Fornleifauppgröfturinn á Dysnesi merkilegur fyrir margar sakir Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júní 2017 14:00 Fornleifafræðingar að störfum á Dysnesi í byrjun vikunnar. Vísir/Auðunn Tvö bátskuml og víkingasverð eru á meðal þess sem fundist hefur við fornleifauppgröft á Dysnesi norðan Akureyrar í vikunni. Hinn eiginlegi uppgröftur hefst þó í dag en hingað til hefur jarðvegi aðeins verið lyft af nesinu. Fornleifafræðingur sem vinnur að rannsókninni segir fundinn merkilegan fyrir margar sakir. „Hinn eiginlegi fornleifauppgröftur er í raun ekki hafinn. Við erum bara að mestu búin að vera að hreinsa svæðið. Við fundum svo fyrsta kumlið því að á einhverjum tímapunkti hefur það verið rænt, það hefur semsagt verið opnað aftur,“ segir Hildur Gestsdóttir, fornleifafræðingur sem vinnur að rannsókninni. Vísir flutti fréttir af uppgreftrinum í byrjun vikunnar en þá höfðu fræðingar komið niður á eitt kuml. Eftir að staðfesting fékkst á því að um kuml væri að ræða var uppgreftrarsvæðið stækkað. Nú hefur nær allt Dysnesið verið „opnað,“ þ.e. grasið á svæðinu hefur verið tekið ofan af jarðveginum.Sverðið verður flutt á ÞjóðminjasafniðVið opnunina komu þrjú kuml í ljós til viðbótar við það sem fannst fyrst. Tvö kumlanna eru bátskuml en að sögn Hildar hafa þau orðið nokkuð illa fyrir barðinu á sjávarrofi. Í öðru þessara bátskumla fannst sverð. „Í öðru þeirra fannst sverðið, sem við lyftum í gær með jarðveginum sem það lá í. Það kom forvörður hingað í gær og gerði það. Sverðið fer svo á Þjóðminjasafnið samkvæmt lögum, þar sem fleiri forverðir taka við því. Það verður í raun grafið upp á rannsóknarstofu,“ segir Hildur. Sverðið er mjög brotið og úr því vantar stóran part. Hildur segir ásigkomulag sverðsins af náttúrunnar völdum. „Það er ofboðslega illa farið og kom í raun beint undan sverðinum þegar grasið var tekið ofan af. Sjórinn hefur rofið stærstan hluta kumlsins og á einhverjum tímapunkti hefur sverðið því legið á yfirborði eða rétt undir yfirborðinu í einhverja áratugi.“Nær allt gras hefur nú verið fjarlægt af nesinu. Eiginlegur uppgröftur hefst í dag.Hildur GestsdóttirFundurinn um margt óvenjulegurHildur segir uppgröftinn á Dysnesi þýðingarmikinn fyrir fornleifarannsóknir á Íslandi. „Stærsti uppgrafni kumlateigurinn sem hefur fundist á landinu er um 14 kuml og fyrir nokkrum árum fundust svo 10 saman. Það sem er merkilegast við þennan fund er að þarna eru tveir bátar, að minnsta kosti enn sem komið er, en þetta er bara í annað skiptið sem tvö bátakuml finnast á sama stað. Hitt dæmið var í Dalvík.“ Auk bátskumlanna tveggja, sem eru sjaldgæfur fundur, er sverðið einnig mjög merkilegt en aðeins hafa fundist um 15-20 sverð við fornleifauppgröft á Íslandi. Hildur segir einnig að stærðin á haugnum, eða kumlinu, sem fannst fyrst sé mjög óvenjuleg. „Hann er mjög stór virðist vera, kannski svona 5 eða 6 metrar á lengd. Sem er óvenjustórt. Það er því ekki fjöldinn heldur skalinn sem er óvenjulegur í þessum fornleifauppgreftri.“ Hinn eiginlegi uppgröftur á svæðinu, þar sem grafið verður í kumlin, hefst í dag. Hildur segir að rannsakendur muni vinna að uppgreftrinum út næstu viku í það minnsta en þau eru vongóð um að hafa fleiri fornleifar upp úr krafsinu. Fornminjar Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Tvö bátskuml og víkingasverð eru á meðal þess sem fundist hefur við fornleifauppgröft á Dysnesi norðan Akureyrar í vikunni. Hinn eiginlegi uppgröftur hefst þó í dag en hingað til hefur jarðvegi aðeins verið lyft af nesinu. Fornleifafræðingur sem vinnur að rannsókninni segir fundinn merkilegan fyrir margar sakir. „Hinn eiginlegi fornleifauppgröftur er í raun ekki hafinn. Við erum bara að mestu búin að vera að hreinsa svæðið. Við fundum svo fyrsta kumlið því að á einhverjum tímapunkti hefur það verið rænt, það hefur semsagt verið opnað aftur,“ segir Hildur Gestsdóttir, fornleifafræðingur sem vinnur að rannsókninni. Vísir flutti fréttir af uppgreftrinum í byrjun vikunnar en þá höfðu fræðingar komið niður á eitt kuml. Eftir að staðfesting fékkst á því að um kuml væri að ræða var uppgreftrarsvæðið stækkað. Nú hefur nær allt Dysnesið verið „opnað,“ þ.e. grasið á svæðinu hefur verið tekið ofan af jarðveginum.Sverðið verður flutt á ÞjóðminjasafniðVið opnunina komu þrjú kuml í ljós til viðbótar við það sem fannst fyrst. Tvö kumlanna eru bátskuml en að sögn Hildar hafa þau orðið nokkuð illa fyrir barðinu á sjávarrofi. Í öðru þessara bátskumla fannst sverð. „Í öðru þeirra fannst sverðið, sem við lyftum í gær með jarðveginum sem það lá í. Það kom forvörður hingað í gær og gerði það. Sverðið fer svo á Þjóðminjasafnið samkvæmt lögum, þar sem fleiri forverðir taka við því. Það verður í raun grafið upp á rannsóknarstofu,“ segir Hildur. Sverðið er mjög brotið og úr því vantar stóran part. Hildur segir ásigkomulag sverðsins af náttúrunnar völdum. „Það er ofboðslega illa farið og kom í raun beint undan sverðinum þegar grasið var tekið ofan af. Sjórinn hefur rofið stærstan hluta kumlsins og á einhverjum tímapunkti hefur sverðið því legið á yfirborði eða rétt undir yfirborðinu í einhverja áratugi.“Nær allt gras hefur nú verið fjarlægt af nesinu. Eiginlegur uppgröftur hefst í dag.Hildur GestsdóttirFundurinn um margt óvenjulegurHildur segir uppgröftinn á Dysnesi þýðingarmikinn fyrir fornleifarannsóknir á Íslandi. „Stærsti uppgrafni kumlateigurinn sem hefur fundist á landinu er um 14 kuml og fyrir nokkrum árum fundust svo 10 saman. Það sem er merkilegast við þennan fund er að þarna eru tveir bátar, að minnsta kosti enn sem komið er, en þetta er bara í annað skiptið sem tvö bátakuml finnast á sama stað. Hitt dæmið var í Dalvík.“ Auk bátskumlanna tveggja, sem eru sjaldgæfur fundur, er sverðið einnig mjög merkilegt en aðeins hafa fundist um 15-20 sverð við fornleifauppgröft á Íslandi. Hildur segir einnig að stærðin á haugnum, eða kumlinu, sem fannst fyrst sé mjög óvenjuleg. „Hann er mjög stór virðist vera, kannski svona 5 eða 6 metrar á lengd. Sem er óvenjustórt. Það er því ekki fjöldinn heldur skalinn sem er óvenjulegur í þessum fornleifauppgreftri.“ Hinn eiginlegi uppgröftur á svæðinu, þar sem grafið verður í kumlin, hefst í dag. Hildur segir að rannsakendur muni vinna að uppgreftrinum út næstu viku í það minnsta en þau eru vongóð um að hafa fleiri fornleifar upp úr krafsinu.
Fornminjar Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira