Magnús í sex mánaða nálgunarbann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. ágúst 2017 15:15 Hanna Kristín þakkar samfélaginu og lögmanni sínum fyrir að lögreglan samþykkti nálgunarbannið. Hanna Kristín Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákvarðað að Magnús Jónsson megi hvorki nálgast né hafa samband við fyrrverandi sambýliskonu sína, Hönnu Kristínu Skaftadóttur, í sex mánuði. Lögreglan hafði þann 26. júlí síðastliðinn synjað beiðni Hönnu Kristínar um að Magnús skyldi sæta nálgunarbanni en Hanna kærði þá ákvörðun til ríkissaksóknara. Sú kæra fellur nú niður þar sem lögreglan rannsakaði málið frekar og tók afstöðu til þess á ný. Samkvæmt upplýsingum frá Arnari Þór Stefánssyni, lögmanni Hönnu Kristínar, var nálgunarbannið samþykkt síðastliðinn föstudag. Það er sex mánaða langt og felst í því bann við því að nálgast Hönnu Kristínu sem og bann við öllum samskiptum við hana, hvort sem er í gegnum síma, samfélagsmiðla eða textaskilaboð. Arnar Þór segir að Héraðsdómur Reykjavíkur muni á morgun taka afstöðu til ákvörðunar lögreglustjórans og annað hvort staðfesta eða synja henni.Hefur kært Magnús fyrir heimilisofbeldi bæði á Íslandi og í BandaríkjunumFacebook-færsla Hönnu Kristínar vakti mikla athygli í liðinni viku en þar spurði hún hvað þyrfti til að hún fengi nálgunarbann á Magnús. Hanna hefur kært Magnús fyrir heimilisofbeldi, bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Fjallað hefur verið um mál þeirra í íslenskum fjölmiðlum, nú síðast í sumar þegar Magnús bar fyrir sig fjárhagsvanda hjá bandarískum dómstólum þar sem hann var sóttur til saka fyrir fyrrnefnt heimilisofbeldi. Þá birti Hanna myndir af áverkum sem hann hafði veitt henni. Í Facebook-færslu sinni sagði Hanna Kristín Magnús sitja um sig og að hann setti sig í samband við hana hvenær sem er sólarhringsins. Þá komi hann að heimili hennar til að athuga hvort hún væri heima og sagði Hanna að áreitinu linnti aldrei. Magnús er enn til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum á Íslandi fyrir brot gegn Hönnu en ekki hefur verið gefin út ákæra. Máli hans í Bandaríkjunum lauk með svokölluðu „plea bargain,“ það er samkomulagi þar sem hann gekkst undir viðurlög í Texas. Um er að ræða eiginlegan skilorðsbundinn ákærufrest þar sem ekkert er gert í bili en brjóti Magnús aftur af sér innan ákveðins tíma verður mál hans tekið upp að nýju.Magnús Jónsson, fyrrverandi forstjóri Atorku, hefur verið kærður fyrir heimilisofbeldi á Íslandi og í Bandaríkjunum.Vísir/HörðurSegir ákvörðun lögreglustjórans koma sér á óvart Í samtali við Vísi segir Magnús að ákvörðun lögreglustjórans komi sér verulega á óvart. Hann og Hanna hafi átt í „vingjarnlegum og góðum samskiptum allt þar til síðastliðinn þriðjudag eða miðvikudag.“ „Ef samskiptasagan er skoðuð aftur í tímann þá sést að við eigum í löngum og miklum samskiptum og það var allt í góðu á milli okkar þar til ekki fyrir löngu síðan. Þetta er hið sorglegasta mál,“ segir Magnús og bætir við að þegar hann hafi farið í sumarbústað eina helgi í júní hafi hann verið með 30 ólesin skilaboð og 20 ósvöruð símtöl frá Hönnu. Krafa lögreglustjórans um nálgunarbannið verður eins og áður segir tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Lögreglumál Tengdar fréttir Ber fyrir sig fjárhagsvanda hjá bandarískum dómstólum Magnús Jónsson sætir kæru hjá lögregluyfirvöldum í Texas og á Íslandi fyrir heimilisofbeldi. 30. maí 2017 10:30 Spyr hvað þurfi til að fá nálgunarbann gegn Magnúsi „Er ekki nóg að ég hafi lagt fram kærur í nokkrum liðum um líkamlegt ofbeldi? Að það sé til áverkavottorð af líkamsáverkum mínum, nokkur?“ 24. ágúst 2017 09:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákvarðað að Magnús Jónsson megi hvorki nálgast né hafa samband við fyrrverandi sambýliskonu sína, Hönnu Kristínu Skaftadóttur, í sex mánuði. Lögreglan hafði þann 26. júlí síðastliðinn synjað beiðni Hönnu Kristínar um að Magnús skyldi sæta nálgunarbanni en Hanna kærði þá ákvörðun til ríkissaksóknara. Sú kæra fellur nú niður þar sem lögreglan rannsakaði málið frekar og tók afstöðu til þess á ný. Samkvæmt upplýsingum frá Arnari Þór Stefánssyni, lögmanni Hönnu Kristínar, var nálgunarbannið samþykkt síðastliðinn föstudag. Það er sex mánaða langt og felst í því bann við því að nálgast Hönnu Kristínu sem og bann við öllum samskiptum við hana, hvort sem er í gegnum síma, samfélagsmiðla eða textaskilaboð. Arnar Þór segir að Héraðsdómur Reykjavíkur muni á morgun taka afstöðu til ákvörðunar lögreglustjórans og annað hvort staðfesta eða synja henni.Hefur kært Magnús fyrir heimilisofbeldi bæði á Íslandi og í BandaríkjunumFacebook-færsla Hönnu Kristínar vakti mikla athygli í liðinni viku en þar spurði hún hvað þyrfti til að hún fengi nálgunarbann á Magnús. Hanna hefur kært Magnús fyrir heimilisofbeldi, bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Fjallað hefur verið um mál þeirra í íslenskum fjölmiðlum, nú síðast í sumar þegar Magnús bar fyrir sig fjárhagsvanda hjá bandarískum dómstólum þar sem hann var sóttur til saka fyrir fyrrnefnt heimilisofbeldi. Þá birti Hanna myndir af áverkum sem hann hafði veitt henni. Í Facebook-færslu sinni sagði Hanna Kristín Magnús sitja um sig og að hann setti sig í samband við hana hvenær sem er sólarhringsins. Þá komi hann að heimili hennar til að athuga hvort hún væri heima og sagði Hanna að áreitinu linnti aldrei. Magnús er enn til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum á Íslandi fyrir brot gegn Hönnu en ekki hefur verið gefin út ákæra. Máli hans í Bandaríkjunum lauk með svokölluðu „plea bargain,“ það er samkomulagi þar sem hann gekkst undir viðurlög í Texas. Um er að ræða eiginlegan skilorðsbundinn ákærufrest þar sem ekkert er gert í bili en brjóti Magnús aftur af sér innan ákveðins tíma verður mál hans tekið upp að nýju.Magnús Jónsson, fyrrverandi forstjóri Atorku, hefur verið kærður fyrir heimilisofbeldi á Íslandi og í Bandaríkjunum.Vísir/HörðurSegir ákvörðun lögreglustjórans koma sér á óvart Í samtali við Vísi segir Magnús að ákvörðun lögreglustjórans komi sér verulega á óvart. Hann og Hanna hafi átt í „vingjarnlegum og góðum samskiptum allt þar til síðastliðinn þriðjudag eða miðvikudag.“ „Ef samskiptasagan er skoðuð aftur í tímann þá sést að við eigum í löngum og miklum samskiptum og það var allt í góðu á milli okkar þar til ekki fyrir löngu síðan. Þetta er hið sorglegasta mál,“ segir Magnús og bætir við að þegar hann hafi farið í sumarbústað eina helgi í júní hafi hann verið með 30 ólesin skilaboð og 20 ósvöruð símtöl frá Hönnu. Krafa lögreglustjórans um nálgunarbannið verður eins og áður segir tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun.
Lögreglumál Tengdar fréttir Ber fyrir sig fjárhagsvanda hjá bandarískum dómstólum Magnús Jónsson sætir kæru hjá lögregluyfirvöldum í Texas og á Íslandi fyrir heimilisofbeldi. 30. maí 2017 10:30 Spyr hvað þurfi til að fá nálgunarbann gegn Magnúsi „Er ekki nóg að ég hafi lagt fram kærur í nokkrum liðum um líkamlegt ofbeldi? Að það sé til áverkavottorð af líkamsáverkum mínum, nokkur?“ 24. ágúst 2017 09:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Ber fyrir sig fjárhagsvanda hjá bandarískum dómstólum Magnús Jónsson sætir kæru hjá lögregluyfirvöldum í Texas og á Íslandi fyrir heimilisofbeldi. 30. maí 2017 10:30
Spyr hvað þurfi til að fá nálgunarbann gegn Magnúsi „Er ekki nóg að ég hafi lagt fram kærur í nokkrum liðum um líkamlegt ofbeldi? Að það sé til áverkavottorð af líkamsáverkum mínum, nokkur?“ 24. ágúst 2017 09:00
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent