Innlent

Klára jólin með afgöngum í Kjós

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Jólasveinninn mætir á þrettándagleði í Kjós.
Jólasveinninn mætir á þrettándagleði í Kjós. vísir/vilhelm
Það stefnir í lágmarksmatarsóun í Kjós þessi jólin ef gestir í væntanlegri þrettánda­gleði í Félagsgarði hlýða kalli hátíðarhaldara.

„Gestir eru vinsamlegast beðnir um að koma með jólamatarafganga til að setja á sameiginlegt veisluborð en oft hefur verið mikið um dýrðir á þrettándanum. Þá á að ljúka við allan jólamat og drykk,“ segir í tilkynningu um gleðskapinn á kjós.is.

„Fyrst verður gengið í kringum jólatréð, sungið og síðasti jólasveinninn kemur og kveður með tilheyrandi. Eftir það verður kveikt í brennunni og síðan verður boðið upp á heitt súkkulaði og kaffi,“ segir áfram um viðburðinn og fólk hvatt til að koma í búningum, til dæmis sem álfakóngar, drottningar, púkar eða vættir.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×