Svipmynd Markaðarins: Ótrúleg lífsreynsla að ferðast til Mjanmar 13. maí 2017 10:00 Erna Gísladóttir, forstjóri BL. Vísir/GVA Erna Gísladóttir, forstjóri BL, tók fyrst við forstjórasæti bílaumboðsins árið 1991 og gegndi því til 2007 þegar fjölskylda hennar seldi fyrirtækið. Árið 2011 sneri hún aftur og keypti BL og hefur síðan þá stýrt fyrirtækinu út úr niðursveiflunni sem varð í sölu á bílum í kjölfar efnahagshrunsins. Erna verður framsögumaður á ársfundi Samáls á fimmtudaginn, en BL hóf nýverið sölu á jagúar sem framleiddur er að mestu úr áli, og situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins. Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Ég hélt að það yrði erfiðara að lyfta gjaldeyrishöftunum, þar hefur tekist vel til en við verðum að fara að sjá hér lægri vexti. Ókyrrðin erlendis bæði vestan hafs og austan er meiri en ég bjóst við. Við erum að færast í óstöðugra alþjóðlegt umhverfi sem getur haft skjót áhrif hér innanlands.Hvaða app notarðu mest? Ég nota Snapchat mest og við höfum náð skemmtilegum tengingum í fjölskyldunni með því, nú geta allir fylgst með öllum. Ég er nýbyrjuð að nota Whatsapp til að komast í samband við gamla skólafélaga frá IESE á Spáni.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Við förum mikið upp í sumarbústað og í ferðir til útlanda með fjölskyldunni. Það er alltaf gaman að koma á nýjar slóðir, við fórum til Mjanmar sem var ótrúleg lífsreynsla. Ég verð þakklát fyrir að vera Íslendingur þegar maður hefur upplifað hvernig fólk býr þar. Laxveiðin er líka skemmtileg í fallegri íslenskri náttúru.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég reyni að fara reglulega í ræktina. Það er alltaf gott líka að fara út í góðar göngu- og hjólaferðir. Við hjónin reynum líka að skreppa í golf þegar tími gefst til bæði hérlendis og erlendis.Hvernig tónlist hlustar þú á? Á playlistanum hjá mér eru Coldplay, Of Monsters and Men, U2, ABBA og svo er ég næstum alæta á eitístónlist.Ertu í þínu draumastarfi? Já, ég vinn með skemmtilegu samstarfsfólki í síbreytilegu umhverfi. Við eigum í samskiptum við erlenda birgja, innlenda viðskiptavini og erum sístækkandi hópur með sameiginleg markmið. Er nokkuð hægt að biðja um meira? Mest lesið Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira
Erna Gísladóttir, forstjóri BL, tók fyrst við forstjórasæti bílaumboðsins árið 1991 og gegndi því til 2007 þegar fjölskylda hennar seldi fyrirtækið. Árið 2011 sneri hún aftur og keypti BL og hefur síðan þá stýrt fyrirtækinu út úr niðursveiflunni sem varð í sölu á bílum í kjölfar efnahagshrunsins. Erna verður framsögumaður á ársfundi Samáls á fimmtudaginn, en BL hóf nýverið sölu á jagúar sem framleiddur er að mestu úr áli, og situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins. Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Ég hélt að það yrði erfiðara að lyfta gjaldeyrishöftunum, þar hefur tekist vel til en við verðum að fara að sjá hér lægri vexti. Ókyrrðin erlendis bæði vestan hafs og austan er meiri en ég bjóst við. Við erum að færast í óstöðugra alþjóðlegt umhverfi sem getur haft skjót áhrif hér innanlands.Hvaða app notarðu mest? Ég nota Snapchat mest og við höfum náð skemmtilegum tengingum í fjölskyldunni með því, nú geta allir fylgst með öllum. Ég er nýbyrjuð að nota Whatsapp til að komast í samband við gamla skólafélaga frá IESE á Spáni.Hvað gerir þú í frístundum þínum? Við förum mikið upp í sumarbústað og í ferðir til útlanda með fjölskyldunni. Það er alltaf gaman að koma á nýjar slóðir, við fórum til Mjanmar sem var ótrúleg lífsreynsla. Ég verð þakklát fyrir að vera Íslendingur þegar maður hefur upplifað hvernig fólk býr þar. Laxveiðin er líka skemmtileg í fallegri íslenskri náttúru.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég reyni að fara reglulega í ræktina. Það er alltaf gott líka að fara út í góðar göngu- og hjólaferðir. Við hjónin reynum líka að skreppa í golf þegar tími gefst til bæði hérlendis og erlendis.Hvernig tónlist hlustar þú á? Á playlistanum hjá mér eru Coldplay, Of Monsters and Men, U2, ABBA og svo er ég næstum alæta á eitístónlist.Ertu í þínu draumastarfi? Já, ég vinn með skemmtilegu samstarfsfólki í síbreytilegu umhverfi. Við eigum í samskiptum við erlenda birgja, innlenda viðskiptavini og erum sístækkandi hópur með sameiginleg markmið. Er nokkuð hægt að biðja um meira?
Mest lesið Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira