Erlent

Louvre-safninu lokað eftir hnífaárás

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hermenn vakta Louvre-safnið og svæðið í kring.
Hermenn vakta Louvre-safnið og svæðið í kring. Vísir/EPA
Louvre-safninu í París hefur verið lokað eftir að árásarmaður réðst að hermanni á verði í grennd við safnið með hnífi.

Árásin átti sér stað um klukkan níu í morgun og er hermaðurinn sagður hafa skotið árásarmanninn, sem særðist alvarlega. Hermaðurinn er sagður hafa slasast lítillega í árásinni.

Í frétt BBC kemur fram að maðurinn hafi verið að reyna að komast inn í safnið og að lögregla sé með mikinn viðbúnað á svæðinu. Franski miðillinn RTL greinir einnig frá því að svæðinu í kring hafi verið lokað, sem og safninu sjálfu.

Safnið er eitt vinsælasta safn heimsins en meira en tíu milljón manns sækja safnið heim á ári hverju.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×