Hnúkaþeyr gæti aukið bráðnun á suðurskautinu Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2017 17:00 Mikil sprunga hefur myndast í Larsen C-íshelluna á Suðurskautslandinu. Vísir/EPA Vísindamenn sem hafa rannsakað austurhluta íshellunnar á Suðurskautslandinu telja að bráðnun hennar hafi líklega verið verulega vanmetin undanfarin ár. Ekki hafi verið tekið nægilegt tillit til hlýs vinds sem blæs niður af fjöllum þar. Íshellan á austurhluta Suðurskautslandsins bráðnar nú líkt og annars staðar með hlýnun jarðar. Óttast vísindamenn jafnvel að allt að 5.000 ferkílómetra stór hluti íshellunnar brotni af henni bráðlega en þeir hafa fylgst með sprungu í henni stækka undanfarið. Ný rannsókn á vindafari á austurhluta Suðurskautslandsins bendir til þess að svonefndur hnúkaþeyr gæti aukið á bráðnun íshellunnar. Hún sé meiri en vísindamenn hafi talið fram að þessu, að því er kemur fram í fréttaskýringu breska ríkisútvarpsins BBC.Bráðunin hefst fyrr með hlýjum vindinumHnúkaþeyr er fyrirbrigði sem á sér stað víða um heim þar sem fjallgarðar verða á vegi vinda. Raki í loftinu gerir það að verkum að þegar loftið hefur risið yfir fjallgarðinn og þornað þá verður það umtalsvert hlýrra hlémegin en áveðurs. Vestlægir staðvindar ríkja á nyrsta skaga Suðurskautslandsins. Þegar loftið hefur risið yfir fjöllin og kemur aftur niður hlémegin þeirra er loftið fimm til tíu gráðum hlýrra en hinu megin. „Ef við tökum vorið til dæmis þá er loftið yfir íshellunni yfirleitt í kringum mínus fjórtán stig en í hnúkaþeynum er það yfir frostmarki,“ segir Jenny Turton frá Bresku suðurskautsrannsóknastofnuninni við BBC.Þegar vindar ferðast yfir há fjöll eins og á Suðurskautslandinu getur loftið orðið umtalsvert hlýrra þegar það kemur niður hlémegin en þegar það reis upp.Vísir/EPAAustan við fjöllin eykur þessi hlýi vindur því bráðnunina sem á sér þegar stað. Rannsóknin nú er sú fyrsta þar sem reynt er að áætla hversu algengir þessir vindar eru. Niðurstaðan bendir til þess að þeir séu mun tíðari en talið var og áhrifa þeirra gæti mun sunnar á heimsálfunni. Hnúkaþeyrinn veldur því að bráðnunin yfir vormánuðina getur verið jafnmikil og yfir sumarið. „Það skiptir sköpum vegna þess að það lætur bráðunina hefjast fyrr. Við búumst við bráðnun í janúar/febrúar [sumarmánuðum á suðurhveli jarðar] en við sjáum hana stundum líka í september/október þegar hnúkaþeyr er sérstaklega algengur,“ segir Turton. Tengdar fréttir Aldrei minna af hafís við suðurheimskautið Það eru ekki meira en þrjú ár síðan að aldrei hafði mælst meiri ís á sjálfu Suðurskautslandinu og var sú staðreynd oft notuð af efasemdarmönnum um loftlagsbreytingar sem sönnun fyrir því að þær væru ekki raunverulegar. 16. febrúar 2017 23:30 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Vísindamenn sem hafa rannsakað austurhluta íshellunnar á Suðurskautslandinu telja að bráðnun hennar hafi líklega verið verulega vanmetin undanfarin ár. Ekki hafi verið tekið nægilegt tillit til hlýs vinds sem blæs niður af fjöllum þar. Íshellan á austurhluta Suðurskautslandsins bráðnar nú líkt og annars staðar með hlýnun jarðar. Óttast vísindamenn jafnvel að allt að 5.000 ferkílómetra stór hluti íshellunnar brotni af henni bráðlega en þeir hafa fylgst með sprungu í henni stækka undanfarið. Ný rannsókn á vindafari á austurhluta Suðurskautslandsins bendir til þess að svonefndur hnúkaþeyr gæti aukið á bráðnun íshellunnar. Hún sé meiri en vísindamenn hafi talið fram að þessu, að því er kemur fram í fréttaskýringu breska ríkisútvarpsins BBC.Bráðunin hefst fyrr með hlýjum vindinumHnúkaþeyr er fyrirbrigði sem á sér stað víða um heim þar sem fjallgarðar verða á vegi vinda. Raki í loftinu gerir það að verkum að þegar loftið hefur risið yfir fjallgarðinn og þornað þá verður það umtalsvert hlýrra hlémegin en áveðurs. Vestlægir staðvindar ríkja á nyrsta skaga Suðurskautslandsins. Þegar loftið hefur risið yfir fjöllin og kemur aftur niður hlémegin þeirra er loftið fimm til tíu gráðum hlýrra en hinu megin. „Ef við tökum vorið til dæmis þá er loftið yfir íshellunni yfirleitt í kringum mínus fjórtán stig en í hnúkaþeynum er það yfir frostmarki,“ segir Jenny Turton frá Bresku suðurskautsrannsóknastofnuninni við BBC.Þegar vindar ferðast yfir há fjöll eins og á Suðurskautslandinu getur loftið orðið umtalsvert hlýrra þegar það kemur niður hlémegin en þegar það reis upp.Vísir/EPAAustan við fjöllin eykur þessi hlýi vindur því bráðnunina sem á sér þegar stað. Rannsóknin nú er sú fyrsta þar sem reynt er að áætla hversu algengir þessir vindar eru. Niðurstaðan bendir til þess að þeir séu mun tíðari en talið var og áhrifa þeirra gæti mun sunnar á heimsálfunni. Hnúkaþeyrinn veldur því að bráðnunin yfir vormánuðina getur verið jafnmikil og yfir sumarið. „Það skiptir sköpum vegna þess að það lætur bráðunina hefjast fyrr. Við búumst við bráðnun í janúar/febrúar [sumarmánuðum á suðurhveli jarðar] en við sjáum hana stundum líka í september/október þegar hnúkaþeyr er sérstaklega algengur,“ segir Turton.
Tengdar fréttir Aldrei minna af hafís við suðurheimskautið Það eru ekki meira en þrjú ár síðan að aldrei hafði mælst meiri ís á sjálfu Suðurskautslandinu og var sú staðreynd oft notuð af efasemdarmönnum um loftlagsbreytingar sem sönnun fyrir því að þær væru ekki raunverulegar. 16. febrúar 2017 23:30 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Aldrei minna af hafís við suðurheimskautið Það eru ekki meira en þrjú ár síðan að aldrei hafði mælst meiri ís á sjálfu Suðurskautslandinu og var sú staðreynd oft notuð af efasemdarmönnum um loftlagsbreytingar sem sönnun fyrir því að þær væru ekki raunverulegar. 16. febrúar 2017 23:30