Erlent

Segir af sér vegna ótta um líf sitt

Þórdís Valsdóttir skrifar
Saad al-Hariri hefur gegnt embætti forsætisráðherra Líbanon frá því í nóvember á síðasta ári.
Saad al-Hariri hefur gegnt embætti forsætisráðherra Líbanon frá því í nóvember á síðasta ári. Vísir/getty
Forsætisráðherra Líbanon, Saad al-Hariri hefur sagt af sér, af ótta um að vera ráðinn af dögum. 

Í sjónvarpsviðtali sagðist al-Hariri óttast um líf sitt. Faðir hans, fyrrum forsætisráðherran Rafik al-Hariri var myrtur árið 2005. 

Hariri hefur gegnt embætti forsætisráðherra í Líbanon frá því í nóvember á síðasta ári en hann gegndi sama embætti á árunum 2009 til 2011. Þegar hann tók við embætti á síðasta ári lofaði hann íbúum landsins nýju skeiði í sögu Líbanon eftir að landið hafði verið í pólitískri sjáfheldu í tvö ár á undan.

„Við lifum við svipað árferði og ríkti áður en píslarvotturinn Rafik al-Hariri var ráðinn af dögum,“ sagði Hariri í sjónvarpsútsendingunni sem var í beinni frá Riyadh, höfuðborg Sádí-Arabíu.

Hariri gagnrýndi Íran harðlega í ræðu sinni og sagði ríkið stuðla að hræðslu og eyðileggingu í nokkrum löndum, þar á meðal í Líbanon. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×