Innlent

Þyrlan sótti mann sem veiktist við laugina í Reykjadal

Birgir Olgeirsson skrifar
Þyrlan Landhelgisgæslunnar.
Þyrlan Landhelgisgæslunnar. Mynd/Víðir Björnsson
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti mann á Landspítalann í Reykjavík sem veiktist við laugina í Reykjadal, rétt ofan við Hveragerði, um klukkan eitt í dag.

Tilkynning barst lögreglu klukkan 13:02 og var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð samstundis út. Maðurinn var kominn um borð í þyrluna klukkan 13:55.

Mikill viðbúnaður var vegna málsins en lögreglumenn, sjúkraflutningamenn og björgunarsveitarmenn voru kallaðir út. Var það gert ef svo hefði farið að þyrlan næði ekki að lenda á svæðinu. Þá hefði langur burður verið fyrir höndum og því betra að vera við öllu búinn að sögn lögreglu. 

Reykjadalur er ofan við Hveragerði.Loftmyndir ehf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×