Gylfi kom af bekknum og Everton nældi í stig gegn Man. City Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. ágúst 2017 20:45 Gylfi kemur hér af bekknum. Klár í sinn fyrsta leik með Everton. vísir/getty Gylfi Þór Sigurðsson spilaði í kvöld sinn fyrsta leik fyrir Everton er liðið nældi í stig á útivelli gegn Man. City. Lokatölur þar 1-1. Það var auðvitað fyrrum leikmaður Man. Utd, Wayne Rooney, sem kom Everton yfir í leiknum á 35. mínútu. Stýrði boltanum þá laglega í markið af stuttu færi. Rooney að skora í öðrum leiknum í röð og þetta var líka 200. markið hans í ensku úrvalsdeildinni. Hann er annar maðurinn í sögunni sem nær því. Alan Shearer var fyrstur í 200 marka klúbbinn. Kyle Walker, varnarmaður Man. City, fékk tvö gul á lokamínútum fyrri hálfleiks. Hið síðara var afar harður dómur en City varð að spila síðari hálfleikinn manni færri. Er rúmur hálftími lifði leiks var komið að stóru stundinni. Gylfi Þór Sigurðsson kom inn af bekknum og spilaði sinn fyrsta leik fyrir Everton. Koeman setti hann út á vinstri kantinn. Manni færri var City-liðið mun sterkara. Skapaði sér fín færi en gekk illa að nýta þau. Everton lá til baka og reyndi að sækja hratt á oft á tíðum fámenna vörn City. Pressa City bar svo árangur átta mínútum fyrir leikslok. Boltinn barst þá til Raheem Sterling í teignum og hann negldi boltanum í netið. Glæsilegt mark. Tveimur mínútum fyrir leikslok fékk miðjumaður Everton, Morgan Schneiderlin, sitt annað gula spjald og þar með hið rauða. Aftur harður dómur. City var sterkara það sem eftir lifði en náði ekki inn sigurmarki. Gylfi fékk ekki úr miklu að moða. Tvær aukaspyrnur út á kanti og önnur þeirra fór á Rooney sem náði að skalla að marki. Annars fór lítið fyrir okkar manni í kvöld. Enski boltinn
Gylfi Þór Sigurðsson spilaði í kvöld sinn fyrsta leik fyrir Everton er liðið nældi í stig á útivelli gegn Man. City. Lokatölur þar 1-1. Það var auðvitað fyrrum leikmaður Man. Utd, Wayne Rooney, sem kom Everton yfir í leiknum á 35. mínútu. Stýrði boltanum þá laglega í markið af stuttu færi. Rooney að skora í öðrum leiknum í röð og þetta var líka 200. markið hans í ensku úrvalsdeildinni. Hann er annar maðurinn í sögunni sem nær því. Alan Shearer var fyrstur í 200 marka klúbbinn. Kyle Walker, varnarmaður Man. City, fékk tvö gul á lokamínútum fyrri hálfleiks. Hið síðara var afar harður dómur en City varð að spila síðari hálfleikinn manni færri. Er rúmur hálftími lifði leiks var komið að stóru stundinni. Gylfi Þór Sigurðsson kom inn af bekknum og spilaði sinn fyrsta leik fyrir Everton. Koeman setti hann út á vinstri kantinn. Manni færri var City-liðið mun sterkara. Skapaði sér fín færi en gekk illa að nýta þau. Everton lá til baka og reyndi að sækja hratt á oft á tíðum fámenna vörn City. Pressa City bar svo árangur átta mínútum fyrir leikslok. Boltinn barst þá til Raheem Sterling í teignum og hann negldi boltanum í netið. Glæsilegt mark. Tveimur mínútum fyrir leikslok fékk miðjumaður Everton, Morgan Schneiderlin, sitt annað gula spjald og þar með hið rauða. Aftur harður dómur. City var sterkara það sem eftir lifði en náði ekki inn sigurmarki. Gylfi fékk ekki úr miklu að moða. Tvær aukaspyrnur út á kanti og önnur þeirra fór á Rooney sem náði að skalla að marki. Annars fór lítið fyrir okkar manni í kvöld.