Andstæðingar bólusetninga tvíeflast við faraldur Kjartan Kjartansson skrifar 22. ágúst 2017 11:41 Ungur drengur sem smitaðist í mislingafaraldrinum í Minnesota. Hlutfall bólusetninga í samfélagi fólks af sómölskum ættum þar hefur hrapað síðasta áratuginn. Vísir/Getty Versti mislingafaraldur í Minnesota í Bandaríkjunum í áratugi virðist hafa tvíeflt hópa sem berjast gegn bólusetningum. Heilbrigðisyfirvöldum er kunnugt um að boð um „mislingapartí“ gangi á milli fólks sem vill að börnin sín smitist. Alls hafa 79 tilfelli mislinga verið staðfest í Minnesota frá því í seinni hluta mars. Flest barnanna sem veiktust voru óbólusett og voru af sómölsku bergi brotin. Tuttugu og tveir voru lagðir á sjúkrahús, margir þeirra með háan hita, öndunarerfiðleika og vökvaskort, að sögn Washington Post. Enginn hefur þó látist þó að mislingar geti leitt fólk til dauða. Nýjasta tilfellið er ungur hvítur maður sem var ekki bólusettur vegna andstöðu foreldra hans.Löngu hrakinn áróður um meint tengsl við einhverfuÁstæðan fyrir því að sumir foreldrar vilja ekki bólusetja börn sín er meðal annars áróður vafasamra einstaklinga og samtaka sem halda á lofti löngu hröktum fullyrðingum um meint tengsl bólusetninga við einhverfu. Heilbrigðisstarfsmenn í Minnesota fréttu meðal annars af því fyrr í sumar að hvítar konur hafi gengið um með bæklinga og rætt við fólk í hverfum íbúa af sómölskum uppruna. Þær eru sagðar hafa haldið því fram að heilbrigðiseftirlit ríkisins hafi „búið faraldurinn til“ í því skyni að fá sómalska samfélagið til að bólusetja börn sín. „Ég er í áfalli yfir hvað þau eru orðin kræf. Ég held að flestir hafi talið að raddir gegn bólusetningum myndu hafa sig hægar. Í staðinn hafa þær orðið opinberari, þær eru farnar að breiða úr sér,“ segir Karen Ernst, forstjóri Radda fyrir bólusetningar, foreldrasamtaka sem tala máli bólusetninga.Bóluefni gegn mislingum ver milljónir barna um allan heim fyrir veirunni.Vísir/EPAAndstæðingar bólusetninga hafa hvatt foreldra sem telja börn sín hafa skaðast af völdum bólusetninga að hitta samstarfsmenn Andrews Wakefield, bresks læknis sem var sviptur lækningaleyfi vegna falskrar rannsóknar þar sem hann hélt því fram að MMR-bólusetningin ylli einhverfu, í þessari viku. Fullyrðingar Wakefield hafa ítrekað verið hraktar en þær hafa engu að síður reynst lífseigar í kreðsum andstæðinga bólusetninga og þeirra sem aðhyllast óhefðbundnar meðferðir.Sjúkdómurinn getur verið banvænnMislingum var útrýmt í Bandaríkjunum um aldamótin en sérfræðingar segja að sjúkdómurinn hafi blossað upp síðustu árin, aðallega fyrir tilstilli vaxandi hóps foreldra sem hafnar því að bólusetja börn sín eða frestar því. Mislingaveiran getur verið hættuleg og jafnvel valdið dauða, að því er segir á vefsíðu landlæknis. Alvarlegir sjúkdómar eins og eyrna- eða lungnabólga, kviðverkir, uppköst, niðurgangur og einnig heilabólga geta verið afleiðing mislinga Alvarlegar heilaskemmdir af völdum mislinga geta einnig komið fram mörgum mánuðum eftir sýkinguna. Tengdar fréttir Þekktur andstæðingur bólusetninga talar hjá Gló David Wolfe sem er alræmdur fyrir falskan áróður gegn bólusetningum heldur fyrirlestur á veitingastaðnum Gló í næstu viku. Fulltrúar Glóar vilja ekki svara spurningum en segja fyrirlesturinn ekki á þeirra vegum. 16. júní 2017 20:45 Vilja lagavernd vegna óbólusettra barna Varaformaður bæjarráðs Kópavogs vill að foreldrar leikskólabarna fái að vita ef önnur börn í skólanum eru ekki bólusett. Þá geti þau brugðist við, til dæmis með því að taka börn sín úr skólanum. Meirihluti bæjarráðs tók und 24. mars 2017 07:00 Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að sjúkdómurinn geti breiðst út og segir mikilvægt að allir séu bólusettir. 21. mars 2017 20:00 Fáir sjúkdómar jafn smitandi og mislingar Formaður Félags íslenskra barnalækna, segir mikilvægt að fólk láti bólusetja börnin sín samkvæmt ráðleggingum. 22. mars 2017 13:30 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Versti mislingafaraldur í Minnesota í Bandaríkjunum í áratugi virðist hafa tvíeflt hópa sem berjast gegn bólusetningum. Heilbrigðisyfirvöldum er kunnugt um að boð um „mislingapartí“ gangi á milli fólks sem vill að börnin sín smitist. Alls hafa 79 tilfelli mislinga verið staðfest í Minnesota frá því í seinni hluta mars. Flest barnanna sem veiktust voru óbólusett og voru af sómölsku bergi brotin. Tuttugu og tveir voru lagðir á sjúkrahús, margir þeirra með háan hita, öndunarerfiðleika og vökvaskort, að sögn Washington Post. Enginn hefur þó látist þó að mislingar geti leitt fólk til dauða. Nýjasta tilfellið er ungur hvítur maður sem var ekki bólusettur vegna andstöðu foreldra hans.Löngu hrakinn áróður um meint tengsl við einhverfuÁstæðan fyrir því að sumir foreldrar vilja ekki bólusetja börn sín er meðal annars áróður vafasamra einstaklinga og samtaka sem halda á lofti löngu hröktum fullyrðingum um meint tengsl bólusetninga við einhverfu. Heilbrigðisstarfsmenn í Minnesota fréttu meðal annars af því fyrr í sumar að hvítar konur hafi gengið um með bæklinga og rætt við fólk í hverfum íbúa af sómölskum uppruna. Þær eru sagðar hafa haldið því fram að heilbrigðiseftirlit ríkisins hafi „búið faraldurinn til“ í því skyni að fá sómalska samfélagið til að bólusetja börn sín. „Ég er í áfalli yfir hvað þau eru orðin kræf. Ég held að flestir hafi talið að raddir gegn bólusetningum myndu hafa sig hægar. Í staðinn hafa þær orðið opinberari, þær eru farnar að breiða úr sér,“ segir Karen Ernst, forstjóri Radda fyrir bólusetningar, foreldrasamtaka sem tala máli bólusetninga.Bóluefni gegn mislingum ver milljónir barna um allan heim fyrir veirunni.Vísir/EPAAndstæðingar bólusetninga hafa hvatt foreldra sem telja börn sín hafa skaðast af völdum bólusetninga að hitta samstarfsmenn Andrews Wakefield, bresks læknis sem var sviptur lækningaleyfi vegna falskrar rannsóknar þar sem hann hélt því fram að MMR-bólusetningin ylli einhverfu, í þessari viku. Fullyrðingar Wakefield hafa ítrekað verið hraktar en þær hafa engu að síður reynst lífseigar í kreðsum andstæðinga bólusetninga og þeirra sem aðhyllast óhefðbundnar meðferðir.Sjúkdómurinn getur verið banvænnMislingum var útrýmt í Bandaríkjunum um aldamótin en sérfræðingar segja að sjúkdómurinn hafi blossað upp síðustu árin, aðallega fyrir tilstilli vaxandi hóps foreldra sem hafnar því að bólusetja börn sín eða frestar því. Mislingaveiran getur verið hættuleg og jafnvel valdið dauða, að því er segir á vefsíðu landlæknis. Alvarlegir sjúkdómar eins og eyrna- eða lungnabólga, kviðverkir, uppköst, niðurgangur og einnig heilabólga geta verið afleiðing mislinga Alvarlegar heilaskemmdir af völdum mislinga geta einnig komið fram mörgum mánuðum eftir sýkinguna.
Tengdar fréttir Þekktur andstæðingur bólusetninga talar hjá Gló David Wolfe sem er alræmdur fyrir falskan áróður gegn bólusetningum heldur fyrirlestur á veitingastaðnum Gló í næstu viku. Fulltrúar Glóar vilja ekki svara spurningum en segja fyrirlesturinn ekki á þeirra vegum. 16. júní 2017 20:45 Vilja lagavernd vegna óbólusettra barna Varaformaður bæjarráðs Kópavogs vill að foreldrar leikskólabarna fái að vita ef önnur börn í skólanum eru ekki bólusett. Þá geti þau brugðist við, til dæmis með því að taka börn sín úr skólanum. Meirihluti bæjarráðs tók und 24. mars 2017 07:00 Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að sjúkdómurinn geti breiðst út og segir mikilvægt að allir séu bólusettir. 21. mars 2017 20:00 Fáir sjúkdómar jafn smitandi og mislingar Formaður Félags íslenskra barnalækna, segir mikilvægt að fólk láti bólusetja börnin sín samkvæmt ráðleggingum. 22. mars 2017 13:30 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Þekktur andstæðingur bólusetninga talar hjá Gló David Wolfe sem er alræmdur fyrir falskan áróður gegn bólusetningum heldur fyrirlestur á veitingastaðnum Gló í næstu viku. Fulltrúar Glóar vilja ekki svara spurningum en segja fyrirlesturinn ekki á þeirra vegum. 16. júní 2017 20:45
Vilja lagavernd vegna óbólusettra barna Varaformaður bæjarráðs Kópavogs vill að foreldrar leikskólabarna fái að vita ef önnur börn í skólanum eru ekki bólusett. Þá geti þau brugðist við, til dæmis með því að taka börn sín úr skólanum. Meirihluti bæjarráðs tók und 24. mars 2017 07:00
Sóttvarnarlæknir hefur áhyggjur af útbreiðslu mislinga hér á landi Mislingar hafa verið staðfestir í níu mánaða gömlu barni hér á landi. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af því að sjúkdómurinn geti breiðst út og segir mikilvægt að allir séu bólusettir. 21. mars 2017 20:00
Fáir sjúkdómar jafn smitandi og mislingar Formaður Félags íslenskra barnalækna, segir mikilvægt að fólk láti bólusetja börnin sín samkvæmt ráðleggingum. 22. mars 2017 13:30