Innlent

Handtekinn vegna hótana og líkamsárásar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögreglan fór á vettvang og var maðurinn handtekinn og vistaður í fangaklefa en samkvæmt tilkynningu lögreglu var maðurinn í nokkuð annarlegu ástandi.
Lögreglan fór á vettvang og var maðurinn handtekinn og vistaður í fangaklefa en samkvæmt tilkynningu lögreglu var maðurinn í nokkuð annarlegu ástandi. vísir/eyþór
Klukkan rúmlega hálfsjö í morgun var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna líkamárásar og hótana í íbúð í fjölbýlishúss í hverfi 105 í morgun. Var meintur gerandi, karlmaður, sagður vopnaður hnífi.

Lögreglan fór á vettvang og var maðurinn handtekinn og vistaður í fangaklefa en samkvæmt tilkynningu lögreglu var maðurinn í nokkuð annarlegu ástandi. Þegar hann var handtekinn var hann með meðferðis hníf og meint fíkniefni. Hnífum var ekki beitt gegn brotaþola en hann hlaut meðal annars áverka í andliti.

Rétt fyrir klukkan sex í morgun óskaði svo íbúi í miðborginni eftir aðstoð karlmanns sem var að valda ónæði með því að hringja dyrabjöllunni hjá viðkomandi. Þegar lögreglan kom á staðinn var maðurinn farinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×