Kominn í skáldastellingar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. október 2017 11:15 Björn Leó kveðst reyna að forðast tölvur meðan hugmyndavinna leikverks sé í gangi. Mynd/Kristín Edda Gylfadóttir Björn Leó Brynjarsson er kominn í skáldastellingar enda nýráðinn leikritasmiður Borgarleikhússins. Hann tekur við embættinu af Sölku Guðmundsdóttur. Meðal fyrri leikskálda hússins hafa verið Tyrfingur Tyrfingsson, Auður Jónsdóttir, Jón Gnarr og Kristín Marja Baldursdóttir. Björn Leó kveðst hafa sótt um hjá Borgarleikhúsinu þegar hann sá styrkinn auglýstan í vor og sent inn hugmyndir að verki, ásamt ferilskrá. Það var svo Leikritunarsjóður Leikfélags Reykjavíkur, undir forystu Vigdísar Finnbogadóttur, sem valdi hann enda hefur hann reynslu. Nefna má að verk hans Frami sló í gegn í Tjarnarbíói árið 2015, þar var hann bæði höfundur og leikstjóri. En hvernig byrjar fólk á leikriti? „Kannski á myndum sem koma upp í hugann,“ svarar Björn Leó. „Svo þarf eina stóra, djúsí hugmynd, kannski einhvers konar yfirlýsingu eða pælingu um lífið sem maður reynir að spinna í kringum og lætur framvinduna og persónur verksins miðla þeirri hugmynd.“ Hann segir ferlið geta verið langt og erfitt og stundum vaði menn í villu. „Maður veit ekkert endilega alltaf hvað maður er að fara en verður að leggja allt sitt traust á ferlið og í skriftunum er maður alltaf að leita. Hugmyndirnar birtast í þessari leit,“ segir hann og kveðst í seinni tíð reyna að forðast tölvurnar í stærstum hluta ferlisins, þar til kemur að því að pikka verkið inn. „Tölvurnar dreifa athyglinni svo svakalega mikið,“ útskýrir hann. Eftir stúdentspróf frá MR lauk Björn Leó BA-prófi í fræðum og framkvæmd úr leiklistardeild Listaháskólans. Ég hef haft áhuga á að leikstýra en nú er ég farinn að fókusera á skrifin. Maður verður að vera duglegur að prófa, þá er auðveldara að taka ákvörðun um hvað heillar mann mest,“ segir hann og bætir við: „Það eru ekkert brjálæðislega margir að sinna leikritaskrifum, þess vegna er það gott framtak hjá Borgarleikhúsinu að veita þennan styrk. Þetta er þannig samningur að ég verð hluti af starfsmannahópi leikhússins í ár.“ Menning Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Björn Leó Brynjarsson er kominn í skáldastellingar enda nýráðinn leikritasmiður Borgarleikhússins. Hann tekur við embættinu af Sölku Guðmundsdóttur. Meðal fyrri leikskálda hússins hafa verið Tyrfingur Tyrfingsson, Auður Jónsdóttir, Jón Gnarr og Kristín Marja Baldursdóttir. Björn Leó kveðst hafa sótt um hjá Borgarleikhúsinu þegar hann sá styrkinn auglýstan í vor og sent inn hugmyndir að verki, ásamt ferilskrá. Það var svo Leikritunarsjóður Leikfélags Reykjavíkur, undir forystu Vigdísar Finnbogadóttur, sem valdi hann enda hefur hann reynslu. Nefna má að verk hans Frami sló í gegn í Tjarnarbíói árið 2015, þar var hann bæði höfundur og leikstjóri. En hvernig byrjar fólk á leikriti? „Kannski á myndum sem koma upp í hugann,“ svarar Björn Leó. „Svo þarf eina stóra, djúsí hugmynd, kannski einhvers konar yfirlýsingu eða pælingu um lífið sem maður reynir að spinna í kringum og lætur framvinduna og persónur verksins miðla þeirri hugmynd.“ Hann segir ferlið geta verið langt og erfitt og stundum vaði menn í villu. „Maður veit ekkert endilega alltaf hvað maður er að fara en verður að leggja allt sitt traust á ferlið og í skriftunum er maður alltaf að leita. Hugmyndirnar birtast í þessari leit,“ segir hann og kveðst í seinni tíð reyna að forðast tölvurnar í stærstum hluta ferlisins, þar til kemur að því að pikka verkið inn. „Tölvurnar dreifa athyglinni svo svakalega mikið,“ útskýrir hann. Eftir stúdentspróf frá MR lauk Björn Leó BA-prófi í fræðum og framkvæmd úr leiklistardeild Listaháskólans. Ég hef haft áhuga á að leikstýra en nú er ég farinn að fókusera á skrifin. Maður verður að vera duglegur að prófa, þá er auðveldara að taka ákvörðun um hvað heillar mann mest,“ segir hann og bætir við: „Það eru ekkert brjálæðislega margir að sinna leikritaskrifum, þess vegna er það gott framtak hjá Borgarleikhúsinu að veita þennan styrk. Þetta er þannig samningur að ég verð hluti af starfsmannahópi leikhússins í ár.“
Menning Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira