Lögregla í Manchester lokar á Bandaríkin Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. maí 2017 09:45 Lögreglumaður stendur vörð fyrir utan íbúðarhús í Manchester í morgun. Rannsókn árásarinnar stendur nú sem hæst. Vísir/AFP Lögregluyfirvöld í Manchester, þar sem hryðjuverkamaður sprengdi sig í loft upp og varð 22 manns að bana, hafa hætt að veita bandarískum yfirvöldum upplýsingar um rannsókn árásarinnar eftir að myndum og fréttum af árásinni var lekið í fjölmiðla. Þetta kemur fram í frétt BBC. Mikil reiði greip um sig innan breskra yfirvalda þegar myndir, sem sýndu brak úr sprengingunni í Manchester, birtust í bandaríska miðlinum New York Times. Áður hafði nafni árasarmannsins, Salman Abedi, einnig verið lekið í bandaríska fjölmiðla örfáum klukkustundum eftir árásina. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mun lýsa yfir áhyggjum sínum við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, varðandi losaralegan brag á meðferð upplýsinga málsins á fundi NATO-ríkja sem fram fer í Brussel í dag. Lögregluyfirvöld í Manchester hafa hingað til veitt breskum stjórnvöldum, auk stjórnvalda Bandaríkjanna, Ástralíu, Kanada og Nýja-Sjálands, upplýsingar um framgang rannsóknar á árásinni. Nú verður tímabundið lát á upplýsingaflæði til Bandaríkjanna vegna trúnaðarbrestsins. Lögreglan í Manchester er sögð „ævareið“ vegna málsins. Þá er talið að lögregla í Bandaríkjunum beri ábyrgð á lekanum frekar en Hvíta húsið.Fleiri handteknir og fórnarlömb nafngreind Tveir menn voru handteknir í Withington í grennd við Manchester í morgun. Átta karlmenn eru nú í haldi lögreglu í tengslum við árásina, þar á meðal faðir og tveir bræður árásarmannsins. Konu, sem handtekin var í gær, hefur verið sleppt. Þá herma heimildir BBC að lögreglu hafi borist símtöl frá tveimur manneskjum fyrir árásina, sem vöruðu við öfgaskoðunum Abedi. 19 af þeim 22 sem létu lífið í árásinni hafa verið nafngreind, þar á meðal Elaine McIver, lögreglukona á frívakt, Wendy Fawell, fimmtug kona sem stödd var á tónleikunum með börnum sínum, Eilidh MacLeod, 14 ára, og parið Chloe Rutherford og Liam Curry. Einnar mínútu þögn í minningu fórnarlamba árásarinnar í Manchester verður nú klukkan 11 að breskum tíma eða klukkan 10 að íslenskum. Hryðjuverk í Manchester Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Manchester, þar sem hryðjuverkamaður sprengdi sig í loft upp og varð 22 manns að bana, hafa hætt að veita bandarískum yfirvöldum upplýsingar um rannsókn árásarinnar eftir að myndum og fréttum af árásinni var lekið í fjölmiðla. Þetta kemur fram í frétt BBC. Mikil reiði greip um sig innan breskra yfirvalda þegar myndir, sem sýndu brak úr sprengingunni í Manchester, birtust í bandaríska miðlinum New York Times. Áður hafði nafni árasarmannsins, Salman Abedi, einnig verið lekið í bandaríska fjölmiðla örfáum klukkustundum eftir árásina. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mun lýsa yfir áhyggjum sínum við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, varðandi losaralegan brag á meðferð upplýsinga málsins á fundi NATO-ríkja sem fram fer í Brussel í dag. Lögregluyfirvöld í Manchester hafa hingað til veitt breskum stjórnvöldum, auk stjórnvalda Bandaríkjanna, Ástralíu, Kanada og Nýja-Sjálands, upplýsingar um framgang rannsóknar á árásinni. Nú verður tímabundið lát á upplýsingaflæði til Bandaríkjanna vegna trúnaðarbrestsins. Lögreglan í Manchester er sögð „ævareið“ vegna málsins. Þá er talið að lögregla í Bandaríkjunum beri ábyrgð á lekanum frekar en Hvíta húsið.Fleiri handteknir og fórnarlömb nafngreind Tveir menn voru handteknir í Withington í grennd við Manchester í morgun. Átta karlmenn eru nú í haldi lögreglu í tengslum við árásina, þar á meðal faðir og tveir bræður árásarmannsins. Konu, sem handtekin var í gær, hefur verið sleppt. Þá herma heimildir BBC að lögreglu hafi borist símtöl frá tveimur manneskjum fyrir árásina, sem vöruðu við öfgaskoðunum Abedi. 19 af þeim 22 sem létu lífið í árásinni hafa verið nafngreind, þar á meðal Elaine McIver, lögreglukona á frívakt, Wendy Fawell, fimmtug kona sem stödd var á tónleikunum með börnum sínum, Eilidh MacLeod, 14 ára, og parið Chloe Rutherford og Liam Curry. Einnar mínútu þögn í minningu fórnarlamba árásarinnar í Manchester verður nú klukkan 11 að breskum tíma eða klukkan 10 að íslenskum.
Hryðjuverk í Manchester Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Sjá meira