Flokkar verkin eftir merkingu og efniviði Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. apríl 2017 10:15 "Þegar fólk kemur á sýninguna fær það lítil hefti og þar getur það fræðst frekar,“ lofar Hildigunnur. Fréttablaðið/Eyþór Ég leik mér að því að flokka verkin í a, b, c, d, e og f, eftir merkingu þeirra og efniviði. Þegar fólk kemur á sýninguna fær það lítil hefti og þar getur það fræðst frekar,“ segir Hildigunnur Birgisdóttir myndlistarmaður sem opnar sýningu í i8 Galleríi í dag milli klukkan 17 og 19. Hildigunnur Birgisdóttir útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2003 og hefur sýnt í Listasafni Reykjavíkur, Kling & Bang, Nýlistasafninu og Annaellegallery í Stokkhólmi. Hún hefur skapað sér sérstöðu með smágerðum skúlptúrum, leikgleði og húmor sem þó vekur athygli á alvarlegri málum.Veggfóðrið heitir Óþægilegar staðreyndir enda felur letrið í sér vandræðaleg leyndarmál um listakonuna Hildigunni. vísir/EyþórÍ i8 eru öll verkin upphengd og yfir allan salinn er veggfóður í gulum, rauðum, bláum og grænum litum, það er listaverk eftir Hildigunni og heitir Óþægilegar staðreyndir. Ástæðan er sú að á því eru staðreyndir um hana sjálfa, birtar í óþekktu leturkerfi sem þó er byggt á latneska stafrófinu. „Fólk þarf að leggja svolítið á sig ef það ætlar að komast að leyndarmálunum. En í raun vil ég ekkert að fólk viti þau, því þau eru bara vandræðaleg,“ útskýrir hún brosandi. Bendir líka grallaraleg á að sýningin sjáist varla fyrir sýningunni og það má til sanns vegar færa. Það ber til dæmis ekki mikið á agnarsmáum bronshillum inn á milli veggfóðurskreytinga. Þær hillur kveðst Hildigunnur hafa mótað með eigin fingrum. „Fyrstu hilluna gerði ég ekki í neinum sérstökum tilgangi, hún var bara fyrir eitthvað sem ég vissi ekki hvað yrði. Í öðru tilfelli bjó ég til hillu fyrir skrúfur. Mér fannst það huggulega gert af mér – ég held að skrúfur hafi sjaldan fengið slíka athygli. Bara – tími til kominn!“Sumar hillur þjóna vissum tilgangi, aðrar óræðum.Í einum flokknum eru postulínsverk. „Mér finnst voða gaman að prufa nýjar aðferðir en ég geri það oft bara einu sinni,“ segir listakonan og heldur áfram: „Þessi verk kölluðu á postulín því þau eru afsteypur af fjöldaframleiddum umbúðum, mér fannst við hæfi að setja þau í viðkvæmt og fallegt efni því umbúðir lenda jafnan í ruslinu. Serían fjallar um hringrás okkar, neysluna og umhverfið og verkin heita isk, þau draga nafn sitt alltaf af þeim gjaldmiðli sem í gildi er þar sem þau eru sýnd.“ Mest lesið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Belgísk verðlaunaleikkona látin Lífið Leitar enn að fallegasta stað í heimi Lífið „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Lífið Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Topp fermingargjafirnar í ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Ég leik mér að því að flokka verkin í a, b, c, d, e og f, eftir merkingu þeirra og efniviði. Þegar fólk kemur á sýninguna fær það lítil hefti og þar getur það fræðst frekar,“ segir Hildigunnur Birgisdóttir myndlistarmaður sem opnar sýningu í i8 Galleríi í dag milli klukkan 17 og 19. Hildigunnur Birgisdóttir útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2003 og hefur sýnt í Listasafni Reykjavíkur, Kling & Bang, Nýlistasafninu og Annaellegallery í Stokkhólmi. Hún hefur skapað sér sérstöðu með smágerðum skúlptúrum, leikgleði og húmor sem þó vekur athygli á alvarlegri málum.Veggfóðrið heitir Óþægilegar staðreyndir enda felur letrið í sér vandræðaleg leyndarmál um listakonuna Hildigunni. vísir/EyþórÍ i8 eru öll verkin upphengd og yfir allan salinn er veggfóður í gulum, rauðum, bláum og grænum litum, það er listaverk eftir Hildigunni og heitir Óþægilegar staðreyndir. Ástæðan er sú að á því eru staðreyndir um hana sjálfa, birtar í óþekktu leturkerfi sem þó er byggt á latneska stafrófinu. „Fólk þarf að leggja svolítið á sig ef það ætlar að komast að leyndarmálunum. En í raun vil ég ekkert að fólk viti þau, því þau eru bara vandræðaleg,“ útskýrir hún brosandi. Bendir líka grallaraleg á að sýningin sjáist varla fyrir sýningunni og það má til sanns vegar færa. Það ber til dæmis ekki mikið á agnarsmáum bronshillum inn á milli veggfóðurskreytinga. Þær hillur kveðst Hildigunnur hafa mótað með eigin fingrum. „Fyrstu hilluna gerði ég ekki í neinum sérstökum tilgangi, hún var bara fyrir eitthvað sem ég vissi ekki hvað yrði. Í öðru tilfelli bjó ég til hillu fyrir skrúfur. Mér fannst það huggulega gert af mér – ég held að skrúfur hafi sjaldan fengið slíka athygli. Bara – tími til kominn!“Sumar hillur þjóna vissum tilgangi, aðrar óræðum.Í einum flokknum eru postulínsverk. „Mér finnst voða gaman að prufa nýjar aðferðir en ég geri það oft bara einu sinni,“ segir listakonan og heldur áfram: „Þessi verk kölluðu á postulín því þau eru afsteypur af fjöldaframleiddum umbúðum, mér fannst við hæfi að setja þau í viðkvæmt og fallegt efni því umbúðir lenda jafnan í ruslinu. Serían fjallar um hringrás okkar, neysluna og umhverfið og verkin heita isk, þau draga nafn sitt alltaf af þeim gjaldmiðli sem í gildi er þar sem þau eru sýnd.“
Mest lesið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Belgísk verðlaunaleikkona látin Lífið Leitar enn að fallegasta stað í heimi Lífið „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Lífið Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Topp fermingargjafirnar í ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira