Leikkona vill fá týndan sauð á Bergstaðastræti Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. október 2017 06:00 Vigdís Hrefna Pálsdóttir. Vísir/valli „Gaman væri að færa götunni aftur týndan sauð, koma lóð sem hefur verið í órækt og óstandi um árabil í fallegt horf,“ segir Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona í bréfi til til borgaryfirvalda þar sem hún óskar eftir að fá lóð á Bergstaðastræti 18 undir gamalt hús sem nú stendur á Vatnsleysuströnd. Vigdís sendir bréfið jafnframt fyrir hönd eiginmanns síns, Arnar Úlfars Höskuldssonar húsasmiðs. Hún segir þau hjón hafa fest kaup á húsi sem byggt var 1902 á Bergstaðastræti 7 en flutt í Hvassahraun fyrir hálfri öld. Þau hafi keypt húsið og vilji færa það í upprunalega mynd. Þótt það líti ekki vel út sé margt mjög heillegt í því.Hérna má sjá mynd af húsinu en það stóð áður við Bergstaðarstræti 7.„Allt sem fólk sem elskar gömul hús heillast af er meira og minna heilt. Hlutir sem fást ekki keyptir úti í búð eða endurgerðir,“ útskýrir Vigdís í bréfi sínu. „Við hefðum ekki áhuga á að byggja við húsið heldur gera það upp í upprunalegri mynd, halda öllu sem heillegt er og endursmíða það sem er ónýtt.“ Vigdís segir lóðina á Bergstaðastræti 18 henta sérlega vel fyrir húsið sem sé 58 fermetrar að grunnfleti og samtals 156 fermetrar. Lóðin sé á forræði Minjaverndar sem hafi ekkert hús í hentugri stærð til að setja á lóðina. Því sé óskað eftir því við borgina, sem eigi stóran hlut í Minjavernd, að semja um að fá lóðina til sín. Minjavernd gæti þá til dæmis fengið lóð á Bergstaðastræti 31 í staðinn.Bergstaðastræti 18 er í höndum Minjaverndar sem Vigdis Hrefna Pálsdóttir segir ekki vera með hús í hentugri stærð fyrir lóðina.vísir/hannaÞá kemur fram að Örn hafi unnið að því undanfarin ár að gera upp gömul hús, meðal annars hús sem þau hjón hafi keypt við Bergstaðastræti 20 fyrir sex árum og fært í upprunalegt horf. Nú í sumar hafi Örn verið að gera upp hús á Bergstaðastræti 40 sem sé nánast alveg eins og húsið sem nú sé í Hvassahrauni.„Það er í hag borgarinnar og götunnar sjálfrar að fá fyrrum Bergstaðastræti 7 aftur í götumyndina á þessum stað,“ segir Vigdís Hrefna Pálsdóttir í bréfi til borgaryfirvalda.vísir/hanna„Vigdís er ritari Torfusamtakanna og áhugamanneskja um uppgerð, varðveislu og menningargildi gamalla húsa að ógleymdu aðdáandi Bergstaðastrætis sjálfs þar sem hún er fædd, uppalin og býr í dag,“ segir enn fremur í bréfi Vigdísar sem nú er til meðferðar hjá eigna- og atvinnuþróunarsviði Reykjavíkur. „Vonandi endar þetta hús við Bergstaðastræti. Það stóð hér í 65 ár og mér finnst það eiga heima hér,“ segir Vigdís við Fréttablaðið. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Erlent Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Innlent Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Erlent Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Innlent Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Erlent Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Innlent Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Staðfest að uppruni E.coli smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Sjá meira
„Gaman væri að færa götunni aftur týndan sauð, koma lóð sem hefur verið í órækt og óstandi um árabil í fallegt horf,“ segir Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona í bréfi til til borgaryfirvalda þar sem hún óskar eftir að fá lóð á Bergstaðastræti 18 undir gamalt hús sem nú stendur á Vatnsleysuströnd. Vigdís sendir bréfið jafnframt fyrir hönd eiginmanns síns, Arnar Úlfars Höskuldssonar húsasmiðs. Hún segir þau hjón hafa fest kaup á húsi sem byggt var 1902 á Bergstaðastræti 7 en flutt í Hvassahraun fyrir hálfri öld. Þau hafi keypt húsið og vilji færa það í upprunalega mynd. Þótt það líti ekki vel út sé margt mjög heillegt í því.Hérna má sjá mynd af húsinu en það stóð áður við Bergstaðarstræti 7.„Allt sem fólk sem elskar gömul hús heillast af er meira og minna heilt. Hlutir sem fást ekki keyptir úti í búð eða endurgerðir,“ útskýrir Vigdís í bréfi sínu. „Við hefðum ekki áhuga á að byggja við húsið heldur gera það upp í upprunalegri mynd, halda öllu sem heillegt er og endursmíða það sem er ónýtt.“ Vigdís segir lóðina á Bergstaðastræti 18 henta sérlega vel fyrir húsið sem sé 58 fermetrar að grunnfleti og samtals 156 fermetrar. Lóðin sé á forræði Minjaverndar sem hafi ekkert hús í hentugri stærð til að setja á lóðina. Því sé óskað eftir því við borgina, sem eigi stóran hlut í Minjavernd, að semja um að fá lóðina til sín. Minjavernd gæti þá til dæmis fengið lóð á Bergstaðastræti 31 í staðinn.Bergstaðastræti 18 er í höndum Minjaverndar sem Vigdis Hrefna Pálsdóttir segir ekki vera með hús í hentugri stærð fyrir lóðina.vísir/hannaÞá kemur fram að Örn hafi unnið að því undanfarin ár að gera upp gömul hús, meðal annars hús sem þau hjón hafi keypt við Bergstaðastræti 20 fyrir sex árum og fært í upprunalegt horf. Nú í sumar hafi Örn verið að gera upp hús á Bergstaðastræti 40 sem sé nánast alveg eins og húsið sem nú sé í Hvassahrauni.„Það er í hag borgarinnar og götunnar sjálfrar að fá fyrrum Bergstaðastræti 7 aftur í götumyndina á þessum stað,“ segir Vigdís Hrefna Pálsdóttir í bréfi til borgaryfirvalda.vísir/hanna„Vigdís er ritari Torfusamtakanna og áhugamanneskja um uppgerð, varðveislu og menningargildi gamalla húsa að ógleymdu aðdáandi Bergstaðastrætis sjálfs þar sem hún er fædd, uppalin og býr í dag,“ segir enn fremur í bréfi Vigdísar sem nú er til meðferðar hjá eigna- og atvinnuþróunarsviði Reykjavíkur. „Vonandi endar þetta hús við Bergstaðastræti. Það stóð hér í 65 ár og mér finnst það eiga heima hér,“ segir Vigdís við Fréttablaðið.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Erlent Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Innlent Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Erlent Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Innlent Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Erlent Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Innlent Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Staðfest að uppruni E.coli smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Sjá meira