Lífið

Tíu ár síðan Herra Ísland-keppnin var síðast haldin

Guðný Hrönn skrifar
Herra Ísland-keppnin var seinast haldin árið 2007 og margir virðast sakna hennar.
Herra Ísland-keppnin var seinast haldin árið 2007 og margir virðast sakna hennar. vísir/PJETUR
Í seinasta mánuði voru liðin tíu ár síðan seinasta Herra Ísland-fegurðarkeppnin var haldin. Þá hreppti hinn 19 ára gamli Ágúst Örn Guðmundsson titilinn herra Ísland 2007. Árið áður var það Kristinn Darri Röðulsson, þá tvítugur, sem var kosinn herra Ísland. Árið 2005 var það svo Ólafur Geir Jónsson sem var herra Ísland en hann var sviptur titlinum skömmu síðar þar sem lífsstíll hans stóðst ekki kröfur aðstandenda Fegurðarsamkeppni Íslands. Þá tók Jón Gunnlaugur Viggósson við titlinum. Svona mætti áfram telja allt aftur til ársins 1988 en það ár kepptu sjö menn um titilinn herra Ísland í fyrsta sinn. Þá stóð hinn 18 ára gamli Arnór Diego uppi sem sigurvegari.



Arnór Diego var fyrsti herra Ísland, árið 1988.vísir/gva
Það eru eflaust einhverjir þarna úti sem sakna Herra Ísland-keppninnar og vona að hún verði endurlífguð, líkt og Ungfrú Ísland en sú keppni lá í dvala árin 2012 og 2014 en er nú á blússandi siglingu.

Hafdís Jónsdóttir, annar eigandi Miss World Iceland, kveðst verða vör við áhuga fólks á að Herra Ísland-keppnin verði sett aftur á laggirnar. „Jú, við fáum nokkuð reglulega þá spurningu, sérstaklega frá fyrri keppendum.“ 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.