Norður-Kórea hefur skotið á loft skammdrægu flugskeyti. CBS greinir frá.
Flugskeytinu var fylgt eftir í sex mínútur þangað til að það lenti í sjónum nálægt Japan. Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa undanfarið farið mikinn í yfirlýsingum sínum um flugskeyti sín og byrjuðu prófanir fyrr en áæltað var.
Fyrr í þessum mánuði sögðu yfirvöld í N-Kóreu að skotið hefði verið upp flugskeyti sem væri nógu stórt til að halda uppi stórum og þungum kjarnorkusprengjuodd.
Pentagon, aðalbækistöð bandaríska varnarmálaráðuneytisins, tilkynnti á föstudaginn að þau myndu í fyrsta sinn gera prófanir á því að skjóta niður langdræg flugskeyti með það fyrir augum að undirbúa sig ef N-Kórea tæki upp á því að senda eitt slíkt yfir hafið.
