Heimir: Þetta er miklu meira en einhver vináttuleikur fyrir Mexíkó Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. febrúar 2017 09:00 Heimir Hallgrímsson býst við erfiðum leik. vísir/getty Íslenska landsliðið í fótbolta mætir Mexíkó í vináttulandsleik á fimmtudaginn en leikurinn fer fram í Las Vegas. Það verður sérstök stund fyrir Mexíkóa að spila í Bandaríkjunum á þessum tíma í ljósi framtíðaráforma Bandaríkjaforseta. Donald Trump byggði stóran hluta kosningabaráttu sinnar á hugmynd um risastóran og langan vegg sem hann ætlar að láta reisa á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til að takmarka og helst stöðva ólöglega innflytjendur þaðan. Eðlilega finnst Mexíkóum þeir ekki vera velkomnir í landi hinna frjálsu með Trump í hvíta húsinu.Sjá einnig:Heimir: Lars hefur áhyggjur af því að Íslendingum þyki ekki vænt um hann lengur Það virðist ljóst að Mexíkó sýnir þessum leik og þessum viðburði mikla virðingu en í hópnum eru reynsluboltar á borð við Rafael Marquez, fyrrverandi leikmanna Barcelona. „Við erum raunsæir,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, aðspurður í Akraborginni hverjar vonir og væntingar þjálfarateymisins til leiksins eru. „Helgi [Kolviðsson, aðstoðarþjálfari] tók saman landsleiki Mexíkóa. Þeir eru með yfir 500 landsleiki á meðan við rétt slefum í 20. Það er ólíku saman að jafna.“ „Það verða miklar tilfinningar í þessum leik hjá Mexíkó fyrst þeir eru að spila í Bandaríkjunum. Það verður mikil samstaða hjá þeim. Þetta er miklu meira en bara einhver vináttuleikur fyrir þá,“ segir Heimir. Landsliðsþjálfarinn segist gera sér grein fyrir að um erfiðan leik verður að ræða og vonast bara til að íslensku strákarnir sýni honum eitthvað í Las Vegas. „Væntingarnar eru meira upp á frammistöðu en úrslit hjá okkur. Við viljum sjá leikmenn sýna sitt besta. Meira förum við ekki fram á,“ segir Heimir Hallgrímsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan. Donald Trump HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir: Lars hefur áhyggjur af því að Íslendingum þyki ekki vænt um hann lengur Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck ræddu saman í morgun í fyrsta sinn eftir að Lars Lagerbäck tók við þjálfun norska landsliðsins. Lars Lagerbäck hafði áhyggjur af dómstóli götunnar á Íslandi. 2. febrúar 2017 17:15 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Sjá meira
Íslenska landsliðið í fótbolta mætir Mexíkó í vináttulandsleik á fimmtudaginn en leikurinn fer fram í Las Vegas. Það verður sérstök stund fyrir Mexíkóa að spila í Bandaríkjunum á þessum tíma í ljósi framtíðaráforma Bandaríkjaforseta. Donald Trump byggði stóran hluta kosningabaráttu sinnar á hugmynd um risastóran og langan vegg sem hann ætlar að láta reisa á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til að takmarka og helst stöðva ólöglega innflytjendur þaðan. Eðlilega finnst Mexíkóum þeir ekki vera velkomnir í landi hinna frjálsu með Trump í hvíta húsinu.Sjá einnig:Heimir: Lars hefur áhyggjur af því að Íslendingum þyki ekki vænt um hann lengur Það virðist ljóst að Mexíkó sýnir þessum leik og þessum viðburði mikla virðingu en í hópnum eru reynsluboltar á borð við Rafael Marquez, fyrrverandi leikmanna Barcelona. „Við erum raunsæir,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, aðspurður í Akraborginni hverjar vonir og væntingar þjálfarateymisins til leiksins eru. „Helgi [Kolviðsson, aðstoðarþjálfari] tók saman landsleiki Mexíkóa. Þeir eru með yfir 500 landsleiki á meðan við rétt slefum í 20. Það er ólíku saman að jafna.“ „Það verða miklar tilfinningar í þessum leik hjá Mexíkó fyrst þeir eru að spila í Bandaríkjunum. Það verður mikil samstaða hjá þeim. Þetta er miklu meira en bara einhver vináttuleikur fyrir þá,“ segir Heimir. Landsliðsþjálfarinn segist gera sér grein fyrir að um erfiðan leik verður að ræða og vonast bara til að íslensku strákarnir sýni honum eitthvað í Las Vegas. „Væntingarnar eru meira upp á frammistöðu en úrslit hjá okkur. Við viljum sjá leikmenn sýna sitt besta. Meira förum við ekki fram á,“ segir Heimir Hallgrímsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan.
Donald Trump HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir: Lars hefur áhyggjur af því að Íslendingum þyki ekki vænt um hann lengur Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck ræddu saman í morgun í fyrsta sinn eftir að Lars Lagerbäck tók við þjálfun norska landsliðsins. Lars Lagerbäck hafði áhyggjur af dómstóli götunnar á Íslandi. 2. febrúar 2017 17:15 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Sjá meira
Heimir: Lars hefur áhyggjur af því að Íslendingum þyki ekki vænt um hann lengur Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck ræddu saman í morgun í fyrsta sinn eftir að Lars Lagerbäck tók við þjálfun norska landsliðsins. Lars Lagerbäck hafði áhyggjur af dómstóli götunnar á Íslandi. 2. febrúar 2017 17:15