Kærasti Ólafíu bar kylfur annarrar stelpu: „Þetta var svolítið skrítinn dagur“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. júlí 2017 21:47 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði vel um helgina. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sínum næstbesta árangri á LPGA-mótaröðinni í golfi í dag þegar hún hafnaði jöfn öðrum í 36. sæti á Thornberry Creek Classic-mótinu í Wisconsin. Hún lauk leik í dag á pari í dag eftir að vera mest ellefu höggum undir pari en í heildina spilaði hún á tíu höggum undir pari. Það var slæmur kafli á 4.-7. holu sem fór aðeins með Ólafíu en þar fékk hún þrjá skolla. „Ég var að spila mjög vel en ég datt aðeins úr sambandi við pútterinn minn í smá tíma. Ég missti þrjú meters pútt sem er mjög pirrandi. Annars var ég bara að slá mjög vel og gera allt nokkuð vel,“ segir Ólafía Þórunn en lokahringurinn var að mörgu leyti mjög sérstakur fyrir íslenska kylfinginn. „Þetta var svolítið skrítinn dagur. Kylfuberi stelpunnar sem ég var að spila með veiktist og Thomas [kærasti Ólafíu] fór að bera kylfurnar hennar. Þetta var mikil ringulreið.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Ólafía kemst á tíu högg undir par í heildarskor síðan hún hóf leik á LPGA-mótaröðinni. „Það er ákveðinn tindur að komast upp á að ná tveggja stafa tölu á LPGA-mótaröðinni. Ég er bara mjög stolt af því. Vonandi held ég áfram svona,“ segir Ólafía, en hvað tekur nú við? „Ég er orðin smá lúin núna. Eins og ég segi er þetta búið að vera skrítið mót. Það voru tafir vegna veðurs og ég byrjaði fjórum sinnum á síðustu tveimur dögunum. Ég er smá þreytt þannig ég tek mér pásu í einn til tvo daga en ætla svo að koma sterk aftur til leiks,“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Golf Tengdar fréttir Kirk vann þriðja LPGA mótið - Ólafía í 36. - 44 sæti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk leik á Thornberry Creek Classic mótinu á LPGA mótaröðinni í golfi í kvöld. 9. júlí 2017 21:08 Leik flýtt hjá Ólafíu vegna veðurs Hefur leik klukkan 14.39 í dag. Ólafía er í 15.-22. sæti eftir frábæra spilamennsku til þessa. 9. júlí 2017 08:23 Ólafía kláraði á tíu undir pari eftir skrautlegan lokadag Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fékk fjóra fugla og fjóra skolla á lokahringnum í Wisconsin. 9. júlí 2017 19:45 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sínum næstbesta árangri á LPGA-mótaröðinni í golfi í dag þegar hún hafnaði jöfn öðrum í 36. sæti á Thornberry Creek Classic-mótinu í Wisconsin. Hún lauk leik í dag á pari í dag eftir að vera mest ellefu höggum undir pari en í heildina spilaði hún á tíu höggum undir pari. Það var slæmur kafli á 4.-7. holu sem fór aðeins með Ólafíu en þar fékk hún þrjá skolla. „Ég var að spila mjög vel en ég datt aðeins úr sambandi við pútterinn minn í smá tíma. Ég missti þrjú meters pútt sem er mjög pirrandi. Annars var ég bara að slá mjög vel og gera allt nokkuð vel,“ segir Ólafía Þórunn en lokahringurinn var að mörgu leyti mjög sérstakur fyrir íslenska kylfinginn. „Þetta var svolítið skrítinn dagur. Kylfuberi stelpunnar sem ég var að spila með veiktist og Thomas [kærasti Ólafíu] fór að bera kylfurnar hennar. Þetta var mikil ringulreið.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Ólafía kemst á tíu högg undir par í heildarskor síðan hún hóf leik á LPGA-mótaröðinni. „Það er ákveðinn tindur að komast upp á að ná tveggja stafa tölu á LPGA-mótaröðinni. Ég er bara mjög stolt af því. Vonandi held ég áfram svona,“ segir Ólafía, en hvað tekur nú við? „Ég er orðin smá lúin núna. Eins og ég segi er þetta búið að vera skrítið mót. Það voru tafir vegna veðurs og ég byrjaði fjórum sinnum á síðustu tveimur dögunum. Ég er smá þreytt þannig ég tek mér pásu í einn til tvo daga en ætla svo að koma sterk aftur til leiks,“ segir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Golf Tengdar fréttir Kirk vann þriðja LPGA mótið - Ólafía í 36. - 44 sæti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk leik á Thornberry Creek Classic mótinu á LPGA mótaröðinni í golfi í kvöld. 9. júlí 2017 21:08 Leik flýtt hjá Ólafíu vegna veðurs Hefur leik klukkan 14.39 í dag. Ólafía er í 15.-22. sæti eftir frábæra spilamennsku til þessa. 9. júlí 2017 08:23 Ólafía kláraði á tíu undir pari eftir skrautlegan lokadag Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fékk fjóra fugla og fjóra skolla á lokahringnum í Wisconsin. 9. júlí 2017 19:45 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Kirk vann þriðja LPGA mótið - Ólafía í 36. - 44 sæti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk leik á Thornberry Creek Classic mótinu á LPGA mótaröðinni í golfi í kvöld. 9. júlí 2017 21:08
Leik flýtt hjá Ólafíu vegna veðurs Hefur leik klukkan 14.39 í dag. Ólafía er í 15.-22. sæti eftir frábæra spilamennsku til þessa. 9. júlí 2017 08:23
Ólafía kláraði á tíu undir pari eftir skrautlegan lokadag Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fékk fjóra fugla og fjóra skolla á lokahringnum í Wisconsin. 9. júlí 2017 19:45