Lífið

Viðar vill taka upp nafnið Enski

Stefán Árni Pálsson skrifar
Viðar Skjóldal er einn allra mesti aðdáandi Liverpool á Íslandi og auðvitað á hann Liverpool-jakkaföt sem hann var með til sölu á sínum tíma.
Viðar Skjóldal er einn allra mesti aðdáandi Liverpool á Íslandi og auðvitað á hann Liverpool-jakkaföt sem hann var með til sölu á sínum tíma.
Viðar Skjóldal, betur þekktur sem Enski boltinn á Snapchat, vill breyta nafni sínu.

Hann var gestur hjá Brennslubræðrum á FM957 í morgun og ræddi þar um auknar vinsældir hans á Snapchat

Viðar langar að breyta nafninu sínu í Viðar Enski Skjóldal en hann er einhver allra mesti stuðningsmaður Liverpool á landinu. 

„Mamma kallar mig kannski ekki Enski en allir aðrir gera það,“ segir Viðar í samtali við þá Kjartan Atla Kjartansson og Hjörvar Hafliðason. 

„Ég er gríðarlega ánægður með þetta nafn. Ég var að spá í að hringja í Þjóðskrá og athuga hvort það sé ekki hægt að breyta millinafninu í Enski. Það er væntanlega bannað eins og allt annað.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.