Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Það stefnir í breytt pólitísk landslandslag eftir komandi alþingiskosningar miðað við niðurstöður síðustu skoðanakannanna. Vinstri grænir og Samfylking auka fylgi sitt og segist nýkjörinn varaformaður Vinstri grænna ekki í nokkrum vafa um að Katrín Jakobsdóttir verðir næsti forsætisráðherra.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, segir stefna í vinstristjórn undir forystu Vinstri grænna. Kjörsókn utan kjörfundar er töluvert meiri en fyrir síðustu kosningar. Ítarlega verður farið yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þar verður einnig fjallað um ósk hverfisráðs Hlíða um að farið verði í aðgerðir til að koma í veg fyrir fíkniefnaneyslu á leikvöllum í miðborginni. Sprautunálar, hnífar og önnur áhöld til fíkniefnaneyslu finnast ítrekað á róluvöllum og hafa íbúar á svæðinu talsverðar áhyggjur af stöðunni.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 á slaginu 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×