Solberg óttast ekki stjórnarmyndunarviðræður Atli Ísleifsson skrifar 12. september 2017 13:03 Allar líkur eru á að Erna Solberg, formaður Hægriflokksins, muni áfram gegna embætti forsætisráðherra Noregs. Vísir/afp Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hyggur á að stjórna landinu í fjögur ár til viðbótar eftir að niðurstöður þingkosninganna lágu fyrir í gærkvöldi. „Ég tel að þjóðin telji ríkisstjórnarflokkana örugga valkostinn í norskum stjórnmálum,“ sagði Solberg í gær. Stjórnarmyndun gæti þó reynst þrautin þyngri, en þegar búið er að telja langflest atkvæðin hafa stjórnarflokkarnir – Hægriflokkurinn og Framfaraflokkurinn – og tveir stuðningsflokkar þeirra – Kristilegi þjóðarflokkurinn og Venstre – fengið 89 þingsæti af þeim 169 sem í boði eru. Allir fjórir flokkarnir missa þó fylgi miðað við kosningarnar 2013. Hægriflokkurinn og Framfaraflokkarnir verða áfram háðir stuðningi annarra flokka til að verja stjórnina frá vantrausti. Vandamálið er að leiðtogar stuðningsflokkanna tveggja hafa sagt að þeir vilji ekki starfa áfram líkt og verið hefur, þar sem óánægja ríki með Framfaraflokkinn. Þannig hefur Knut Arild Hareide, leiðtogi Kristilega þjóðarflokksins, sagt að hann myndi kjósa mið-hægristjórn og Trine Skei Grande, leiðtogi Venstre, segist vilja blágræna stjórn. Leita góðra lausna Siv Jensen, fjármálaráðherra og formaður Framfaraflokksins, segir að flokkarnir fjórir muni nú setjast niður og leita góðra lausna. „Við höfum sýnt kjósendum að við getum stýrt á farsælan máta.“ Solberg gerir lítið úr þeim vandamálum sem kunna að koma upp við stjórnarmyndun og segir að mikilvægasta verkefninu – að sigra kosningarnar – sé nú lokið. Segir hún að ekki liggi á og segist hún sannfærð um að það muni takast að ná samkomulagi um samstarf. Rúmlega 40 prósent konur Verkamannaflokkurinn, undir stjórn Jonas Gahr Støre, beið ósigur í kosningunum og hlaut 3,4 prósent minna fylgi en í síðustu kosningum. Hlutfall kvenna sem náði kjöri á Stórþingið í gær er nú í fyrsta sinn yfir 40 prósent. Alls náðu sjötíu konur sæti á þingi. Kosningaþátttakan var 77,6 prósent, 0,6 prósent minna en 2013. Þingkosningar í Noregi Tengdar fréttir Hægrimenn halda velli á norska þinginu samkvæmt útgönguspám Hægrimenn halda meirihluta sínum á norska þinginu samkvæmt útgönguspám allra helstu fjölmiðla Noregs. 11. september 2017 19:18 „Ekkert annað en afhroð fyrir Verkamannaflokkinn“ Flest bendir til þess að hægristjórn Ernu Solberg, formanns Hægriflokksins í Noregi og forsætisráðherra, haldi meirihluta sínum á norska þinginu en kjörstöðum í landinu var lokað klukkan 19 að íslenskum tíma í kvöld. 11. september 2017 22:37 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hyggur á að stjórna landinu í fjögur ár til viðbótar eftir að niðurstöður þingkosninganna lágu fyrir í gærkvöldi. „Ég tel að þjóðin telji ríkisstjórnarflokkana örugga valkostinn í norskum stjórnmálum,“ sagði Solberg í gær. Stjórnarmyndun gæti þó reynst þrautin þyngri, en þegar búið er að telja langflest atkvæðin hafa stjórnarflokkarnir – Hægriflokkurinn og Framfaraflokkurinn – og tveir stuðningsflokkar þeirra – Kristilegi þjóðarflokkurinn og Venstre – fengið 89 þingsæti af þeim 169 sem í boði eru. Allir fjórir flokkarnir missa þó fylgi miðað við kosningarnar 2013. Hægriflokkurinn og Framfaraflokkarnir verða áfram háðir stuðningi annarra flokka til að verja stjórnina frá vantrausti. Vandamálið er að leiðtogar stuðningsflokkanna tveggja hafa sagt að þeir vilji ekki starfa áfram líkt og verið hefur, þar sem óánægja ríki með Framfaraflokkinn. Þannig hefur Knut Arild Hareide, leiðtogi Kristilega þjóðarflokksins, sagt að hann myndi kjósa mið-hægristjórn og Trine Skei Grande, leiðtogi Venstre, segist vilja blágræna stjórn. Leita góðra lausna Siv Jensen, fjármálaráðherra og formaður Framfaraflokksins, segir að flokkarnir fjórir muni nú setjast niður og leita góðra lausna. „Við höfum sýnt kjósendum að við getum stýrt á farsælan máta.“ Solberg gerir lítið úr þeim vandamálum sem kunna að koma upp við stjórnarmyndun og segir að mikilvægasta verkefninu – að sigra kosningarnar – sé nú lokið. Segir hún að ekki liggi á og segist hún sannfærð um að það muni takast að ná samkomulagi um samstarf. Rúmlega 40 prósent konur Verkamannaflokkurinn, undir stjórn Jonas Gahr Støre, beið ósigur í kosningunum og hlaut 3,4 prósent minna fylgi en í síðustu kosningum. Hlutfall kvenna sem náði kjöri á Stórþingið í gær er nú í fyrsta sinn yfir 40 prósent. Alls náðu sjötíu konur sæti á þingi. Kosningaþátttakan var 77,6 prósent, 0,6 prósent minna en 2013.
Þingkosningar í Noregi Tengdar fréttir Hægrimenn halda velli á norska þinginu samkvæmt útgönguspám Hægrimenn halda meirihluta sínum á norska þinginu samkvæmt útgönguspám allra helstu fjölmiðla Noregs. 11. september 2017 19:18 „Ekkert annað en afhroð fyrir Verkamannaflokkinn“ Flest bendir til þess að hægristjórn Ernu Solberg, formanns Hægriflokksins í Noregi og forsætisráðherra, haldi meirihluta sínum á norska þinginu en kjörstöðum í landinu var lokað klukkan 19 að íslenskum tíma í kvöld. 11. september 2017 22:37 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Hægrimenn halda velli á norska þinginu samkvæmt útgönguspám Hægrimenn halda meirihluta sínum á norska þinginu samkvæmt útgönguspám allra helstu fjölmiðla Noregs. 11. september 2017 19:18
„Ekkert annað en afhroð fyrir Verkamannaflokkinn“ Flest bendir til þess að hægristjórn Ernu Solberg, formanns Hægriflokksins í Noregi og forsætisráðherra, haldi meirihluta sínum á norska þinginu en kjörstöðum í landinu var lokað klukkan 19 að íslenskum tíma í kvöld. 11. september 2017 22:37