Enn er óljóst hver upptök eldsvoðans í íbúðarhúsi á Stokkseyri í gær voru. Rannsókn málsins stendur yfir og hefur tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verið fengin til aðstoðar, að sögn Þorgríms Óla Sigurðssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á Suðurlandi.
Aðspurður segir Þorgrímur Óli að um altjón hafi verið að ræða og að húsið verði rifið í dag. Hann segist ekki geta svarað til um hvort grunur leiki á íkveikju.
Tilkynning um eldsvoðann barst slökkviliði Brunavarna Árnessýslu klukkan rúmlega fimm í gærmorgun en mikill eldur logaði þegar slökkvilið bar að garði. Kona sem var inni í húsinu komst að sjálfsdáðum út ásamt tveimur hundum en hún var flutt á slysadeild í Reykjavík með reykeitrun.
Eldsupptök á Stokkseyri enn óljós
Tengdar fréttir
Eldur í einbýlishúsi á Stokkseyri
Íbúi hússins komst út af sjálfsdáðum og var fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar á Landsspítalann í Fossvogi.
Andrea Kristín á sjúkrahúsi eftir brunann á Stokkseyri
Andrea Kristín Unnarsdóttir hefur búið í húsinu við Heiðarbrún á Stokkseyri sem brann í morgun.