Banaslys á Reykjanesi: Gas úr borholu mun hafa farið inn á staðbundna vatnsveitu Birgir Olgeirsson skrifar 3. febrúar 2017 13:55 Frá aðgerðum lögreglu á svæðinu. Vísir/Sindri Í morgun klukkan 7:15 barst lögreglu á Suðurnesjum tilkynning um meðvitundarlausan mann á vinnustað á Reykjanesi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum en þar segir að lífgunartilraunir hafi ekki borið árangur og að maðurinn hafi verið úrskurðaður látinn. Komið hefur í ljós að gas úr borholu mun hafa farið inn á staðbundna vatnsveitu. Verið er að ljúka nauðsynlegum hreinsunarstörfum og engin hætta er á ferðum varðandi almenning. Vinnusvæðið umhverfis slysstað var rýmt og stendur sú rýming enn. Ekki er lokað fyrir almenna umferð en í tilkynningunni kemur fram að neysluvatn til almennings á Suðurnesjum er í góðu lagi. Vinnueftirlit og heilbrigðiseftirlit ásamt lögreglu rannsaka málsatvik. Sú rannsókn stendur enn og er ekki unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Maðurinn sem lést var starfsmaður fiskvinnslufyrirtækisins Háteigs. Annar maður var fluttur á sjúkrahús eftir slysið.Svæðið sem um ræðir er merkt með rauðum punkti á kortinu.Loftmyndir ehf.Fiskvinnslufyrirtækið er í námundan við Reykjanesvirkjun en tvö önnur fyrirtæki, fiskþurrkunin Haustak og fiskeldisfyrirtækið Stolt Farm Seafood, eru þar einnig skammt frá Háteigi. Það var á ellefta tímanum í morgun sem fulltrúar frá Vinnueftirlitinu mættu í fyrirtækin þrjú og lokuðu þeim tímabundið á meðan rannsókn á banaslysinu stendur yfir. Maðurinn sem lést og sá sem var fluttur á sjúkrahús dvöldu í svefnskála sem tengdur er fiskvinnslufyrirtækinu Háteigi. Hjá Haustaki starfa um 35 manns, 12 - 15 manns hjá Háteigi og um 30 hjá Stolt Farm Seafood. Allir hafa þeir nú lagt niður störf á meðan rannsókn banaslyssins stendur. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Í morgun klukkan 7:15 barst lögreglu á Suðurnesjum tilkynning um meðvitundarlausan mann á vinnustað á Reykjanesi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum en þar segir að lífgunartilraunir hafi ekki borið árangur og að maðurinn hafi verið úrskurðaður látinn. Komið hefur í ljós að gas úr borholu mun hafa farið inn á staðbundna vatnsveitu. Verið er að ljúka nauðsynlegum hreinsunarstörfum og engin hætta er á ferðum varðandi almenning. Vinnusvæðið umhverfis slysstað var rýmt og stendur sú rýming enn. Ekki er lokað fyrir almenna umferð en í tilkynningunni kemur fram að neysluvatn til almennings á Suðurnesjum er í góðu lagi. Vinnueftirlit og heilbrigðiseftirlit ásamt lögreglu rannsaka málsatvik. Sú rannsókn stendur enn og er ekki unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Maðurinn sem lést var starfsmaður fiskvinnslufyrirtækisins Háteigs. Annar maður var fluttur á sjúkrahús eftir slysið.Svæðið sem um ræðir er merkt með rauðum punkti á kortinu.Loftmyndir ehf.Fiskvinnslufyrirtækið er í námundan við Reykjanesvirkjun en tvö önnur fyrirtæki, fiskþurrkunin Haustak og fiskeldisfyrirtækið Stolt Farm Seafood, eru þar einnig skammt frá Háteigi. Það var á ellefta tímanum í morgun sem fulltrúar frá Vinnueftirlitinu mættu í fyrirtækin þrjú og lokuðu þeim tímabundið á meðan rannsókn á banaslysinu stendur yfir. Maðurinn sem lést og sá sem var fluttur á sjúkrahús dvöldu í svefnskála sem tengdur er fiskvinnslufyrirtækinu Háteigi. Hjá Haustaki starfa um 35 manns, 12 - 15 manns hjá Háteigi og um 30 hjá Stolt Farm Seafood. Allir hafa þeir nú lagt niður störf á meðan rannsókn banaslyssins stendur.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira