Fulltrúar stjórnvalda funduðu með vogunarsjóðum í New York í vikunni Hörður Ægisson skrifar 1. mars 2017 06:00 Fjárfestingarsjóðirnir hafa talið að aðgerðir stjórnvalda í tengslum við meðferð aflandskrónueigna verði ekki réttlættar með vísan til efnahagslegrar nauðsynjar. Vísir/Stefán Stjórnvöld eiga nú í viðræðum við fulltrúa bandarískra fjárfestingarsjóða, sem eiga samanlagt vel yfir hundrað milljarða í aflandskrónum og neituðu að taka þátt í gjaldeyrisútboði Seðlabanka Íslands í júní 2016, til að kanna grundvöll að samkomulagi sem myndi gera þeim kleift að flytja eignir sínar úr landi í skiptum fyrir gjaldeyri. Það yrði þá á umtalsvert hagstæðara gengi fyrir fjárfestingarsjóðina – mögulega á genginu 130 til 140 krónur gagnvart evru – en stjórnvöld voru reiðubúin að samþykkja í viðræðum við sömu sjóði í fyrra. Gengi krónunnar gagnvart evru hefur styrkst um liðlega 20 prósent frá útboði Seðlabankans. Samkvæmt heimildum Markaðarins héldu embættismenn á vegum íslenskra stjórnvalda út til New York síðastliðinn sunnudag til að eiga fundi með bandarísku sjóðunum en þeir eru Autonomy Capital, Eaton Vance, Loomis Sayles og Discovery Capital. Á meðal þeirra sem sóttu fundina fyrir hönd stjórnvalda voru Jón Þ. Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri alþjóðasamskipta á skrifstofu seðlabankastjóra, Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytisins, og Benedikt Árnason, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu. Þeir Guðmundur og Benedikt eiga jafnframt sæti í fimm manna stýrinefnd um losun hafta. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, vildi á þessari stundu ekkert tjá sig um fundahöldin eða mögulegt samkomulag við aflandskrónueigendur þegar eftir því var leitað og sagði að „málið væri bara í vinnslu“. Fundirnir eru haldnir í kjölfar óformlegra samskipta sem hafa staðið yfir milli sjóðanna og stjórnvalda frá því undir árslok 2016. Bandaríski lögmaðurinn Lee Buchheit, sem hefur veitt núverandi og fyrrverandi ríkisstjórn ráðgjöf við vinnu að áætlun um losun hafta, hefur verið milligönguaðili í þeim samskiptum og sótti hann jafnframt þá fundi sem fulltrúar stjórnvalda áttu í vikunni með bandarísku sjóðunum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort fulltrúar frá öllum fjárfestingarsjóðunum fjórum, eða aðeins hluti þeirra, hafi mætt á fundina með stjórnvöldum sem fram fóru í New York.Settir aftast í röðina Fjárfestingarsjóðirnir hafa verið þeirrar skoðunar að aðgerðir stjórnvalda í tengslum við fyrrnefnt gjaldeyrisútboð Seðlabankans, þar sem eigendum aflandskróna að fjárhæð samtals 319 milljarðar gafst færi á að skipta þeim á genginu 190 krónur fyrir hverja evru, verði ekki réttlættar með vísan til efnahagslegrar nauðsynjar. Sjóðirnir neituðu að fallast á skilyrði stjórnvalda, eða skiluðu inn tilboðum í útboðinu sem Seðlabankinn gat ekki samþykkt, og hafa þess í stað kvartað til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) vegna aðgerða íslenskra yfirvalda og sagst ætla að láta reyna á rétt sinn fyrir dómstólum. Í úrskurði sem barst frá ESA í nóvember var hins vegar ekkert gert með athugasemdir sjóðanna heldur sagði að aðgerðir stjórnvalda hefðu verið í samræmi við skuldbindingar Íslands gagnvart EES-samningnum. Þeir aflandskrónueigendur sem kusu að taka ekki þátt í gjaldeyrisútboði Seðlabankans í júní 2016 þurfa að sæta því að fjármunir þeirra flytjast yfir á vaxtalausa reikninga um ófyrirséðan tíma. Fram kom í tilkynningu frá Seðlabankanum fyrr á þessu ári að í árslok 2016 hefðu eignir aflandskrónueigenda numið samtals 191 milljarði króna. Þær aflandskrónueignir, sem samanstanda einkum af ríkisskuldabréfum og reiðufé, eru að langstærstum hluta í eigu bandarísku fjárfestingarsjóðanna.Stál í stál Tilraunir íslenskra stjórnvalda til að ná einhvers konar samkomulagi við stærstu eigendur aflandskróna eru ekki nýjar af nálinni. Í aðdraganda útboðs Seðlabankans áttu ráðgjafar og embættismenn stjórnvalda í umtalsverðum óformlegum viðræðum við bandarísku sjóðina til að kanna hvort hægt væri að komast að niðurstöðu sem væri ásættanleg fyrir báða aðila. Á þeim fundum kom fram að sjóðirnir myndu ekki fallast á að losna út fyrir höft með krónueignir sínar í skiptum fyrir erlendan gjaldeyri á gengi sem væri óhagstæðara en 165 krónur fyrir hverja evru, en á þeim tíma kostaði evran um 140 krónur. Ráðgjafar stjórnvalda leituðu á þessum tíma meðal annars til starfsmanna tveggja fjármálafyrirtækja – Kviku banka og Íslandsbanka – til að vera milligönguaðilar í viðræðum við fjárfestingarsjóðina þar sem þeir þekktu persónulega vel til fulltrúa sjóðanna. Í kjölfar gjaldeyrisútboðs Seðlabankans áttu sér áfram stað óformlegar viðræður við þá bandarísku sjóði sem tóku ekki þátt í útboðinu þar sem leitast var við að ná samkomulagi til að leysa út eignir þeirra. Lítið þokaðist hins vegar í átt að samkomulagi en sjóðirnir vildu þegar þarna var komið, síðsumars 2016, ekki ljá máls á því að selja aflandskrónueignir sínar á gengi sem væri lægra en 150 til 155 krónur fyrir hverja evru með hliðsjón af því að gengið hafði þá styrkst talsvert frá því að útboðið var haldið fáum mánuðum áður. Þær tilraunir báru því engan árangur, ekki frekar en þegar Bandaríkjamaðurinn Rob Citrone, stofnandi og forstjóri Discovery Capital, hafði áður reynt að fá alla sjóðina til að ná sameiginlegu samkomulagi við íslensk stjórnvöld.Bandarísku vogunar- og fjárfestingasjóðirnir, sem eiga samanlagt hátt í 150 milljarða í aflandskrónum, eru Autonomy Capital, Discovery Capital, Eaton Vance og Loomis Sayles.Eru undir tímapressu Vogunarsjóðurinn Discovery Capital var sá eini sem skilaði inn tilboðum í gjaldeyrisútboðinu, sem voru samþykkt af Seðlabankanum, og minnkaði um 17 milljarða aflandskrónueign sjóðsins við það um helming, samkvæmt heimildum Markaðarins. Af fjárfestingarsjóðunum fjórum er Discovery Capital minnsti aflandskrónueigandinn – sjóðurinn var á sínum tíma stærstur – en hinir sjóðirnir eiga hver um sig aflandskrónur að fjárhæð um 30 til 40 milljarðar. Í opinberum fjárhagsupplýsingum frá Loomis Sayles og Eaton Vance má sjá að sjóðirnir bókfæra þær eignir hjá sér á annars vegar 220 krónur gagnvart evru og hins vegar 195 krónur fyrir hverja evru. Að stórum hluta keyptu sjóðirnir þessar aflandskrónur á sínum tíma á genginu 270 til 300 krónur fyrir hverja evru. Sá sjóður sem hefur reynst langsamlega tregastur í taumi gagnvart stjórnvöldum er Autonomy Capital, sem er samtals með eignir upp á um fimm milljarða Bandaríkjadala í stýringu, en sá sem fer fyrir sjóðnum er Robert Gibbins, stofnandi vogunarsjóðsins. Aflandskrónueign sjóðsins nemur um 40 milljörðum, eftir því sem heimildir Markaðarins herma. Þær eignir samanstanda í dag að stærstum hluta af reiðufé, sem ber þá litla sem enga ávöxtun, en sjóðurinn hafði áður átt umtalsverða fjármuni í ríkisskuldabréfum sem voru á gjalddaga í október 2016 og í febrúar á þessu ári.Gætu haldið annað útboð Á meðal þess sem stjórnvöld hafa nú einkum til skoðunar er að halda annað gjaldeyrisútboð í því skyni að hleypa aflandskrónueigendum úr landi. Slíkt útboð gæti þá farið fram áður en búið verður að losa að fullu um höft á íslensk heimili, fyrirtæki og lífeyrissjóði. Ljóst þykir, að sögn þeirra sem þekkja vel til stöðu mála, að bandarísku sjóðirnir muni ekki ljá máls á því að selja krónueignir sínar um þessar mundir á gengi sem væri óhagstæðara en 130 til 140 krónur gagnvart evru. Gengi krónunnar hefur styrkst um liðlega 20 prósent frá því að útboð Seðlabankans fór fram í júní 2016 og í dag kostar evran aðeins um 113 krónur. Slíkar aðgerðir til að hleypa aflandskrónueigendum út myndu þýða að þeir gætu því vænst þess að losna út fyrir höft á hagstæðara gengi en opinbert gengi krónunnar var – um 140 gagnvart evru – þegar gjaldeyrisútboð Seðlabankans fór fram fyrir aðeins níu mánuðum. Af hálfu fulltrúa stjórnvalda og Seðlabanka Íslands er meðal annars horft til þess, sem rök fyrir því að ná samkomulagi við fjárfestingarsjóðina á þessari stundu, að allt útlit sé fyrir enn meiri gengisstyrkingu krónunnar og þá hefur hreinn gjaldeyrisforði Seðlabankans stækkað verulega undanfarin misseri samhliða gríðarlegum kaupum bankans á gjaldeyri. Gjaldeyrisforða af slíkri stærðargráðu – sá hluti forðans sem er fjármagnaður innanlands í krónum er núna yfir 600 milljörðum – fylgir umtalsverður kostnaður vegna neikvæðs vaxtamunar, sem nemur árlega tugum milljarða. Hægt væri að minnka þann kostnað með því að nota hluta forðans til að losa aflandskrónueigendur út í skiptum fyrir erlendan gjaldeyri. Ólíklegt væri aftur á móti að Seðlabankinn gæti bókfært hjá sér mikinn gengishagnað af þess konar gjaldeyrisviðskiptum en sá gjaldeyrir sem bankinn safnaði í forðann á árinu 2016 var keyptur að meðaltali á genginu 133 krónur fyrir hverja evru.Gagnrýnir stefnubreytingu stjórnvalda Fjármálaráðherra hefur látið hafa það eftir sér að hann vonist til að leysa þau mál sem lúta að aflandskrónueigendum á þessu ári. Þannig kom fram í máli Benedikts í útvarpsþættinum Sprengisandi 27. janúar síðastliðinn að „við þyrftum að velta því fyrir okkur næstu daga og vikur hvernig við getum losnað við afganginn“ af þeim aflandskrónum sem núna eru fastar á bak við fjármagnshöft.Már Guðmundsson seðlabankastjóri en Seðlabanki Íslands hélt síðast gjaldeyrisútboð fyrir aflandskrónueigendur í júní 2016. Þá samþykkti bankinn tilboð fyrir alls 83 milljarða á genginu 190 krónu fyrir hverja evru.Vísir/StefánÍ grein sem Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri hjá Kviku banka og fyrrverandi varaformaður framkvæmdahóps stjórnvalda um losun hafta, skrifar í Fréttablaðinu í gær kemur fram að allar forsendur séu núna fyrir hendi til að afnema alfarið höft á innlenda aðila. Þar skipti ekki síst máli að tekist hafi að ljúka málefnum gömlu bankanna án eftirmála og þá hafi aflandskrónueigendum verið gefnir skýrir valkostir með aðgerðum stjórnvalda í fyrra – að selja krónueignir sínar fyrir gjaldeyri með þátttöku í útboði eða binda þær til lengri tíma þar til búið væri að losa um höft á aðra. Sigurður gagnrýnir þess vegna að núna standi hugsanlega til að skipta um kúrs í þessum efnum. „Stjórnvöld hafa nú gefið í skyn að hleypa ætti aflandskrónueigendum með eignir sínar úr landi á þessu ári, þvert á þær áætlanir sem hafa skapað trúverðugleika fyrir land og þjóð. Með slíkri stefnubreytingu væru hagsmunir kröfuhafa teknir fram yfir hagsmuni landsmanna.“Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Stjórnvöld eiga nú í viðræðum við fulltrúa bandarískra fjárfestingarsjóða, sem eiga samanlagt vel yfir hundrað milljarða í aflandskrónum og neituðu að taka þátt í gjaldeyrisútboði Seðlabanka Íslands í júní 2016, til að kanna grundvöll að samkomulagi sem myndi gera þeim kleift að flytja eignir sínar úr landi í skiptum fyrir gjaldeyri. Það yrði þá á umtalsvert hagstæðara gengi fyrir fjárfestingarsjóðina – mögulega á genginu 130 til 140 krónur gagnvart evru – en stjórnvöld voru reiðubúin að samþykkja í viðræðum við sömu sjóði í fyrra. Gengi krónunnar gagnvart evru hefur styrkst um liðlega 20 prósent frá útboði Seðlabankans. Samkvæmt heimildum Markaðarins héldu embættismenn á vegum íslenskra stjórnvalda út til New York síðastliðinn sunnudag til að eiga fundi með bandarísku sjóðunum en þeir eru Autonomy Capital, Eaton Vance, Loomis Sayles og Discovery Capital. Á meðal þeirra sem sóttu fundina fyrir hönd stjórnvalda voru Jón Þ. Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri alþjóðasamskipta á skrifstofu seðlabankastjóra, Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytisins, og Benedikt Árnason, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu. Þeir Guðmundur og Benedikt eiga jafnframt sæti í fimm manna stýrinefnd um losun hafta. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, vildi á þessari stundu ekkert tjá sig um fundahöldin eða mögulegt samkomulag við aflandskrónueigendur þegar eftir því var leitað og sagði að „málið væri bara í vinnslu“. Fundirnir eru haldnir í kjölfar óformlegra samskipta sem hafa staðið yfir milli sjóðanna og stjórnvalda frá því undir árslok 2016. Bandaríski lögmaðurinn Lee Buchheit, sem hefur veitt núverandi og fyrrverandi ríkisstjórn ráðgjöf við vinnu að áætlun um losun hafta, hefur verið milligönguaðili í þeim samskiptum og sótti hann jafnframt þá fundi sem fulltrúar stjórnvalda áttu í vikunni með bandarísku sjóðunum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort fulltrúar frá öllum fjárfestingarsjóðunum fjórum, eða aðeins hluti þeirra, hafi mætt á fundina með stjórnvöldum sem fram fóru í New York.Settir aftast í röðina Fjárfestingarsjóðirnir hafa verið þeirrar skoðunar að aðgerðir stjórnvalda í tengslum við fyrrnefnt gjaldeyrisútboð Seðlabankans, þar sem eigendum aflandskróna að fjárhæð samtals 319 milljarðar gafst færi á að skipta þeim á genginu 190 krónur fyrir hverja evru, verði ekki réttlættar með vísan til efnahagslegrar nauðsynjar. Sjóðirnir neituðu að fallast á skilyrði stjórnvalda, eða skiluðu inn tilboðum í útboðinu sem Seðlabankinn gat ekki samþykkt, og hafa þess í stað kvartað til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) vegna aðgerða íslenskra yfirvalda og sagst ætla að láta reyna á rétt sinn fyrir dómstólum. Í úrskurði sem barst frá ESA í nóvember var hins vegar ekkert gert með athugasemdir sjóðanna heldur sagði að aðgerðir stjórnvalda hefðu verið í samræmi við skuldbindingar Íslands gagnvart EES-samningnum. Þeir aflandskrónueigendur sem kusu að taka ekki þátt í gjaldeyrisútboði Seðlabankans í júní 2016 þurfa að sæta því að fjármunir þeirra flytjast yfir á vaxtalausa reikninga um ófyrirséðan tíma. Fram kom í tilkynningu frá Seðlabankanum fyrr á þessu ári að í árslok 2016 hefðu eignir aflandskrónueigenda numið samtals 191 milljarði króna. Þær aflandskrónueignir, sem samanstanda einkum af ríkisskuldabréfum og reiðufé, eru að langstærstum hluta í eigu bandarísku fjárfestingarsjóðanna.Stál í stál Tilraunir íslenskra stjórnvalda til að ná einhvers konar samkomulagi við stærstu eigendur aflandskróna eru ekki nýjar af nálinni. Í aðdraganda útboðs Seðlabankans áttu ráðgjafar og embættismenn stjórnvalda í umtalsverðum óformlegum viðræðum við bandarísku sjóðina til að kanna hvort hægt væri að komast að niðurstöðu sem væri ásættanleg fyrir báða aðila. Á þeim fundum kom fram að sjóðirnir myndu ekki fallast á að losna út fyrir höft með krónueignir sínar í skiptum fyrir erlendan gjaldeyri á gengi sem væri óhagstæðara en 165 krónur fyrir hverja evru, en á þeim tíma kostaði evran um 140 krónur. Ráðgjafar stjórnvalda leituðu á þessum tíma meðal annars til starfsmanna tveggja fjármálafyrirtækja – Kviku banka og Íslandsbanka – til að vera milligönguaðilar í viðræðum við fjárfestingarsjóðina þar sem þeir þekktu persónulega vel til fulltrúa sjóðanna. Í kjölfar gjaldeyrisútboðs Seðlabankans áttu sér áfram stað óformlegar viðræður við þá bandarísku sjóði sem tóku ekki þátt í útboðinu þar sem leitast var við að ná samkomulagi til að leysa út eignir þeirra. Lítið þokaðist hins vegar í átt að samkomulagi en sjóðirnir vildu þegar þarna var komið, síðsumars 2016, ekki ljá máls á því að selja aflandskrónueignir sínar á gengi sem væri lægra en 150 til 155 krónur fyrir hverja evru með hliðsjón af því að gengið hafði þá styrkst talsvert frá því að útboðið var haldið fáum mánuðum áður. Þær tilraunir báru því engan árangur, ekki frekar en þegar Bandaríkjamaðurinn Rob Citrone, stofnandi og forstjóri Discovery Capital, hafði áður reynt að fá alla sjóðina til að ná sameiginlegu samkomulagi við íslensk stjórnvöld.Bandarísku vogunar- og fjárfestingasjóðirnir, sem eiga samanlagt hátt í 150 milljarða í aflandskrónum, eru Autonomy Capital, Discovery Capital, Eaton Vance og Loomis Sayles.Eru undir tímapressu Vogunarsjóðurinn Discovery Capital var sá eini sem skilaði inn tilboðum í gjaldeyrisútboðinu, sem voru samþykkt af Seðlabankanum, og minnkaði um 17 milljarða aflandskrónueign sjóðsins við það um helming, samkvæmt heimildum Markaðarins. Af fjárfestingarsjóðunum fjórum er Discovery Capital minnsti aflandskrónueigandinn – sjóðurinn var á sínum tíma stærstur – en hinir sjóðirnir eiga hver um sig aflandskrónur að fjárhæð um 30 til 40 milljarðar. Í opinberum fjárhagsupplýsingum frá Loomis Sayles og Eaton Vance má sjá að sjóðirnir bókfæra þær eignir hjá sér á annars vegar 220 krónur gagnvart evru og hins vegar 195 krónur fyrir hverja evru. Að stórum hluta keyptu sjóðirnir þessar aflandskrónur á sínum tíma á genginu 270 til 300 krónur fyrir hverja evru. Sá sjóður sem hefur reynst langsamlega tregastur í taumi gagnvart stjórnvöldum er Autonomy Capital, sem er samtals með eignir upp á um fimm milljarða Bandaríkjadala í stýringu, en sá sem fer fyrir sjóðnum er Robert Gibbins, stofnandi vogunarsjóðsins. Aflandskrónueign sjóðsins nemur um 40 milljörðum, eftir því sem heimildir Markaðarins herma. Þær eignir samanstanda í dag að stærstum hluta af reiðufé, sem ber þá litla sem enga ávöxtun, en sjóðurinn hafði áður átt umtalsverða fjármuni í ríkisskuldabréfum sem voru á gjalddaga í október 2016 og í febrúar á þessu ári.Gætu haldið annað útboð Á meðal þess sem stjórnvöld hafa nú einkum til skoðunar er að halda annað gjaldeyrisútboð í því skyni að hleypa aflandskrónueigendum úr landi. Slíkt útboð gæti þá farið fram áður en búið verður að losa að fullu um höft á íslensk heimili, fyrirtæki og lífeyrissjóði. Ljóst þykir, að sögn þeirra sem þekkja vel til stöðu mála, að bandarísku sjóðirnir muni ekki ljá máls á því að selja krónueignir sínar um þessar mundir á gengi sem væri óhagstæðara en 130 til 140 krónur gagnvart evru. Gengi krónunnar hefur styrkst um liðlega 20 prósent frá því að útboð Seðlabankans fór fram í júní 2016 og í dag kostar evran aðeins um 113 krónur. Slíkar aðgerðir til að hleypa aflandskrónueigendum út myndu þýða að þeir gætu því vænst þess að losna út fyrir höft á hagstæðara gengi en opinbert gengi krónunnar var – um 140 gagnvart evru – þegar gjaldeyrisútboð Seðlabankans fór fram fyrir aðeins níu mánuðum. Af hálfu fulltrúa stjórnvalda og Seðlabanka Íslands er meðal annars horft til þess, sem rök fyrir því að ná samkomulagi við fjárfestingarsjóðina á þessari stundu, að allt útlit sé fyrir enn meiri gengisstyrkingu krónunnar og þá hefur hreinn gjaldeyrisforði Seðlabankans stækkað verulega undanfarin misseri samhliða gríðarlegum kaupum bankans á gjaldeyri. Gjaldeyrisforða af slíkri stærðargráðu – sá hluti forðans sem er fjármagnaður innanlands í krónum er núna yfir 600 milljörðum – fylgir umtalsverður kostnaður vegna neikvæðs vaxtamunar, sem nemur árlega tugum milljarða. Hægt væri að minnka þann kostnað með því að nota hluta forðans til að losa aflandskrónueigendur út í skiptum fyrir erlendan gjaldeyri. Ólíklegt væri aftur á móti að Seðlabankinn gæti bókfært hjá sér mikinn gengishagnað af þess konar gjaldeyrisviðskiptum en sá gjaldeyrir sem bankinn safnaði í forðann á árinu 2016 var keyptur að meðaltali á genginu 133 krónur fyrir hverja evru.Gagnrýnir stefnubreytingu stjórnvalda Fjármálaráðherra hefur látið hafa það eftir sér að hann vonist til að leysa þau mál sem lúta að aflandskrónueigendum á þessu ári. Þannig kom fram í máli Benedikts í útvarpsþættinum Sprengisandi 27. janúar síðastliðinn að „við þyrftum að velta því fyrir okkur næstu daga og vikur hvernig við getum losnað við afganginn“ af þeim aflandskrónum sem núna eru fastar á bak við fjármagnshöft.Már Guðmundsson seðlabankastjóri en Seðlabanki Íslands hélt síðast gjaldeyrisútboð fyrir aflandskrónueigendur í júní 2016. Þá samþykkti bankinn tilboð fyrir alls 83 milljarða á genginu 190 krónu fyrir hverja evru.Vísir/StefánÍ grein sem Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri hjá Kviku banka og fyrrverandi varaformaður framkvæmdahóps stjórnvalda um losun hafta, skrifar í Fréttablaðinu í gær kemur fram að allar forsendur séu núna fyrir hendi til að afnema alfarið höft á innlenda aðila. Þar skipti ekki síst máli að tekist hafi að ljúka málefnum gömlu bankanna án eftirmála og þá hafi aflandskrónueigendum verið gefnir skýrir valkostir með aðgerðum stjórnvalda í fyrra – að selja krónueignir sínar fyrir gjaldeyri með þátttöku í útboði eða binda þær til lengri tíma þar til búið væri að losa um höft á aðra. Sigurður gagnrýnir þess vegna að núna standi hugsanlega til að skipta um kúrs í þessum efnum. „Stjórnvöld hafa nú gefið í skyn að hleypa ætti aflandskrónueigendum með eignir sínar úr landi á þessu ári, þvert á þær áætlanir sem hafa skapað trúverðugleika fyrir land og þjóð. Með slíkri stefnubreytingu væru hagsmunir kröfuhafa teknir fram yfir hagsmuni landsmanna.“Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira