Íslendingar hafa óspart látið ljós sitt skína á stóra jólamarkaðnum í Strassborg, með eðalvarningi og yndislegum tónum. Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona er meðal tónlistarflytjenda sem þar kom fram í boði Patrice Dromson, konsúls Íslendinga í borginni, og menntamálaráðuneytisins.
„Jólamarkaðurinn í Strassborg er sá elsti í Frakklandi og er sóttur heim af tveimur milljónum manna í ár,“ segir Björg sem ásamt föruneyti sínu hélt tónleika í Saint Guilliaume kirkjunni og St. Péturskirkjunni.
Tónleikana ætlar hópurinn svo að endurtaka annað kvöld, sunnudag, í Seltjarnarneskirkju klukkan 20, við kertaljós. Yfirskriftin er: Niðamyrkrið ljómar.
Í hópnum eru auk Bjargar Eyjólfur Eyjólfsson tenór, Elísabet Waage hörpuleikari, Matthías Nardeau óbóleikari og Hilmar Örn Agnarsson orgelleikari ásamt kammerkór.
Æfðu sig í kirkjunum í Strassborg
