segja hann óviðeigandi og klúran; að hann hlutgeri konur og viðhaldi bjagaðri hugsun. Konan mín hún þarf að hafa kyssulegar varir og krúttlegt lítið nef og með græn augu eins og garðspínat. Ekki er hún verri er ég tíni af henni spjarir með stórum brjóstum, grönnu mitti, djúsí mjöðm, á millli læra gat. Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa textann er María Lilja Þrastardóttir á nýstofnaða vefritinu Konur þurfa bara að vera duglegri. María Lilja segir að flestir femínistar hljóti að vera sammála um að textinn sé uppfullur af kvenfyrirlitningu, hlutgerfingu og óþolandi staðalmyndun. Hún tekur fram að hún hafi þó ekki séð sýninguna en þykir hæpið að hægt sé að bera fyrir sig listrænu frelsi í þessu tilfelli. „Kannski KÞBAVD við að mála sig og vera með stór brjóst svo prinsarnir vilji giftast og geta börn í „millilæragötin“ á þeim?“segir í grein Maríu LiljuTekið úr samhengi Sigsteinn Sigurbergsson, leikari og einn stjórnarmeðlima í leikhópnum Lottu, segir málið byggt á misskilningi. „Við þökkum fyrir allar umræður. Okkur finnst þetta tekið úr samhengi. Þeir sem eru að tjá sig mest um þetta eru þeir sem ekki hafa séð sýninguna. Sá sem syngur þetta er vondi prinsinn sem er með fáránlegar og óraunhæfar kröfur til Öskubusku, “ segir Sigsteinn í samtali við Vísi.Sigsteinn segir að Leikhópurinn Lotta leggi sig fram við að sýna vönduð verk með húmor fyrir börn jafnt sem fullorðna.Hann nefnir að þau hafi viljað fjalla um útlitsdýrkun og breyta ímynd Öskubusku sem sé rótgróin og ekki til fyrirmyndar. „Það sem við erum að benda á er þessi óeðlilega útlitsdýrkun og á endanum þá er það öskubuska sem er töffarinn. Það er hún sem kemur fram og sér hvað prinsinn er hrokafullur og hégómagjarn. Hún skilur við hann af því hún sér þessa galla hans. Við erum einmitt að reyna að gera Öskubusku að þessum töffara sem hún á skilið að vera því í öllum ævintýrum sem hún er í þá er hún yfirleitt bara sæta , fullkomna, fallega stelpan eins og Mjallhvít og fleiri,“ Sigsteinn.Umræðan byrjaði þegar textinn var gagnrýndur í færslu á Facebookhópnum Femínistaspjallið. Ekki klámfengið Sigsteinn segist ekki telja að textann vera klámfenginn þar sem það sé ekkert klámfengið við það að tala um brjóst og aðra líkamsparta kvenna „Við höfum í gegnum tíðina reynt að hafa fullorðinsbrandara í verkum okkar og ekki stílað inn á að þeir séu klámfengnir. Það eru yfirleitt þannig brandarar að þeir dansi svolítið á línunni án þess að krakkarnir skilji þá. Þessi texti sem um ræðir er náttúrulega um Vonda manninn. Það sem hann nefnir finnst mér ekki klámfengið. Mér finnst ekki brjóst klámfengin umræða, brjóst eru fullkomlega eðlileg. Síðan er það millilæragat sem fer fyrir brjóstið á fólki. Í textanum er Anna Bergljót að vitna í bilið á milli læranna,“ segir Sigsteinn og á þá við svokallað Thigh gap sem var vinsælt um tíma hjá ungum konum og gekk út á það að vera með sem minnst bil á milli læranna.Túlkunaratriði Sigsteinn tekur fram að ef fólk túlki millilæragat sem píku þá sé einnig ekkert athugavert við þá orðanotkun. „Mér finnst það bara gullfallegt fyrirbæri sem enginn þarf að skammast sín fyrir,“ útskýrir Sigsteinn. Leikhópurinn hyggst ekki fresta sýningum eða taka lagið út úr sýningunni. Þau ætla sér að halda ótrauð áfram. „Verkið sjálft er um rosalega mikilvægan boðskap, sem er einelti og ég held að við náum að koma því mjög fallega frá okkur,“ segir Sigsteinn.Anna Begga (t.h.) í hlutverki Rjóðar en hér er hún með litríku fjölskyldunni sinni.Senda frá sér tilkynningu Anna Bergljót Thorarensen, sem samdi textann að umdeildu lagi, sendi frá sér tilkynningu undir færsluna sem birtist í Facebookhópnum Femínistaspjallið í gær. Tilkynninguna má sjá hér að neðan.Fyrir hönd Leikhópsins Lottu vil ég þakka fyrir alla þá umræðu sem hefur farið fram á samfélagsmiðlum vegna texta við lagið Danssleikur úr sýningu sumarsins, Ljóti andarunginn. Textinn virðist hafa farið fyrir brjóstið á mörgum og verður það að teljast eðlilegt þegar hann er tekinn úr samhengi og ekki skoðaður með verkinu í heild. Ljóti andarunginn, sem er nýjasta verk Leikhópsins Lottu, er klukkutíma langt leikrit með mikilvægum boðskap. Eins og nafn sýningarinnar gefur til kynna er þarna á ferðinni útgáfa Lottu af klassísku ævintýri H.C. Andersen um svansunga sem fæðist inn í andafjölskyldu. Þá er ekki öll sagan sögð því í meðförum Lottu er fjórum öðrum ævintýrum blandað við söguna af Ljóta andarunganum. Það eru sögurnar um Öskubusku, Prinsessuna á bauninni, Kiðlingana sjö og Hérann og skjaldbökuna. Danssleikur er eitt lag af níu í sýningunni en lögin brjóta upp og styðja við talaðan texta sem teymir söguna áfram. Danssleikur er sunginn af þremur persónum, vondu stjúpsystrum Öskubusku (Heklu og Kötlu) og Prinsinum hégómafulla. Prinsinn er, eins og fram kemur síðar í leikritinu, rotinn að innan, sjálfselskur og hégómagjarn. Hann horfir ekki í neitt nema útlitið og telur í textanum upp hallærislegar klisjur sem oft eru hafðar um hinn "fullkomna kvenmann" kyssulegar varir, lítið nef, stór brjóst, grannt mitti en aftur breiðar mjaðmir en samt með gat á milli læra (thigh gap) algjörlega óraunhæfar (fyrir það fyrsta) en fyrst og fremst fáránlegar kröfur. Öskubuska er enda fljót að skilja við hann um leið og hún kynnist honum betur (kemur einnig fram í verkinu). Hvað varðar að bjóða báðar og uppfylla þannig fantasíur þá er þessi brandari meira fyrir fullorðna fólkið og fer örugglega fyrir ofan garð og neðan hjá blessuðum börnunum. Þau munu líkast til ekki sjá fyrir sér sveittan þríhyrning eins og fullorðna fólkinu er boðið að túlka þetta, heldur prins sem á tvær prinsessur sem konur. Ef út í það er farið þá er það líka frekar spaugilegt og hallærislegt. Þetta er vitaskuld ádeila og er margoft tekið fram í leik og tali hvað prinsinn sé ómögulegur. Hann er sá vondi í verkinu og ítreka ég hér aftur að flotta kvenpersónan, Öskubuska, sú sem við höldum með, hún skilur við prinsinn, stendur með sjálfri sér og gefur skít í svona hugsanahátt. Hún bendir Ljóta andarunganum að gera slíkt hið sama, standa með sjálfum sér og fylgja hjartanu. Boðskapurinn er skýr og þau börn sem við höfum talað við (verkið er margoft prófað á stórum hópi áhorfenda áður en það fer í sýningu) hafa öll skilið nákvæmlega þetta. Það er ekki útlitið sem skiptir máli heldur hjartalagið. Við hjá Lottu vinnum eftir þeirri reglu að við gefum engan afslátt þó að við séum að búa til sýningar fyrir börn. Við fjöllum um ljóta og erfiða hluti og við erum ekki að fela það hvað lífið getur verið ljótt og andstyggilegt. Að sjálfsögðu er þó höfuð áhersla lögð á það hvernig sé hægt að bæta það og hvað við getum lagt af mörkum til að verða öll betri manneskjur. Við leggjum mikla áherslu á að hlutur kvenna og karla sé gerður jafn í verkum okkar og gerum okkar besta til að hlutgera ekki persónur nema við sjáum skýran tilgang með því. Í þessu tilfelli er tilgangurinn að okkar mati skýr, kennir svart á hvítu að ytra útlit skiptir engu máli, það er það sem innra er sem telur. Öskubuska er eitt fjölmargra ævintýra sem einblínir um of og nær eingöngu á ytri fegurð. Annað dæmi er auðvitað Mjallhvít. Við getum líka nefnt Fríðu og dýrið en í öllum þessum sögum á stúlkan að vera falleg, ekki fyrir sjálfa sig, heldur fyrir prinsinn. Þessi boðskapur hugnast okkur í Lottu ekki og því fær okkar Öskubuska sjálfstæðan vilja, hún giftist ekki prinsinum og lifir hamingjusöm til æviloka heldur skilur hún við merkikertið og lifir áfram sínu lífi sem sjálfstæð kona. Ef rýnt er frekar í verkið þá tók Lotta fleiri u-beygjur frá norminu við þessa uppsetningu. Andapabbi er í okkar tilfelli sá sem hlakkar mest til þess að fá ungana í heiminn, hann er á fullu í hreiðurgerðinni á meðan andamamma er áhugalaus og vill helst ekkert með ungana hafa (yfirleitt er þessu öfugt farið og þykir okkur mikilvægt að strákar fái í andapabba flotta fyrirmynd). Annað dæmi má finna í stóra ljóta úlfinum, hættulegustu persónu sumarsins sem allir í Ævintýraskóginum eru hræddir við. Ekki einungis er úlfurinn leikinn af konu heldur er úlfurinn kona, nefnilega úlfynja.Fyrir ári síðan settum við upp sýningu sem heitir Litaland. Þar var um að ræða alveg nýja sögu sem aldrei áður hafði verið sögð. Þarna tókst Lotta á við flóttamannavandann. Sagði sögu þriggja lita sem allir bjuggu í sínum heimi og höfðu lítil samskipti sín á milli. Í Bláheimum var veröld bláulitanna að hrynja og þeir þurftu því að leita á náðir annarra lita. Á flóttanum misstu þeir einn úr hópnum. Yngsti blái liturinn, Blær, hann dó. Við hittum hann aldrei aftur, honum var ekki bjargað á óútskýrðan hátt, hann birtist ekki í lok sögunnar, því stundum er lífið einmitt svona, börn deyja.Í Hróa hetti drápum við enn eina staðalímyndina þegar Þyrnirós var vakin með kossi sannrar ástar. Það var þó ekki prins á hvítum hesti sem vakti hana heldur besta vinkona hennar. Takk fyrir sýna verkum okkar þann áhuga að fjalla um þau. Nú vona ég að sem flestir kynni sér þau í heild sinni en taki ekki úr samhengi lítið brot eins og hér hefur verið gert. Leikhópurinn Lotta hefur aldrei gefið út þennan texta einan og sér og er þetta textablað sem hér er tekið skjáskot af innan í geisladiskabæklingi sem fylgir með öllu verkinu. Við erum held ég öll í sama liðinu. Þó að við notum ekki öll sömu aðferðirnar við að koma boðskap okkar á framfæri þá ættum við heldur að þakka fyrir það sem vel er gert heldur en að rakka niður þær tilraunir samferðamanna okkar til að gera heiminn að betri stað. Þannig vinna allir.Við bjóðum ykkur öll velkomin á sýningu hjá okkur eða að hlusta á diskinn okkar og vonum að þið njótið vel saman. Þá hvetjum við ykkur foreldra og forráðamenn barna þessa lands einmitt til að nota tækifærið og ræða öll þau málefni sem verkið hefur upp á að bjóða. Er prinsinn ekki með skrítnar kröfur og að biðja um eitthvað sem skiptir engu mál? Hvað með að vera góður, klár og skemmtilegur? Baráttukveðjur Anna Bergljót ThorarensenLeikskáld, leikstjóri, Lotta og eldheitur feministi. Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Leikhópurinn Lotta hefur fengið á sig gagnrýni fyrir lag í sýningunni þeirra Ljóti andarunginn. Lagið sem um ræðir heitir Danssleikur og hafa femínistar verið meðal þeirra sem gagnrýna texta lagsins og segja hann óviðeigandi og klúran; að hann hlutgeri konur og viðhaldi bjagaðri hugsun. Konan mín hún þarf að hafa kyssulegar varir og krúttlegt lítið nef og með græn augu eins og garðspínat. Ekki er hún verri er ég tíni af henni spjarir með stórum brjóstum, grönnu mitti, djúsí mjöðm, á millli læra gat. Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa textann er María Lilja Þrastardóttir á nýstofnaða vefritinu Konur þurfa bara að vera duglegri. María Lilja segir að flestir femínistar hljóti að vera sammála um að textinn sé uppfullur af kvenfyrirlitningu, hlutgerfingu og óþolandi staðalmyndun. Hún tekur fram að hún hafi þó ekki séð sýninguna en þykir hæpið að hægt sé að bera fyrir sig listrænu frelsi í þessu tilfelli. „Kannski KÞBAVD við að mála sig og vera með stór brjóst svo prinsarnir vilji giftast og geta börn í „millilæragötin“ á þeim?“segir í grein Maríu LiljuTekið úr samhengi Sigsteinn Sigurbergsson, leikari og einn stjórnarmeðlima í leikhópnum Lottu, segir málið byggt á misskilningi. „Við þökkum fyrir allar umræður. Okkur finnst þetta tekið úr samhengi. Þeir sem eru að tjá sig mest um þetta eru þeir sem ekki hafa séð sýninguna. Sá sem syngur þetta er vondi prinsinn sem er með fáránlegar og óraunhæfar kröfur til Öskubusku, “ segir Sigsteinn í samtali við Vísi.Sigsteinn segir að Leikhópurinn Lotta leggi sig fram við að sýna vönduð verk með húmor fyrir börn jafnt sem fullorðna.Hann nefnir að þau hafi viljað fjalla um útlitsdýrkun og breyta ímynd Öskubusku sem sé rótgróin og ekki til fyrirmyndar. „Það sem við erum að benda á er þessi óeðlilega útlitsdýrkun og á endanum þá er það öskubuska sem er töffarinn. Það er hún sem kemur fram og sér hvað prinsinn er hrokafullur og hégómagjarn. Hún skilur við hann af því hún sér þessa galla hans. Við erum einmitt að reyna að gera Öskubusku að þessum töffara sem hún á skilið að vera því í öllum ævintýrum sem hún er í þá er hún yfirleitt bara sæta , fullkomna, fallega stelpan eins og Mjallhvít og fleiri,“ Sigsteinn.Umræðan byrjaði þegar textinn var gagnrýndur í færslu á Facebookhópnum Femínistaspjallið. Ekki klámfengið Sigsteinn segist ekki telja að textann vera klámfenginn þar sem það sé ekkert klámfengið við það að tala um brjóst og aðra líkamsparta kvenna „Við höfum í gegnum tíðina reynt að hafa fullorðinsbrandara í verkum okkar og ekki stílað inn á að þeir séu klámfengnir. Það eru yfirleitt þannig brandarar að þeir dansi svolítið á línunni án þess að krakkarnir skilji þá. Þessi texti sem um ræðir er náttúrulega um Vonda manninn. Það sem hann nefnir finnst mér ekki klámfengið. Mér finnst ekki brjóst klámfengin umræða, brjóst eru fullkomlega eðlileg. Síðan er það millilæragat sem fer fyrir brjóstið á fólki. Í textanum er Anna Bergljót að vitna í bilið á milli læranna,“ segir Sigsteinn og á þá við svokallað Thigh gap sem var vinsælt um tíma hjá ungum konum og gekk út á það að vera með sem minnst bil á milli læranna.Túlkunaratriði Sigsteinn tekur fram að ef fólk túlki millilæragat sem píku þá sé einnig ekkert athugavert við þá orðanotkun. „Mér finnst það bara gullfallegt fyrirbæri sem enginn þarf að skammast sín fyrir,“ útskýrir Sigsteinn. Leikhópurinn hyggst ekki fresta sýningum eða taka lagið út úr sýningunni. Þau ætla sér að halda ótrauð áfram. „Verkið sjálft er um rosalega mikilvægan boðskap, sem er einelti og ég held að við náum að koma því mjög fallega frá okkur,“ segir Sigsteinn.Anna Begga (t.h.) í hlutverki Rjóðar en hér er hún með litríku fjölskyldunni sinni.Senda frá sér tilkynningu Anna Bergljót Thorarensen, sem samdi textann að umdeildu lagi, sendi frá sér tilkynningu undir færsluna sem birtist í Facebookhópnum Femínistaspjallið í gær. Tilkynninguna má sjá hér að neðan.Fyrir hönd Leikhópsins Lottu vil ég þakka fyrir alla þá umræðu sem hefur farið fram á samfélagsmiðlum vegna texta við lagið Danssleikur úr sýningu sumarsins, Ljóti andarunginn. Textinn virðist hafa farið fyrir brjóstið á mörgum og verður það að teljast eðlilegt þegar hann er tekinn úr samhengi og ekki skoðaður með verkinu í heild. Ljóti andarunginn, sem er nýjasta verk Leikhópsins Lottu, er klukkutíma langt leikrit með mikilvægum boðskap. Eins og nafn sýningarinnar gefur til kynna er þarna á ferðinni útgáfa Lottu af klassísku ævintýri H.C. Andersen um svansunga sem fæðist inn í andafjölskyldu. Þá er ekki öll sagan sögð því í meðförum Lottu er fjórum öðrum ævintýrum blandað við söguna af Ljóta andarunganum. Það eru sögurnar um Öskubusku, Prinsessuna á bauninni, Kiðlingana sjö og Hérann og skjaldbökuna. Danssleikur er eitt lag af níu í sýningunni en lögin brjóta upp og styðja við talaðan texta sem teymir söguna áfram. Danssleikur er sunginn af þremur persónum, vondu stjúpsystrum Öskubusku (Heklu og Kötlu) og Prinsinum hégómafulla. Prinsinn er, eins og fram kemur síðar í leikritinu, rotinn að innan, sjálfselskur og hégómagjarn. Hann horfir ekki í neitt nema útlitið og telur í textanum upp hallærislegar klisjur sem oft eru hafðar um hinn "fullkomna kvenmann" kyssulegar varir, lítið nef, stór brjóst, grannt mitti en aftur breiðar mjaðmir en samt með gat á milli læra (thigh gap) algjörlega óraunhæfar (fyrir það fyrsta) en fyrst og fremst fáránlegar kröfur. Öskubuska er enda fljót að skilja við hann um leið og hún kynnist honum betur (kemur einnig fram í verkinu). Hvað varðar að bjóða báðar og uppfylla þannig fantasíur þá er þessi brandari meira fyrir fullorðna fólkið og fer örugglega fyrir ofan garð og neðan hjá blessuðum börnunum. Þau munu líkast til ekki sjá fyrir sér sveittan þríhyrning eins og fullorðna fólkinu er boðið að túlka þetta, heldur prins sem á tvær prinsessur sem konur. Ef út í það er farið þá er það líka frekar spaugilegt og hallærislegt. Þetta er vitaskuld ádeila og er margoft tekið fram í leik og tali hvað prinsinn sé ómögulegur. Hann er sá vondi í verkinu og ítreka ég hér aftur að flotta kvenpersónan, Öskubuska, sú sem við höldum með, hún skilur við prinsinn, stendur með sjálfri sér og gefur skít í svona hugsanahátt. Hún bendir Ljóta andarunganum að gera slíkt hið sama, standa með sjálfum sér og fylgja hjartanu. Boðskapurinn er skýr og þau börn sem við höfum talað við (verkið er margoft prófað á stórum hópi áhorfenda áður en það fer í sýningu) hafa öll skilið nákvæmlega þetta. Það er ekki útlitið sem skiptir máli heldur hjartalagið. Við hjá Lottu vinnum eftir þeirri reglu að við gefum engan afslátt þó að við séum að búa til sýningar fyrir börn. Við fjöllum um ljóta og erfiða hluti og við erum ekki að fela það hvað lífið getur verið ljótt og andstyggilegt. Að sjálfsögðu er þó höfuð áhersla lögð á það hvernig sé hægt að bæta það og hvað við getum lagt af mörkum til að verða öll betri manneskjur. Við leggjum mikla áherslu á að hlutur kvenna og karla sé gerður jafn í verkum okkar og gerum okkar besta til að hlutgera ekki persónur nema við sjáum skýran tilgang með því. Í þessu tilfelli er tilgangurinn að okkar mati skýr, kennir svart á hvítu að ytra útlit skiptir engu máli, það er það sem innra er sem telur. Öskubuska er eitt fjölmargra ævintýra sem einblínir um of og nær eingöngu á ytri fegurð. Annað dæmi er auðvitað Mjallhvít. Við getum líka nefnt Fríðu og dýrið en í öllum þessum sögum á stúlkan að vera falleg, ekki fyrir sjálfa sig, heldur fyrir prinsinn. Þessi boðskapur hugnast okkur í Lottu ekki og því fær okkar Öskubuska sjálfstæðan vilja, hún giftist ekki prinsinum og lifir hamingjusöm til æviloka heldur skilur hún við merkikertið og lifir áfram sínu lífi sem sjálfstæð kona. Ef rýnt er frekar í verkið þá tók Lotta fleiri u-beygjur frá norminu við þessa uppsetningu. Andapabbi er í okkar tilfelli sá sem hlakkar mest til þess að fá ungana í heiminn, hann er á fullu í hreiðurgerðinni á meðan andamamma er áhugalaus og vill helst ekkert með ungana hafa (yfirleitt er þessu öfugt farið og þykir okkur mikilvægt að strákar fái í andapabba flotta fyrirmynd). Annað dæmi má finna í stóra ljóta úlfinum, hættulegustu persónu sumarsins sem allir í Ævintýraskóginum eru hræddir við. Ekki einungis er úlfurinn leikinn af konu heldur er úlfurinn kona, nefnilega úlfynja.Fyrir ári síðan settum við upp sýningu sem heitir Litaland. Þar var um að ræða alveg nýja sögu sem aldrei áður hafði verið sögð. Þarna tókst Lotta á við flóttamannavandann. Sagði sögu þriggja lita sem allir bjuggu í sínum heimi og höfðu lítil samskipti sín á milli. Í Bláheimum var veröld bláulitanna að hrynja og þeir þurftu því að leita á náðir annarra lita. Á flóttanum misstu þeir einn úr hópnum. Yngsti blái liturinn, Blær, hann dó. Við hittum hann aldrei aftur, honum var ekki bjargað á óútskýrðan hátt, hann birtist ekki í lok sögunnar, því stundum er lífið einmitt svona, börn deyja.Í Hróa hetti drápum við enn eina staðalímyndina þegar Þyrnirós var vakin með kossi sannrar ástar. Það var þó ekki prins á hvítum hesti sem vakti hana heldur besta vinkona hennar. Takk fyrir sýna verkum okkar þann áhuga að fjalla um þau. Nú vona ég að sem flestir kynni sér þau í heild sinni en taki ekki úr samhengi lítið brot eins og hér hefur verið gert. Leikhópurinn Lotta hefur aldrei gefið út þennan texta einan og sér og er þetta textablað sem hér er tekið skjáskot af innan í geisladiskabæklingi sem fylgir með öllu verkinu. Við erum held ég öll í sama liðinu. Þó að við notum ekki öll sömu aðferðirnar við að koma boðskap okkar á framfæri þá ættum við heldur að þakka fyrir það sem vel er gert heldur en að rakka niður þær tilraunir samferðamanna okkar til að gera heiminn að betri stað. Þannig vinna allir.Við bjóðum ykkur öll velkomin á sýningu hjá okkur eða að hlusta á diskinn okkar og vonum að þið njótið vel saman. Þá hvetjum við ykkur foreldra og forráðamenn barna þessa lands einmitt til að nota tækifærið og ræða öll þau málefni sem verkið hefur upp á að bjóða. Er prinsinn ekki með skrítnar kröfur og að biðja um eitthvað sem skiptir engu mál? Hvað með að vera góður, klár og skemmtilegur? Baráttukveðjur Anna Bergljót ThorarensenLeikskáld, leikstjóri, Lotta og eldheitur feministi.
Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“