Verðlaunin sýni nauðsyn baráttunnar gegn kjarnorkuvopnum 7. október 2017 06:00 ICAN-liðar voru einkar ánægðir með verðlaunin. Nordicphotos/AFP Samtökin ICAN, eða Alþjóðlegt átak um eyðingu kjarnorkuvopna, hlutu í gær friðarverðlaun Nóbels. Berit Reiss-Andersen, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar, sagði við tilkynninguna að það væri vegna vinnu samtakanna að samþykkt sáttmála um bann og eyðingu kjarnavopna. ICAN var drifkraftur á bak við samkomulag sem 122 ríki undirrituðu í júlí. Samkomulagið er hins vegar ekki líklegt til að hafa mikil áhrif á stöðu mála enda skrifaði ekkert kjarnorkuveldi undir það. „Við búum í heimi þar sem beiting kjarnorkuvopna er líklegri en hún hefur verið lengi,“ sagði Reiss-Andersen og vísaði til ástandsins á Kóreuskaga. Kallaði hún jafnframt eftir því að kjarnorkuveldi heims kæmu að borðinu og ræddu um að eyða vopnunum með tíð og tíma. ICAN samanstendur af hundruðum samtaka víða um heim og er með höfuðstöðvar í Sviss. Beatrice Fihn, framkvæmdastjóri ICAN, sagði við blaðamenn í gær að verðlaunin hefðu komið á óvart en að þau sýndu að vinna hópsins væri nauðsynleg. „Stríðslög kveða á um að ekki megi beina spjótum að almennum borgurum. Kjarnorkuvopn eru hins vegar gerð til að drepa almenna borgara, þau eiga að eyða heilu borgunum. Það er óásættanlegt,“ sagði Fihn enn fremur. Það kom fleiri en Fihn á óvart að fá Nóbelsverðlaun í vikunni. BBC kom breska rithöfundinum Kazuo Ishiguro til dæmis algjörlega í opna skjöldu þegar blaðamaður spurði hann um viðbrögð við því að hafa fengið bókmenntaverðlaun Nóbels. „Ég held ég hafi gefið þér nokkuð raunveruleg viðbrögð. Þau viðbrögð að ég spyr þig hvort þú getir sannað að þetta sé satt. Við umboðsmaður minn höfðum heyrt að ég gæti hafa unnið og vorum að fara að gá hvort þetta væru nokkuð falsfréttir. En greinilega ekki. Þetta er gríðarlegur heiður,“ sagði Ishiguro. Hann hefur meðal annars skrifað bækur á borð við Dreggjar dagsins og Veröld hinna vandalausu. Ishiguro er fæddur í Japan en fluttist til Bretlands þegar hann var fimm ára. Fjölmargir Japanir brugðust hins vegar reiðir við ákvörðuninni en dyggir aðdáendur hins japanska Haruki Murakami bíða þess enn að hann fái verðlaunin. Hefur hann lengi verið talinn einna líklegastur í veðbönkum, ár eftir ár. Fyrr í vikunni fengu Jeffrey C. Hall, Michael Rosbash og Michael W. Young læknisfræðiverðlaunin fyrir rannsóknir á líkamsklukkunni. Eðlisfræðiverðlaunin fengu þeir Rainer Weiss, Barry C. Barish og Kip S. Thorne fyrir mælingar á þyngdarbylgjum. Þá féllu efnafræðiverðlaunin í hlut Jacques Dubochet, Joachims Frank og Richards Henderson fyrir að einfalda ferlið við að mynda lífrænar sameindir. Enn á eftir að tilkynna hver hlýtur hagfræðiverðlaunin. Það verður gert á mánudaginn. Birtist í Fréttablaðinu Nóbelsverðlaun Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Samtökin ICAN, eða Alþjóðlegt átak um eyðingu kjarnorkuvopna, hlutu í gær friðarverðlaun Nóbels. Berit Reiss-Andersen, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar, sagði við tilkynninguna að það væri vegna vinnu samtakanna að samþykkt sáttmála um bann og eyðingu kjarnavopna. ICAN var drifkraftur á bak við samkomulag sem 122 ríki undirrituðu í júlí. Samkomulagið er hins vegar ekki líklegt til að hafa mikil áhrif á stöðu mála enda skrifaði ekkert kjarnorkuveldi undir það. „Við búum í heimi þar sem beiting kjarnorkuvopna er líklegri en hún hefur verið lengi,“ sagði Reiss-Andersen og vísaði til ástandsins á Kóreuskaga. Kallaði hún jafnframt eftir því að kjarnorkuveldi heims kæmu að borðinu og ræddu um að eyða vopnunum með tíð og tíma. ICAN samanstendur af hundruðum samtaka víða um heim og er með höfuðstöðvar í Sviss. Beatrice Fihn, framkvæmdastjóri ICAN, sagði við blaðamenn í gær að verðlaunin hefðu komið á óvart en að þau sýndu að vinna hópsins væri nauðsynleg. „Stríðslög kveða á um að ekki megi beina spjótum að almennum borgurum. Kjarnorkuvopn eru hins vegar gerð til að drepa almenna borgara, þau eiga að eyða heilu borgunum. Það er óásættanlegt,“ sagði Fihn enn fremur. Það kom fleiri en Fihn á óvart að fá Nóbelsverðlaun í vikunni. BBC kom breska rithöfundinum Kazuo Ishiguro til dæmis algjörlega í opna skjöldu þegar blaðamaður spurði hann um viðbrögð við því að hafa fengið bókmenntaverðlaun Nóbels. „Ég held ég hafi gefið þér nokkuð raunveruleg viðbrögð. Þau viðbrögð að ég spyr þig hvort þú getir sannað að þetta sé satt. Við umboðsmaður minn höfðum heyrt að ég gæti hafa unnið og vorum að fara að gá hvort þetta væru nokkuð falsfréttir. En greinilega ekki. Þetta er gríðarlegur heiður,“ sagði Ishiguro. Hann hefur meðal annars skrifað bækur á borð við Dreggjar dagsins og Veröld hinna vandalausu. Ishiguro er fæddur í Japan en fluttist til Bretlands þegar hann var fimm ára. Fjölmargir Japanir brugðust hins vegar reiðir við ákvörðuninni en dyggir aðdáendur hins japanska Haruki Murakami bíða þess enn að hann fái verðlaunin. Hefur hann lengi verið talinn einna líklegastur í veðbönkum, ár eftir ár. Fyrr í vikunni fengu Jeffrey C. Hall, Michael Rosbash og Michael W. Young læknisfræðiverðlaunin fyrir rannsóknir á líkamsklukkunni. Eðlisfræðiverðlaunin fengu þeir Rainer Weiss, Barry C. Barish og Kip S. Thorne fyrir mælingar á þyngdarbylgjum. Þá féllu efnafræðiverðlaunin í hlut Jacques Dubochet, Joachims Frank og Richards Henderson fyrir að einfalda ferlið við að mynda lífrænar sameindir. Enn á eftir að tilkynna hver hlýtur hagfræðiverðlaunin. Það verður gert á mánudaginn.
Birtist í Fréttablaðinu Nóbelsverðlaun Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira