Lífið

Portúgal vann Eurovision

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Salvador Sebral
Salvador Sebral Vísir/EPA
Það var hinn portúgalski Salvador Sobral með lagið Amar Pelos Dois sem stóð uppi sem sigurvegari í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2017.

Hinn búlgarski Kristian Kostov lenti í öðru sæti með lagið Beautiful Mess, en Kostov er einungis 17 ára gamall. Moldavíska sveitin Sunstroke Project lenti í þriðja sæti með laginu Hey, Mamma!

Portúgal hefur aldrei áður unnið Eurovision. Þeir tóku fyrst þátt árið 1964 og náðu besta árangri sínum árið 1996 – sjötta sæti. Það er því óhætt að áætla að Salvador Sobral sé núna sannkölluð þjóðarhetja í Portúgal.

Hér að neðan má heyra lagið eins og það hljómaði á sviðinu í kvöld.

Og hér má sjá þegar Salvador Sobral varð sigurvegari Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2017:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.