Lífið

Baltasar fær einn af virtari kvikmyndatökustjórum til liðs við sig

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Baltasar Kormákur og Robert Richardson.
Baltasar Kormákur og Robert Richardson. mynd/lilja s. pálmadóttir
Baltasar Kormákur hefur fengið Robert Richardson til liðs við sig við gerð kvikmyndarinnar Adrift. Richardson er einn af virtari kvikmyndatökustjórum Hollywood og hefur til að mynda þrefaldur Óskarsverðlaunahafi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rvk studios, framleiðslufyrirtæki Baltasars.

Richardson hlaut Óskarsverðlaun fyrir JFK, The Aviator og nú síðast fyrir kvikmynd Martins Scorsese, Hugo. Þá hefur hann sex sinnum til viðbótar verið tilnefndur til Óskarsverðlauna en það er fyrir kvikmyndirnar Hateful Eight, Django Unchained, Inglourious Basterds, Snow falling on Ceders, Born On the Fourth of July og Platoon.

Hann vinnur mikið með sömu leikstjórunum; fyrrnefndum Martin Scorsese, Quentin Tarantino og Oliver Stone.

„Það er mér mikill heiður að fá að vinna með Robert, Hann er einn fremsti tökumaður heimsins í dag.  Hann er búinn að vera stýra kvikmyndatöku í hart nær 30 ár. Slík reynsla er ómentanleg við gerð Adrif, sem gerist nær öll á sjó,“ segir Baltasar Kormákur í tilkynningunni.

Adrift er sönn saga ungrar konu og unnusta hennar sem lenda í einu versta óveðri sem um getur á Kyrrahafinu á leið sinni frá Tahítí til Kaliforníu. Aðalhlutverk leika Shailene Woodley og Sam Clafin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.