Enski boltinn

Rauða spjaldið á Feghouli dregið til baka

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tæklingin sem Feghouli var rekinn af velli fyrir.
Tæklingin sem Feghouli var rekinn af velli fyrir. vísir/getty
Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að draga rauða spjaldið sem Sofiane Feghouli fékk í leik West Ham og Man. Utd til baka.

Það var mikið áfall fyrir West Ham er Mike Dean rak Feghouli af velli eftir aðeins stundarfjórðungsleik. Það var á brattann að sækja í kjölfarið og West Ham tapaði að lokum, 2-0.

Endursýningar sýndu að þessi dómur Dean var glórulaus og enska knattspyrnusambandið hefur nú viðurkennt það.

Feghouli getur því spilað með Hömrunum gegn Man. City í enska bikarnum á föstudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×