Innlent

Eldsupptök á Stokkseyri enn óljós

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Mikill eldur logaði þegar slökkvilið bar að garði.
Mikill eldur logaði þegar slökkvilið bar að garði. Brunarvarnir Árnessýslu
Enn er óljóst hver upptök eldsvoðans í íbúðarhúsi á Stokkseyri í gær voru. Rannsókn málsins stendur yfir og hefur tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verið fengin til aðstoðar, að sögn Þorgríms Óla Sigurðssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á Suðurlandi.

Aðspurður segir Þorgrímur Óli að um altjón hafi verið að ræða og að húsið verði rifið í dag. Hann segist ekki geta svarað til um hvort grunur leiki á íkveikju.

Tilkynning um eldsvoðann barst slökkviliði Brunavarna Árnessýslu klukkan rúmlega fimm í gærmorgun en mikill eldur logaði þegar slökkvilið bar að garði. Kona sem var inni í húsinu komst að sjálfsdáðum út ásamt tveimur hundum en hún var flutt á slysadeild í Reykjavík með reykeitrun.


Tengdar fréttir

Eldur í einbýlishúsi á Stokkseyri

Íbúi hússins komst út af sjálfsdáðum og var fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar á Landsspítalann í Fossvogi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×