Faðir Kolbrúnar var bandarískur hermaður: „Hringdi um leið og hann fékk bréfið frá mér“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. október 2017 07:00 Kolbrún í einni heimsókn sinni til Puerto Rico. Hún safnar nú fyrir hjálparstarfinu þar. Úr einkasafni „Ég er fædd og uppalin á Íslandi, mamma mín er íslensk en faðir minn er frá Puerto Rico. Ég kynntist honum samt ekki fyrr en ég var 14 ára, ég ólst upp hjá íslenskum fósturpabba sem ég kalla pabba svo ég átti mjög íslenskt uppeldi.“ Þrátt fyrir að Kolbrún Ýrr Rolandsdóttir hafi vitað af föður sínum í Bandaríkjunum alla sína ævi þá vissi hann ekki af henni fyrr en hún var táningur. „Ég vissi lítið um hann eða hans latin menningu. Samt valdi ég að æfa samkvæmisdansa og var þá í latin-dönsum. Þetta er kannski bara í genunum eða persónuleikanum. Ég sé það líka núna að litla frænka mín úti hreyfir sig í mjöðmunum aðeins eins árs gömul og er nánast að twerka á bleyjunni. Börnin þar dansa allt öðruvísi en íslensk börn strax frá því þau byrja að dilla sér.“Mörgum finnst twerk of kynferðislegtÁ dögunum var Kolbrún með twerk-dansnámskeið þegar hún var í heimsókn hér á landi. Kolbrún segir að íslendingum finnist mjaðmahreyfingarnar í twerki oft of kynferðislegar og ættu ekki að vera gerðar á almannafæri en í Bandaríkjunum sé stemningin bara allt önnur. „Þau þurfa ekki að drekka svona mikið til að geta tekið dansspor. Þarna úti twerkar fólk bara eins og við hérna heima stöndum í hring og einn fer í miðjuna að dansa. Fyrir þeim er þetta bara mjög eðlilegt og skemmtilegt. Þetta er ekki endilega kynferðislegt eins og fólk heldur. Auðvitað er allur dans að einhverju leyti svona til að tæla hitt kynið.“ Að hennar mati er twerkið mjög vanmetinn dans hér á landi. Kolbrúnu finnst skrítið að magadans og salsa hafi verið tekið með mun opnari hug hér á landi en twerkið. „Þetta eru líka mjaðmahreyfingar, bara í aðrar áttir,“ segir Kolbrún og hlær. Dans hefur alltaf verið stór hluti af lífi Kolbrúnar og eftir að hún hætti í samkvæmisdansi fór hún í jazzballett, nútímadans og salsa. Svo hefur hún sótt mikið af fjölbreyttum danstímum í New York.Kolbrún með Kára eiginmanni sínum í New YorkÚr einkasafniLíklegast ekki hugsað meira út í það „Mamma mín fór út sem au-pair í sex mánuði í Berlín meðan hún var ólétt af mér. Eftir að hún kom heim aftur sá hún föður minn en hafði ekki kjarkinn til þess að segja honum að hún væri ófrísk með hans barn. Hann brosti vingjarnlega til hennar og fór í bíl með öðru fólki áður en hún náði að ræða við hann um þetta.“ Á þessum tíma voru þau bæði rétt um tvítugt. „Hún vissi auðvitað að hann væri pabbi minn en það var svo mikil skriffinnska í kringum herinn að DNA prófs er krafist, orð móðurinnar nægir ekki.“ Kolbrún segir að á þessum tíma hafi verið mikið tabú í kringum þetta allt saman og bandarískum hermönnum sagt að þeir mættu helst ekki vera með íslenskum konum eða blanda sér of mikið inn í samfélagið. „Mamma hafði reynt að hafa samband við föður minn í gegnum herinn á sínum tíma en gekk illa að komast í gegnum þá stofnun. Þau hittust svo fyrir framan dómara rétt eftir að ég fæddist en hann fékk aldrei að heyra neitt meira svo hann hefur líklegast ekki hugsað mikið meira út í það hvort að ég væri dóttir hans.“ Kolbrún segir að hún hafi verið í barnabílstól á gólfinu hjá móður sinni en faðir sinn hafi ekki einu sinni kíkt í stólinn til þess að sjá hana. „Á þessum tíma var mamma búin að kynnast fósturpabba mínum sem ól mig upp alla ævi frá því ég var eins árs. Ég var því komin með föðurímynd sem vildi ganga mér í föðurstað fyrst faðir minn í Bandaríkjunum vildi ekki hafa samband við mig,“ Mæðgurnar fréttu það svo mörgum árum seinna að hann heyrði aldrei neitt meira frá hernum um dóttur sína.Kolbrún með móður sinni á ferðalagi í Puerto Rico.Úr einkasafniGrét þegar hann sá umslagið„Eftir að ég lærði ensku æfði ég mig að skrifa honum bréf. Ég átti heimilisfangið hans skrifað í bók. Þetta var gamalt lögheimili en enginn í fjölskyldunni átti heima þar lengur. Ég skrifaði bréf sem ég var nokkuð sátt með þegar ég var 13 ára. Ég gekk með bréfið á mér í einhvern tíma áður en ég sendi það. Það voru algjör örlög að hann fékk bréfið.“ Konan sem bar út póstinn þekkti fjölskyldunafnið og vissi hvar hann ætti heima og kom bréfinu til skila. Kolbrún segist verða henni ævinlega þakklát fyrir það. „Hann vissi um leið og hann sá umslagið að þetta væri frá barninu hans á Íslandi og sagðist hafa brostið í grát þegar hann sá umslagið. Áður en hann las bréfið vissi hann nákvæmlega hvað væri í gangi. Hann hringdi um leið og hann fékk bréfið. Kolbrún hélt fyrst að þetta væri símaat og skellti á. „Svo hringdi hann aftur og kynnti sig sem Rolando, ég man varla hvað við töluðum um en ég man þegar hann spurði hvort ég vildi tala við bróður minn. Mér fannst algjört æði að eiga systkini í Bandaríkjunum. Við vorum í sambandi og sumarið eftir fór ég í heimsókn í fyrsta sinn og sá strax að persónuleiki minn var í genunum því ég er alveg eins og þetta fólk. Pabbi minn er einn af 14 systkinum og flest þeirra búa í sama bænum, þetta er risastór fjölskylda.“Kolbrún með föður sínum og hálfsystkinum sínum Ronnie og Kouryn.Úr einkasafniHeilluð af Puerto RicoÞegar Kolbrún fór út að hitta föður sinn í fyrsta skipti í Cleveland Bandaríkjunum beið hennar óvænt uppákoma. „Ég hélt að ég væri að fara að hitta bara föður minn en hann á svo mörg systkini og þau mættu liggur við öll á völlinn að sækja mig. Það voru svona 50 manns að sækja mig með rósir og blöðrur. Pabbi er yngstur systkinanna og þau eiga öll börn og barnabörn svo ef þau halda saman jólaboð þarf að leigja sal.“ Afi og amma Kolbrúnar fluttu til Bandaríkjanna með börnin sín í leit að betra lífi og eignuðust þar fleiri börn sem flest öll búa enn í Cleveland. Faðir Kolbrúnar er fæddur í Bandaríkjunum en bjó í nokkur ár í Puerto Rico á unglingsárunum. Sjálf gæti hún hugsað sér að flytja þangað. „Algjörlega, ég væri farin á morgun ef ég gæti. Ég heimsótti Puerto Rico fyrst árið 2004 og hef farið nokkrum sinnum. Ég varð alveg heilluð.“ Kolbrún ákvað í menntaskóla að fara til Bandaríkjanna í skiptinám en þá hafði hún nú þegar verið tvö sumur þar. Í stað þess að dvelja hjá ókunnugum eins og flestir skiptinemar gera ákvað hún að búa hjá föður sínum. „Mamma mín sagði mér að það væri synd að ég færi til ókunnugrar fjölskyldu. Ég ætti frekar að nýta þetta tækifæri til þess að kynnast minni eigin fjölskyldu enn betur og búa með þeim.“Vann fyrir Sameinuðu þjóðirnarKolbrún er mikið fiðrildi og er dugleg að ferðast. Þegar hún var í ferðamálafræði í HÍ fór hún aftur út sem skiptinemi en í þetta skipti valdi hún að fara til Nýja Sjálands. Hún flutti svo til New York fyrir fjórum árum og hefur búið þar síðan. „Þegar ég kom fyrst til New York árið 2005 þá vissi ég að ég vildi búa þar, ég dýrka þessa borg. Ég fór hingað eitt sumar árið 2011 og þá ákvað ég að ég myndi flytja hingað einn daginn. Ég flutti út árið 2013 eftir að ég útskrifaðist og stefndi á að vera þar í ár. Svo fékk ég bara ótrúlega flotta vinnu hjá fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum.“ Hún skráði sig svo í nám með vinnu, í Fashion Institut of Technology þar sem hún lærði tískustjórnun. „Þetta voru tvö ár og þá var ég gjörsamlega búin á því. Í fullri vinnu, fullu námi og átti svo eftir að læra þegar ég kom heim tíu á kvöldin. Ég átti mér ekki líf og ég var bara í fríi á sunnudögum.“Með Ty Hunter stílista Beyonce á tískuvikunni í New YorkÚr einkasafniLangaði að hætta á hverjum degiÍ janúar á þessu ári hætti hún að vinna hjá Sameinuðu þjóðunum til þess að prófa að starfa við tísku. Hún sótti um starf sem aðstoðarmaður ritstjóra Cosmopolitan og fór í nokkur viðtöl og komst í lokahóp umsækjanda. Hún fékk ekki starfið en byrjaði þó að vinna innan tískubransans. „Ég ætlaði að upplifa drauminn minn og byrjaði að vinna hjá tískufyrirtæki. Það var alveg hræðilegt og mig langaði að hætta á hverjum degi. Ég vann hjá House of Lafayette. Ég vissi alveg að tískubransinn væri erfiður og þetta væri mikil vinna en þetta var ómannúðlegur stjórnunarstíll og hún öskraði á fólk alla daga. Þetta hefði flokkast undir andlegt ofbeldi á vinnustað.“ Kolbrún fékk að lokum nóg og sagði upp og er núna að vinna á veitingastað. Hún segir frábært að geta unnið í vaktavinnu og mætt á dansnámskeið og salsakvöld á milli vakta. „Ég er að vinna á íslenskum veitingastað sem opnaði í sumar sem heitir Icelandic Fish and Chips. Einn af eigendunum er íslensk kona sem ég kynntist þegar ég vann fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Það er ótrúlega gaman, ég var búin að vinna svo lengi á skrifstofu að ég var komin með mígreni og vöðvabólgu. Þarna er ég í essinu mínu, fæ að stjórna ungum krökkum og er í fyrsta skipti yfirmaður sem er ótrúlega gaman. Þarna eru ótrúlega mikið af skemmtilegu fólki og það er svo gaman að vera alltaf að tala um Ísland og íslenskan mat. Nú langar mig bara að einfalda líf mitt og njóta þess að vera til.“Kenndi heimilislausum börnum dansKolbrún hefur áður haldið dansnámskeið en í New York var hún með danskennslu í smá tíma. „Ég kenndi heimilislausum börnum dans í skýli fyrir heimilislausa í Harlem og það var alveg æðislegt. Mig langaði svo að gefa af mér, gera eitthvað fyrir samfélagið. Manni líður bara illa yfir því hvað er mikið af heimilislausu fólki þarna en ég á ekkert mikið. Ég gat ekki gefið pening en ég gat gefið tímann minn.“ Hún fékk þetta verkefni á vegum góðgerðarsamtaka í Harlem og segir hún að þetta hafi verið ótrúlega gefandi tími. „Það er ekkert gaman fyrir börnin að vera þarna lengi. Þau eru þar með mæðrum sínum en karlmenn fá ekki að búa í skýlinu. Þau voru ótrúlega dugleg og æðisleg, bestu börn sem ég hef kynnst. Þetta var virkilega gefandi.“Kolbrún útilokar ekki að flytja aftur til Íslands einn daginnKári Björn ÞorleifssonÆtlaði að kaupa hús á Puerto RicoHún sér þó ekki fyrir sér að flytja aftur til Íslands á næstunni. „Ekki í nánustu framtíð en kannski einhvern tíman. Ég og Kári Björn Þorleifsson maðurinn minn reynum að gera plan fyrir tvö eða þrjú ár fram í tímann. Við erum búin að ákveða að vera allavega næstu þrjú árin í New York.“ Kári á eitt ár eftir af ljósmyndanámi sínu í Parsons og langar að prófa að vinna í New York eftir það. „Ég hitti pabba minn og fjölskyldu mína hérna úti oft á ári. Ég er eiginlega mitt á milli þeirra og fjölskyldunnar á Íslandi sem er alveg frábært.“ Kolbrún og eiginmaður hennar hafa í tvö ár íhugað að kaupa sér hús á Puerto Rico og voru nálægt því að gera tilboð í eitt í júní á þessu ári. „Ég er samt ótrúlega fegin að ég gerði það ekki, því það hefði örugglega bara hrunið núna í þessum fellibyl.“Kenndi Íslendingum Twerk um síðustu helgiFöðurfjölskylda Kolbrúnar á Puerto Rico býr á svæði sem varð einstaklega illa úti úr fellibylnum Maríu. „Ég hef heyrt frá frænku minni sem sagði mér að allir væru heilir að húfi og þau ættu alveg mat. Vegirnir eru ónýtir, öll uppskera, trén og allt er ónýtt. Þau eru ekki með vatn, internet eða rafmagn og þurfa bara að borða dósamat.“ Það var þess vegna sem Kolbrún valdi að halda twerk námskeið og láta allan ágóðan renna til söfnunar fyrir Puerto Rico. „Þetta byrjaði þannig að vinkonur mínar báðu mig að kenna sér twerk.“ Hugmyndin rúllaði eins og snjóbolti og úr varð þessi viðburður. Kolbrún hefur undanfarin ár sótt tíma hjá meðal annars danshöfundum Beyoncé sem skartar gjarnan twerk dansstílnum í myndböndum sínum. „Allur hagnaðurinn rennur til söfnunarátaks fyrir Puerto Rico sem er að ganga í gegnum verstu náttúruhamfarir í 100 ár eftir fellibylinn Maríu. Allur ágóðinn sem safnaðist af þessum tíma mun fara í björgunaraðgerðir og góðgerðarsamtök sem eru að hjálpa til á eyjunni og gefa mat og vatn til þeirra sem hafa misst allt.“ Þeir sem ekki gátu mætt á Twerk námskeiðið geta lagt söfnuninni lið á reikningsnúmerið: 536-26-3597, kennitala: 120387-2439. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Erlent Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Erlent Staðfest að uppruni E.coli smitsins var hakk frá Kjarnafæði Innlent Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Innlent Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Erlent Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Innlent Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Staðfest að uppruni E.coli smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Sjá meira
„Ég er fædd og uppalin á Íslandi, mamma mín er íslensk en faðir minn er frá Puerto Rico. Ég kynntist honum samt ekki fyrr en ég var 14 ára, ég ólst upp hjá íslenskum fósturpabba sem ég kalla pabba svo ég átti mjög íslenskt uppeldi.“ Þrátt fyrir að Kolbrún Ýrr Rolandsdóttir hafi vitað af föður sínum í Bandaríkjunum alla sína ævi þá vissi hann ekki af henni fyrr en hún var táningur. „Ég vissi lítið um hann eða hans latin menningu. Samt valdi ég að æfa samkvæmisdansa og var þá í latin-dönsum. Þetta er kannski bara í genunum eða persónuleikanum. Ég sé það líka núna að litla frænka mín úti hreyfir sig í mjöðmunum aðeins eins árs gömul og er nánast að twerka á bleyjunni. Börnin þar dansa allt öðruvísi en íslensk börn strax frá því þau byrja að dilla sér.“Mörgum finnst twerk of kynferðislegtÁ dögunum var Kolbrún með twerk-dansnámskeið þegar hún var í heimsókn hér á landi. Kolbrún segir að íslendingum finnist mjaðmahreyfingarnar í twerki oft of kynferðislegar og ættu ekki að vera gerðar á almannafæri en í Bandaríkjunum sé stemningin bara allt önnur. „Þau þurfa ekki að drekka svona mikið til að geta tekið dansspor. Þarna úti twerkar fólk bara eins og við hérna heima stöndum í hring og einn fer í miðjuna að dansa. Fyrir þeim er þetta bara mjög eðlilegt og skemmtilegt. Þetta er ekki endilega kynferðislegt eins og fólk heldur. Auðvitað er allur dans að einhverju leyti svona til að tæla hitt kynið.“ Að hennar mati er twerkið mjög vanmetinn dans hér á landi. Kolbrúnu finnst skrítið að magadans og salsa hafi verið tekið með mun opnari hug hér á landi en twerkið. „Þetta eru líka mjaðmahreyfingar, bara í aðrar áttir,“ segir Kolbrún og hlær. Dans hefur alltaf verið stór hluti af lífi Kolbrúnar og eftir að hún hætti í samkvæmisdansi fór hún í jazzballett, nútímadans og salsa. Svo hefur hún sótt mikið af fjölbreyttum danstímum í New York.Kolbrún með Kára eiginmanni sínum í New YorkÚr einkasafniLíklegast ekki hugsað meira út í það „Mamma mín fór út sem au-pair í sex mánuði í Berlín meðan hún var ólétt af mér. Eftir að hún kom heim aftur sá hún föður minn en hafði ekki kjarkinn til þess að segja honum að hún væri ófrísk með hans barn. Hann brosti vingjarnlega til hennar og fór í bíl með öðru fólki áður en hún náði að ræða við hann um þetta.“ Á þessum tíma voru þau bæði rétt um tvítugt. „Hún vissi auðvitað að hann væri pabbi minn en það var svo mikil skriffinnska í kringum herinn að DNA prófs er krafist, orð móðurinnar nægir ekki.“ Kolbrún segir að á þessum tíma hafi verið mikið tabú í kringum þetta allt saman og bandarískum hermönnum sagt að þeir mættu helst ekki vera með íslenskum konum eða blanda sér of mikið inn í samfélagið. „Mamma hafði reynt að hafa samband við föður minn í gegnum herinn á sínum tíma en gekk illa að komast í gegnum þá stofnun. Þau hittust svo fyrir framan dómara rétt eftir að ég fæddist en hann fékk aldrei að heyra neitt meira svo hann hefur líklegast ekki hugsað mikið meira út í það hvort að ég væri dóttir hans.“ Kolbrún segir að hún hafi verið í barnabílstól á gólfinu hjá móður sinni en faðir sinn hafi ekki einu sinni kíkt í stólinn til þess að sjá hana. „Á þessum tíma var mamma búin að kynnast fósturpabba mínum sem ól mig upp alla ævi frá því ég var eins árs. Ég var því komin með föðurímynd sem vildi ganga mér í föðurstað fyrst faðir minn í Bandaríkjunum vildi ekki hafa samband við mig,“ Mæðgurnar fréttu það svo mörgum árum seinna að hann heyrði aldrei neitt meira frá hernum um dóttur sína.Kolbrún með móður sinni á ferðalagi í Puerto Rico.Úr einkasafniGrét þegar hann sá umslagið„Eftir að ég lærði ensku æfði ég mig að skrifa honum bréf. Ég átti heimilisfangið hans skrifað í bók. Þetta var gamalt lögheimili en enginn í fjölskyldunni átti heima þar lengur. Ég skrifaði bréf sem ég var nokkuð sátt með þegar ég var 13 ára. Ég gekk með bréfið á mér í einhvern tíma áður en ég sendi það. Það voru algjör örlög að hann fékk bréfið.“ Konan sem bar út póstinn þekkti fjölskyldunafnið og vissi hvar hann ætti heima og kom bréfinu til skila. Kolbrún segist verða henni ævinlega þakklát fyrir það. „Hann vissi um leið og hann sá umslagið að þetta væri frá barninu hans á Íslandi og sagðist hafa brostið í grát þegar hann sá umslagið. Áður en hann las bréfið vissi hann nákvæmlega hvað væri í gangi. Hann hringdi um leið og hann fékk bréfið. Kolbrún hélt fyrst að þetta væri símaat og skellti á. „Svo hringdi hann aftur og kynnti sig sem Rolando, ég man varla hvað við töluðum um en ég man þegar hann spurði hvort ég vildi tala við bróður minn. Mér fannst algjört æði að eiga systkini í Bandaríkjunum. Við vorum í sambandi og sumarið eftir fór ég í heimsókn í fyrsta sinn og sá strax að persónuleiki minn var í genunum því ég er alveg eins og þetta fólk. Pabbi minn er einn af 14 systkinum og flest þeirra búa í sama bænum, þetta er risastór fjölskylda.“Kolbrún með föður sínum og hálfsystkinum sínum Ronnie og Kouryn.Úr einkasafniHeilluð af Puerto RicoÞegar Kolbrún fór út að hitta föður sinn í fyrsta skipti í Cleveland Bandaríkjunum beið hennar óvænt uppákoma. „Ég hélt að ég væri að fara að hitta bara föður minn en hann á svo mörg systkini og þau mættu liggur við öll á völlinn að sækja mig. Það voru svona 50 manns að sækja mig með rósir og blöðrur. Pabbi er yngstur systkinanna og þau eiga öll börn og barnabörn svo ef þau halda saman jólaboð þarf að leigja sal.“ Afi og amma Kolbrúnar fluttu til Bandaríkjanna með börnin sín í leit að betra lífi og eignuðust þar fleiri börn sem flest öll búa enn í Cleveland. Faðir Kolbrúnar er fæddur í Bandaríkjunum en bjó í nokkur ár í Puerto Rico á unglingsárunum. Sjálf gæti hún hugsað sér að flytja þangað. „Algjörlega, ég væri farin á morgun ef ég gæti. Ég heimsótti Puerto Rico fyrst árið 2004 og hef farið nokkrum sinnum. Ég varð alveg heilluð.“ Kolbrún ákvað í menntaskóla að fara til Bandaríkjanna í skiptinám en þá hafði hún nú þegar verið tvö sumur þar. Í stað þess að dvelja hjá ókunnugum eins og flestir skiptinemar gera ákvað hún að búa hjá föður sínum. „Mamma mín sagði mér að það væri synd að ég færi til ókunnugrar fjölskyldu. Ég ætti frekar að nýta þetta tækifæri til þess að kynnast minni eigin fjölskyldu enn betur og búa með þeim.“Vann fyrir Sameinuðu þjóðirnarKolbrún er mikið fiðrildi og er dugleg að ferðast. Þegar hún var í ferðamálafræði í HÍ fór hún aftur út sem skiptinemi en í þetta skipti valdi hún að fara til Nýja Sjálands. Hún flutti svo til New York fyrir fjórum árum og hefur búið þar síðan. „Þegar ég kom fyrst til New York árið 2005 þá vissi ég að ég vildi búa þar, ég dýrka þessa borg. Ég fór hingað eitt sumar árið 2011 og þá ákvað ég að ég myndi flytja hingað einn daginn. Ég flutti út árið 2013 eftir að ég útskrifaðist og stefndi á að vera þar í ár. Svo fékk ég bara ótrúlega flotta vinnu hjá fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum.“ Hún skráði sig svo í nám með vinnu, í Fashion Institut of Technology þar sem hún lærði tískustjórnun. „Þetta voru tvö ár og þá var ég gjörsamlega búin á því. Í fullri vinnu, fullu námi og átti svo eftir að læra þegar ég kom heim tíu á kvöldin. Ég átti mér ekki líf og ég var bara í fríi á sunnudögum.“Með Ty Hunter stílista Beyonce á tískuvikunni í New YorkÚr einkasafniLangaði að hætta á hverjum degiÍ janúar á þessu ári hætti hún að vinna hjá Sameinuðu þjóðunum til þess að prófa að starfa við tísku. Hún sótti um starf sem aðstoðarmaður ritstjóra Cosmopolitan og fór í nokkur viðtöl og komst í lokahóp umsækjanda. Hún fékk ekki starfið en byrjaði þó að vinna innan tískubransans. „Ég ætlaði að upplifa drauminn minn og byrjaði að vinna hjá tískufyrirtæki. Það var alveg hræðilegt og mig langaði að hætta á hverjum degi. Ég vann hjá House of Lafayette. Ég vissi alveg að tískubransinn væri erfiður og þetta væri mikil vinna en þetta var ómannúðlegur stjórnunarstíll og hún öskraði á fólk alla daga. Þetta hefði flokkast undir andlegt ofbeldi á vinnustað.“ Kolbrún fékk að lokum nóg og sagði upp og er núna að vinna á veitingastað. Hún segir frábært að geta unnið í vaktavinnu og mætt á dansnámskeið og salsakvöld á milli vakta. „Ég er að vinna á íslenskum veitingastað sem opnaði í sumar sem heitir Icelandic Fish and Chips. Einn af eigendunum er íslensk kona sem ég kynntist þegar ég vann fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Það er ótrúlega gaman, ég var búin að vinna svo lengi á skrifstofu að ég var komin með mígreni og vöðvabólgu. Þarna er ég í essinu mínu, fæ að stjórna ungum krökkum og er í fyrsta skipti yfirmaður sem er ótrúlega gaman. Þarna eru ótrúlega mikið af skemmtilegu fólki og það er svo gaman að vera alltaf að tala um Ísland og íslenskan mat. Nú langar mig bara að einfalda líf mitt og njóta þess að vera til.“Kenndi heimilislausum börnum dansKolbrún hefur áður haldið dansnámskeið en í New York var hún með danskennslu í smá tíma. „Ég kenndi heimilislausum börnum dans í skýli fyrir heimilislausa í Harlem og það var alveg æðislegt. Mig langaði svo að gefa af mér, gera eitthvað fyrir samfélagið. Manni líður bara illa yfir því hvað er mikið af heimilislausu fólki þarna en ég á ekkert mikið. Ég gat ekki gefið pening en ég gat gefið tímann minn.“ Hún fékk þetta verkefni á vegum góðgerðarsamtaka í Harlem og segir hún að þetta hafi verið ótrúlega gefandi tími. „Það er ekkert gaman fyrir börnin að vera þarna lengi. Þau eru þar með mæðrum sínum en karlmenn fá ekki að búa í skýlinu. Þau voru ótrúlega dugleg og æðisleg, bestu börn sem ég hef kynnst. Þetta var virkilega gefandi.“Kolbrún útilokar ekki að flytja aftur til Íslands einn daginnKári Björn ÞorleifssonÆtlaði að kaupa hús á Puerto RicoHún sér þó ekki fyrir sér að flytja aftur til Íslands á næstunni. „Ekki í nánustu framtíð en kannski einhvern tíman. Ég og Kári Björn Þorleifsson maðurinn minn reynum að gera plan fyrir tvö eða þrjú ár fram í tímann. Við erum búin að ákveða að vera allavega næstu þrjú árin í New York.“ Kári á eitt ár eftir af ljósmyndanámi sínu í Parsons og langar að prófa að vinna í New York eftir það. „Ég hitti pabba minn og fjölskyldu mína hérna úti oft á ári. Ég er eiginlega mitt á milli þeirra og fjölskyldunnar á Íslandi sem er alveg frábært.“ Kolbrún og eiginmaður hennar hafa í tvö ár íhugað að kaupa sér hús á Puerto Rico og voru nálægt því að gera tilboð í eitt í júní á þessu ári. „Ég er samt ótrúlega fegin að ég gerði það ekki, því það hefði örugglega bara hrunið núna í þessum fellibyl.“Kenndi Íslendingum Twerk um síðustu helgiFöðurfjölskylda Kolbrúnar á Puerto Rico býr á svæði sem varð einstaklega illa úti úr fellibylnum Maríu. „Ég hef heyrt frá frænku minni sem sagði mér að allir væru heilir að húfi og þau ættu alveg mat. Vegirnir eru ónýtir, öll uppskera, trén og allt er ónýtt. Þau eru ekki með vatn, internet eða rafmagn og þurfa bara að borða dósamat.“ Það var þess vegna sem Kolbrún valdi að halda twerk námskeið og láta allan ágóðan renna til söfnunar fyrir Puerto Rico. „Þetta byrjaði þannig að vinkonur mínar báðu mig að kenna sér twerk.“ Hugmyndin rúllaði eins og snjóbolti og úr varð þessi viðburður. Kolbrún hefur undanfarin ár sótt tíma hjá meðal annars danshöfundum Beyoncé sem skartar gjarnan twerk dansstílnum í myndböndum sínum. „Allur hagnaðurinn rennur til söfnunarátaks fyrir Puerto Rico sem er að ganga í gegnum verstu náttúruhamfarir í 100 ár eftir fellibylinn Maríu. Allur ágóðinn sem safnaðist af þessum tíma mun fara í björgunaraðgerðir og góðgerðarsamtök sem eru að hjálpa til á eyjunni og gefa mat og vatn til þeirra sem hafa misst allt.“ Þeir sem ekki gátu mætt á Twerk námskeiðið geta lagt söfnuninni lið á reikningsnúmerið: 536-26-3597, kennitala: 120387-2439.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Erlent Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Erlent Staðfest að uppruni E.coli smitsins var hakk frá Kjarnafæði Innlent Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Innlent Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Erlent Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Innlent Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Staðfest að uppruni E.coli smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Sjá meira