Menning

Ballöður og syrpur í flutningi Jólanornanna 

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Berta Dröfn, Elsa Waage, Íris, Svava Kristín og Arnhildur.
Berta Dröfn, Elsa Waage, Íris, Svava Kristín og Arnhildur.
Við verðum með skemmtilegt prógramm og flytjum það bæði á hátíðlegan og hressilegan hátt,“ segir Arnhildur Valgarðsdóttir, organisti með meiru, um tónleika Jólanornanna í Snorrabúð í Söngskólanum í Reykjavík nú um helgina.

Hún er ein nornanna, hinar eru þær Elsa Waage, Svava Kristín Ingólfsdóttir, Berta Dröfn Ómarsdóttir og Íris Sveinsdóttir. Allar eru þær þrautþjálfaðar í tónlist og hafa unnið saman á víxl áður en sjaldan allar saman. „Við byrjuðum samt í fyrra og þá í svítunni í Gamla bíói. Okkur fannst svo gaman að okkur langaði að vinna meira saman,“ segir Svava Kristín.

Tónleikarnir verða tvennir, í kvöld klukkan 20 og á morgun klukkan 17. Á dagskránni eru að sjálfsögðu jólalög, íslensk og erlend, ballöður og syrpur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.