Innlent

Ökumaður hljóp úr bílnum og stökk í Ölfusá eftir að hafa ekið á brúarhandrið

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá Ölfusárbrú í kvöld
Frá Ölfusárbrú í kvöld Vísir/Magnús Hlynur
Bifreið var ekið á brúarhandrið vestanverðrar Ölfusárbrúar nú í kvöld. Ökumaður hljóp úr bílnum og stökk í ána. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Svo heppilega vildi til að í húsi Björgunarfélags Árborgar var mannskapur þannig að bátur var kominn mjög fljótt á ána og náðist maðurinn um borð í bátinn til móts við götuna Árbakka á Selfossi.

Hann er nú kominn um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar og verður fluttur á sjúkrahús í Reykjavík. Ekki liggja fyrir upplýsingar um líðan hans.

Miklar tafir eru við Ölfusárbrú vegna málsins.Vísir/Magnús Hlynur
Loka þurfti fyrir umferð um Ölfusárbrú og er hún lokuð enn á meðan rannsóknarlögregla athafnar sig á vettvangi og bifreiðin er fjarlægð af brúnni. Gera má ráð fyrir að brúin verði lokuð næsta klukkutímann. 

Þeir sem hafa orðið vitni að akstri umræddrar bifreiðar fyrir slysið eru beðnir að hafa samband við lögregluna, á Facebook, á sudurland@logreglan.is eða í síma 444 2000.

Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Uppfært klukkan 23:15:

Ölfusárbrú hefur verið opnuð á ný.


Tengdar fréttir

„Þetta var mögnuð björgun“

Maðurinn sem stökk út í Ölfusá barst með ánni í um 15 til 20 mínútur áður en honum var bjargað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×