Fótbolti

Tap hjá Sverri Inga og félögum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sverrir Ingi í leik með Rostov
Sverrir Ingi í leik með Rostov Vísir/getty
Sverrir Ingi Ingason var á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá FC Rostov þegar liðið heimsótti SKA-Khabarovsk í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

SKA-Khabarovsk er nýliði í rússnesku úrvalsdeildinni en heimavöllur liðsins heitir í höfuðið á Vladimir Lenin.

Miroslav Markovic kom heimamönnum yfir snemma leiks en Vitali Ustinov jafnaði metin fyrir Sverri og félaga á lokamínútu fyrri hálfleiks. Tæpum tuttugu mínútum fyrir leikslok kom Denys Dedechko heimamönnum aftur yfir og reyndist það síðasta mark leiksins. Lokatölur 2-1 fyrir SKA-Khabarovsk. Sverrir Ingi spilaði allan leikinn.

FC Rostov er því eftir sem áður í sjötta sæti deildarinnar með sextán stig eftir tólf leiki.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×