Kaleo-tónleikar fylltu Ólafíu af jákvæðri orku og stolti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. september 2017 09:00 Ólafía Þórunn og Jökull Júlíusson, söngvari Kaleo. Mynd/Instagram Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sér vel á strik á LPGA-móti í Portland um síðustu helgi þar sem hún komst í gegnum niðurskurð í fyrsta sinn síðan í júlí og hafnaði svo í 39. sæti. Hún hafði verið talsvert frá sínu besta á síðustu tveimur mótum á undan en ákvað að mæta afslöppuð til leiks í Portland. Mætti hún til að mynda á tónleika með íslensku sveitinni Kaleo í miðju móti. „Í rauninni var ég bara að gera mitt besta í Portland og ætlaði að taka niðurstöðunni hvernig sem færi,“ sagði Ólafía. „Ég skellti mér á Kaleo tónleika á föstudagskvöldið, reyndi bara að hugsa sem minnst um þetta allt og ákvað að þetta myndi fara eins og það átti að fara,“ sagði hún enn fremur. „Það var rosalega gaman á tónleikunum og ég fylltist af jákvæðri orku og stolti að sjá íslensku strákana standa sig svona vel. Ég átti síðan besta hringinn minn daginn eftir og spilaði á 69 höggum.“ Ólafía hefur á morgun leik á Indy Women in Tech Championship mótinu í Indiana en eftir það er komið að Evian Championship, síðasta risamóti ársins. Vísir greindi frá því fyrr í morgun að hún hefði öðlast þátttökurétt á mótinu. Sjá einnig: Ólafía komst inn á þriðja stórmótið Sýnt verður beint frá mótinu í Indiana á Golfstöðinni og hefst útsending klukkan 19.00 annað kvöld. So cool to see kaleo play last night in Portland and this guy... a class act #kaleo #Icelandic A post shared by Ólafía Kristinsdóttir (@olafiakri) on Sep 2, 2017 at 2:51pm PDT Golf Tengdar fréttir Ólafía fékk 864 þúsund krónur í Portland Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék lokahringinn á Cambia Portland Classic-mótinu á pari. 4. september 2017 08:00 Ólafía komst inn á þriðja stórmótið Magnað ár hjá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur verður enn stærra en hún er komin með þátttökurétt á síðasta stórmóti ársins. 6. september 2017 08:00 Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sér vel á strik á LPGA-móti í Portland um síðustu helgi þar sem hún komst í gegnum niðurskurð í fyrsta sinn síðan í júlí og hafnaði svo í 39. sæti. Hún hafði verið talsvert frá sínu besta á síðustu tveimur mótum á undan en ákvað að mæta afslöppuð til leiks í Portland. Mætti hún til að mynda á tónleika með íslensku sveitinni Kaleo í miðju móti. „Í rauninni var ég bara að gera mitt besta í Portland og ætlaði að taka niðurstöðunni hvernig sem færi,“ sagði Ólafía. „Ég skellti mér á Kaleo tónleika á föstudagskvöldið, reyndi bara að hugsa sem minnst um þetta allt og ákvað að þetta myndi fara eins og það átti að fara,“ sagði hún enn fremur. „Það var rosalega gaman á tónleikunum og ég fylltist af jákvæðri orku og stolti að sjá íslensku strákana standa sig svona vel. Ég átti síðan besta hringinn minn daginn eftir og spilaði á 69 höggum.“ Ólafía hefur á morgun leik á Indy Women in Tech Championship mótinu í Indiana en eftir það er komið að Evian Championship, síðasta risamóti ársins. Vísir greindi frá því fyrr í morgun að hún hefði öðlast þátttökurétt á mótinu. Sjá einnig: Ólafía komst inn á þriðja stórmótið Sýnt verður beint frá mótinu í Indiana á Golfstöðinni og hefst útsending klukkan 19.00 annað kvöld. So cool to see kaleo play last night in Portland and this guy... a class act #kaleo #Icelandic A post shared by Ólafía Kristinsdóttir (@olafiakri) on Sep 2, 2017 at 2:51pm PDT
Golf Tengdar fréttir Ólafía fékk 864 þúsund krónur í Portland Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék lokahringinn á Cambia Portland Classic-mótinu á pari. 4. september 2017 08:00 Ólafía komst inn á þriðja stórmótið Magnað ár hjá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur verður enn stærra en hún er komin með þátttökurétt á síðasta stórmóti ársins. 6. september 2017 08:00 Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Sjóðheit Kirsuber fá Rauða herinn í heimsókn Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Ólafía fékk 864 þúsund krónur í Portland Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék lokahringinn á Cambia Portland Classic-mótinu á pari. 4. september 2017 08:00
Ólafía komst inn á þriðja stórmótið Magnað ár hjá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur verður enn stærra en hún er komin með þátttökurétt á síðasta stórmóti ársins. 6. september 2017 08:00