Steindi sá bara svart eftir 17 km: „Sjónin fór eitthvað að flökta“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. ágúst 2017 19:00 Steindi og félagar fögnuðu ákaft þegar í mark var komið. Vísir/eyþór „Þetta var hrikalega erfitt, ég ætla bara að vera hreinskilinn með það,“ sagði Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hálfmaraþon Steinda í Reykjavíkurmaraþoninu vakti mikla athygli um helgina en hann hljóp 21,1 kílómeter án þess að hafa undirbúið sig mikið fyrir það. Steindi viðurkennir að hann hafi ekki mikið hlaupið áður en þrjóskan hafi hjálpað mikið til. „Ég æfi ekki, ég þarf nú að fara að gera það, það er nú eitthvað sem ég þarf að fara að taka mig á í. Það lengsta sem ég hafði hlaupið fyrir þetta voru sjö kílómetrar.“Brá rosalega Hann hljóp hálfmaraþonið með þremur slökkviliðsmönnum en allir söfnuðu þeir fyrir Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna. „Ég held að það sé þeim að þakka að ég náði þessu, þeir voru helvíti harðir og ráku á eftir mér allan tímann.“ Það voru tvö augnablik í hlaupinu sem voru Steinda einstaklega erfið. „Mér brá rosalega mikið þegar ég sá þriggja kílómetra skiltið af því að ég hélt að ég væri búinn að hlaupa í sjö, átta, allavega. Þá var ég farinn að stífna aðeins upp í kálfanum á vinstra fæti,“ segir Steindi sem lét krampann ekki stoppa sig og hljóp áfram. Á sautjánda kílómeter fór hlaupið svo að verða verulega erfitt fyrir Steinda. „Ég man eftir því að sjónin fór eitthvað að flökta,“ útskýrir Steindi. Hann sá bara allt svart í nokkrar sekúndur og brá svolítið við það.Gæti orðið árlegt Steindi haltrar enn eftir hlaupið og viðurkennir að hann finni vel fyrir því að hafa hlaupið á laugardaginn. „Ég er allur eiginlega bara í hakki ef ég á að vera hreinskilin. Ég er með harðsperrur úti um allt náttúrulega.“ Hann er samt tilbúinn til þess að hlaupa aftur í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir gott málefni „Ég fór að hugsa að það væri kannski gaman að taka einhver ný málefni og hafa þetta svona árlegt.“Viðtalið í Reykjavík Síðdegis má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Ætlar að láta jarða sig með medalíuna Steindi hljóp 21 kílómetra á tveimur klukkustundum, þrjátíu mínútum og fjörutíu sekúndum. 19. ágúst 2017 12:51 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Þetta var hrikalega erfitt, ég ætla bara að vera hreinskilinn með það,“ sagði Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hálfmaraþon Steinda í Reykjavíkurmaraþoninu vakti mikla athygli um helgina en hann hljóp 21,1 kílómeter án þess að hafa undirbúið sig mikið fyrir það. Steindi viðurkennir að hann hafi ekki mikið hlaupið áður en þrjóskan hafi hjálpað mikið til. „Ég æfi ekki, ég þarf nú að fara að gera það, það er nú eitthvað sem ég þarf að fara að taka mig á í. Það lengsta sem ég hafði hlaupið fyrir þetta voru sjö kílómetrar.“Brá rosalega Hann hljóp hálfmaraþonið með þremur slökkviliðsmönnum en allir söfnuðu þeir fyrir Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna. „Ég held að það sé þeim að þakka að ég náði þessu, þeir voru helvíti harðir og ráku á eftir mér allan tímann.“ Það voru tvö augnablik í hlaupinu sem voru Steinda einstaklega erfið. „Mér brá rosalega mikið þegar ég sá þriggja kílómetra skiltið af því að ég hélt að ég væri búinn að hlaupa í sjö, átta, allavega. Þá var ég farinn að stífna aðeins upp í kálfanum á vinstra fæti,“ segir Steindi sem lét krampann ekki stoppa sig og hljóp áfram. Á sautjánda kílómeter fór hlaupið svo að verða verulega erfitt fyrir Steinda. „Ég man eftir því að sjónin fór eitthvað að flökta,“ útskýrir Steindi. Hann sá bara allt svart í nokkrar sekúndur og brá svolítið við það.Gæti orðið árlegt Steindi haltrar enn eftir hlaupið og viðurkennir að hann finni vel fyrir því að hafa hlaupið á laugardaginn. „Ég er allur eiginlega bara í hakki ef ég á að vera hreinskilin. Ég er með harðsperrur úti um allt náttúrulega.“ Hann er samt tilbúinn til þess að hlaupa aftur í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir gott málefni „Ég fór að hugsa að það væri kannski gaman að taka einhver ný málefni og hafa þetta svona árlegt.“Viðtalið í Reykjavík Síðdegis má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Ætlar að láta jarða sig með medalíuna Steindi hljóp 21 kílómetra á tveimur klukkustundum, þrjátíu mínútum og fjörutíu sekúndum. 19. ágúst 2017 12:51 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Ætlar að láta jarða sig með medalíuna Steindi hljóp 21 kílómetra á tveimur klukkustundum, þrjátíu mínútum og fjörutíu sekúndum. 19. ágúst 2017 12:51