Þjófur herjar á rauðu talnalásana í World Class Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. ágúst 2017 12:45 Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class, að starfsfólk hafi fyrst orðið vart við þjófinn fyrir um 10 dögum síðan. Vísir/Samsett mynd Tilkynningar, sem settar höfðu verið upp í líkamsræktarstöð World Class, vöktu nýverið athygli viðskiptavina við mætingu í ræktina. Í tilkynningunum voru tilmæli til ræktargesta um að hætta að nota rauða talnalása sem World Class hefur haft til sölu í útibúum sínum. Undanfarið hafa þjófar, einn eða fleiri, komist upp á lag með að brjóta upp lásana og geta þannig opnað læsta skápa viðskiptavina. Framkvæmdastjóri World Class segir að viðskiptavinum hafi boðist að skipta rauðu World Class-talnalásunum út fyrir nýja lása. Dagur Hjartarson rithöfundur vakti til að mynda athygli á málinu á Twitter-síðu sinni en hann varð sjálfur fyrir barðinu á World Class-þjófi fyrir helgi.Ef þú notar rauðan talnalás keyptan í World Class: Þjófar komnir upp á lagið með að opna þá, sagði mér starfsmaður. Minn hvarf fyrir helgi.— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) August 20, 2017 Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis um málið segir Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class, að starfsfólk hafi fyrst orðið vart við þjófinn fyrir um 10 dögum síðan. „Það voru strax settar upp tilkynningar og fólk varað við að nota þessa lása.“Á tilkynningunum, sem settar voru upp í World Class, má sjá umrædda talnalása, rauða að lit.Bjóða viðskiptavinum upp á aðra lása í staðinnUm 6-10 manns, sem læst höfðu skápum sínum með rauðu lásunum frá World Class, höfðu orðið fyrir barðinu á þjófnum þegar Vísir náði tali af Birni í gær. Ekki er þó vitað hvort að þjófurinn hafi haft einhver verðmæti upp úr krafsinu en í skilmálum World Class segir að fyrirtækið beri ekki ábyrgð á því sem skilið er eftir inni í skápum í búningsklefum.Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class.Vísir/GVABjörn segir þessa nýjustu brotahrinu einskorðast við rauðu lásana og því séu þeir ekki lengur til sölu í líkamsræktarstöðvum World Class. „Við tókum þá úr sölu um leið og við heyrðum af þessu. Við höfum boðið okkar viðskiptavinum að skipta þessum lásum út fyrir nýja lása.“Ekki víst hvaða aðferð er notuð við stuldinnBjörn segir lásana líklega vera klippta og þjófarnir taki þá svo með sér eftir að þeir ljúki sér af. Því sé ekki hægt að segja til um hvaða aðferð þjófarnir noti en þetta er í fyrsta skipti sem sérstaklega er herjað á eina tegund lása hjá World Class. „Við höfum ekki orðið vör við þetta áður. Þeir eru keyptir af heildsölunni Tanni ehf, og eru trúlega til víðar en hjá okkur,“ segir Björn. „Við höfum verið að selja nokkra mismunandi lása gegnum tíðina og eru þetta þeir ódýrustu.“Var brotist inn í skápinn þinn í World Class eða hefurðu upplýsingar um slík tilfelli? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Tilkynningar, sem settar höfðu verið upp í líkamsræktarstöð World Class, vöktu nýverið athygli viðskiptavina við mætingu í ræktina. Í tilkynningunum voru tilmæli til ræktargesta um að hætta að nota rauða talnalása sem World Class hefur haft til sölu í útibúum sínum. Undanfarið hafa þjófar, einn eða fleiri, komist upp á lag með að brjóta upp lásana og geta þannig opnað læsta skápa viðskiptavina. Framkvæmdastjóri World Class segir að viðskiptavinum hafi boðist að skipta rauðu World Class-talnalásunum út fyrir nýja lása. Dagur Hjartarson rithöfundur vakti til að mynda athygli á málinu á Twitter-síðu sinni en hann varð sjálfur fyrir barðinu á World Class-þjófi fyrir helgi.Ef þú notar rauðan talnalás keyptan í World Class: Þjófar komnir upp á lagið með að opna þá, sagði mér starfsmaður. Minn hvarf fyrir helgi.— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) August 20, 2017 Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis um málið segir Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class, að starfsfólk hafi fyrst orðið vart við þjófinn fyrir um 10 dögum síðan. „Það voru strax settar upp tilkynningar og fólk varað við að nota þessa lása.“Á tilkynningunum, sem settar voru upp í World Class, má sjá umrædda talnalása, rauða að lit.Bjóða viðskiptavinum upp á aðra lása í staðinnUm 6-10 manns, sem læst höfðu skápum sínum með rauðu lásunum frá World Class, höfðu orðið fyrir barðinu á þjófnum þegar Vísir náði tali af Birni í gær. Ekki er þó vitað hvort að þjófurinn hafi haft einhver verðmæti upp úr krafsinu en í skilmálum World Class segir að fyrirtækið beri ekki ábyrgð á því sem skilið er eftir inni í skápum í búningsklefum.Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class.Vísir/GVABjörn segir þessa nýjustu brotahrinu einskorðast við rauðu lásana og því séu þeir ekki lengur til sölu í líkamsræktarstöðvum World Class. „Við tókum þá úr sölu um leið og við heyrðum af þessu. Við höfum boðið okkar viðskiptavinum að skipta þessum lásum út fyrir nýja lása.“Ekki víst hvaða aðferð er notuð við stuldinnBjörn segir lásana líklega vera klippta og þjófarnir taki þá svo með sér eftir að þeir ljúki sér af. Því sé ekki hægt að segja til um hvaða aðferð þjófarnir noti en þetta er í fyrsta skipti sem sérstaklega er herjað á eina tegund lása hjá World Class. „Við höfum ekki orðið vör við þetta áður. Þeir eru keyptir af heildsölunni Tanni ehf, og eru trúlega til víðar en hjá okkur,“ segir Björn. „Við höfum verið að selja nokkra mismunandi lása gegnum tíðina og eru þetta þeir ódýrustu.“Var brotist inn í skápinn þinn í World Class eða hefurðu upplýsingar um slík tilfelli? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is.
Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira