Hvíta húsið reynir að gera lítið úr meiriháttar loftslagsskýrslu Kjartan Kjartansson skrifar 4. nóvember 2017 11:06 Loftslagsskýrslan fjallar meðal annars um áhrif loftslagsbreytinga á Bandaríkin. Vísir/AFP Talsmenn Hvíta hússins hafa gripið til hefðbundins fyrirsláttar þeirra sem afneita loftslagsvísindum til þess að gera lítið úr niðurstöðum yfirgripsmikillar skýrslu um loftslagsbreytingar sem þrettán alríkisstofnanir tóku saman og birt var í gær. Vísa þeir þannig til þess að „loftslagið sé alltaf að breytast“. Skýrslan sem gerð var opinber í gær er afrakstur vinnu vísindamanna og sérfræðinga við stofnanir bandarísku alríkisstjórnarinnar en niðurstöður hennar ganga þvert á fullyrðingar Donalds Trump forseta og margra liðsmanna ríkisstjórnar hans um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga. Þó að ríkisstjórn Trump hafi leyft birtingu skýrslunnar hafa talsmenn Hvíta hússins reynt að gera sem minnst úr niðurstöðum hennar um að menn beri ábyrgð á hnattrænni hlýnun með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum.Sjá einnig:Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump „Loftslagið hefur breyst og er alltaf að breytast,“ sagði í yfirlýsingu sem það sendi hjá sér. Sú mantra hefur verið vinsælt viðkvæði þeirra sem hafna niðurstöðum vísindamanna um orsakir loftslagsbreytinga. Þá rangtúlkaði Hvíta húsið mat skýrsluhöfunda á óvissu um niðurstöðurnar. Raj Shah, einn talsmanna Hvíta hússins, sagði þannig að óvissa ríkti um hversu viðkvæmt loftslag jarðar væri fyrir losun gróðurhúsalofttegunda, að því er segir í frétt BBC. Óvissan er hins vegar um hversu mikil hlýnun hefst af tiltekinni losun gróðurhúsalofttegunda en ekki hvort að hlýnunin muni eiga sér stað.Ítrekar niðurstöður um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytingaWashington Post segir að skýrslan gæti torveldað stjórn Trump að afnema loftslagsaðgerðir sem samþykktar voru í forsetatíð Baracks Obama. Hún renni nýjum og sterkari stoðum undir niðurstöðu Umhverfisstofnunarinnar um að hún þurfi að semja reglur um losun koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda sem var grundvöllur áætlunar Obama um að takmarka losun frá orkuverum í Bandaríkjunum og var hryggjarstykkið í loftslagsaðgerðum stjórnar hans. Staðhæfing Hvíta hússins og þeirra sem afneita loftslagsvísindum um að loftslag jarðar hafi breyst áður er rétt en loftslagsbreytingar hafa átt sér stað margoft í gegnum jarðsöguna. Það segir hins vegar ekkert um orsakir þeirra loftslagsbreytinga sem nú eiga sér stað. Niðurstaða vísindamanna af fjölda ólíkra fræðisviði eftir viðamiklar ahuganar af fjölbreyttum toga er að menn valdi hnattrænni hlýnun með losun á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Í skýrslu alríkisstofnannana þrettán er þetta staðfest enn og aftur. Þar segir ennfremur að engin önnur sannfærandi skýring sé til staðar. Þar er einnig varað við afleiðingum loftslagsbreytinga, þar á meðal hækkandi yfirborð sjávar og rísandi meðalhiti jarðar með auknum veðuröfgum. Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslagsbreytingar munu hrekja tugi milljóna manna á flótta Þegar svæði Afríku verða harðbýlari af völdum loftslagsbreytinga á næstu áratugum spá sérfræðingar að tugir milljóna manna muni streyma yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. 3. nóvember 2017 10:17 Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Talsmenn Hvíta hússins hafa gripið til hefðbundins fyrirsláttar þeirra sem afneita loftslagsvísindum til þess að gera lítið úr niðurstöðum yfirgripsmikillar skýrslu um loftslagsbreytingar sem þrettán alríkisstofnanir tóku saman og birt var í gær. Vísa þeir þannig til þess að „loftslagið sé alltaf að breytast“. Skýrslan sem gerð var opinber í gær er afrakstur vinnu vísindamanna og sérfræðinga við stofnanir bandarísku alríkisstjórnarinnar en niðurstöður hennar ganga þvert á fullyrðingar Donalds Trump forseta og margra liðsmanna ríkisstjórnar hans um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga. Þó að ríkisstjórn Trump hafi leyft birtingu skýrslunnar hafa talsmenn Hvíta hússins reynt að gera sem minnst úr niðurstöðum hennar um að menn beri ábyrgð á hnattrænni hlýnun með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum.Sjá einnig:Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump „Loftslagið hefur breyst og er alltaf að breytast,“ sagði í yfirlýsingu sem það sendi hjá sér. Sú mantra hefur verið vinsælt viðkvæði þeirra sem hafna niðurstöðum vísindamanna um orsakir loftslagsbreytinga. Þá rangtúlkaði Hvíta húsið mat skýrsluhöfunda á óvissu um niðurstöðurnar. Raj Shah, einn talsmanna Hvíta hússins, sagði þannig að óvissa ríkti um hversu viðkvæmt loftslag jarðar væri fyrir losun gróðurhúsalofttegunda, að því er segir í frétt BBC. Óvissan er hins vegar um hversu mikil hlýnun hefst af tiltekinni losun gróðurhúsalofttegunda en ekki hvort að hlýnunin muni eiga sér stað.Ítrekar niðurstöður um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytingaWashington Post segir að skýrslan gæti torveldað stjórn Trump að afnema loftslagsaðgerðir sem samþykktar voru í forsetatíð Baracks Obama. Hún renni nýjum og sterkari stoðum undir niðurstöðu Umhverfisstofnunarinnar um að hún þurfi að semja reglur um losun koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda sem var grundvöllur áætlunar Obama um að takmarka losun frá orkuverum í Bandaríkjunum og var hryggjarstykkið í loftslagsaðgerðum stjórnar hans. Staðhæfing Hvíta hússins og þeirra sem afneita loftslagsvísindum um að loftslag jarðar hafi breyst áður er rétt en loftslagsbreytingar hafa átt sér stað margoft í gegnum jarðsöguna. Það segir hins vegar ekkert um orsakir þeirra loftslagsbreytinga sem nú eiga sér stað. Niðurstaða vísindamanna af fjölda ólíkra fræðisviði eftir viðamiklar ahuganar af fjölbreyttum toga er að menn valdi hnattrænni hlýnun með losun á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Í skýrslu alríkisstofnannana þrettán er þetta staðfest enn og aftur. Þar segir ennfremur að engin önnur sannfærandi skýring sé til staðar. Þar er einnig varað við afleiðingum loftslagsbreytinga, þar á meðal hækkandi yfirborð sjávar og rísandi meðalhiti jarðar með auknum veðuröfgum.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslagsbreytingar munu hrekja tugi milljóna manna á flótta Þegar svæði Afríku verða harðbýlari af völdum loftslagsbreytinga á næstu áratugum spá sérfræðingar að tugir milljóna manna muni streyma yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. 3. nóvember 2017 10:17 Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Loftslagsbreytingar munu hrekja tugi milljóna manna á flótta Þegar svæði Afríku verða harðbýlari af völdum loftslagsbreytinga á næstu áratugum spá sérfræðingar að tugir milljóna manna muni streyma yfir Miðjarðarhafið til Evrópu. 3. nóvember 2017 10:17
Fulltrúar Trump ætla að tala upp jarðefnaeldsneyti á loftslagsfundi SÞ Meginorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar verður lausnin á loftslagsvánni í kynningu bandarísku sendinefndarinnar á loftslagsfundi SÞ í Þýskalandi í næstu viku. 3. nóvember 2017 10:58