Erlent

Trump óskar Macron til hamingju

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, óskaði Emmanuel Macron, sigurvegara frönsku forsetakosninganna, til hamingju með sigurinn nú fyrir skömmu.

Forsetinn óskaði Macron „til hamingju með stóran sigur í dag sem næsti forseti Frakklands,“ og bætti við að hann „hlakkaði mjög til að vinna með honum.“

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump tjáir sig um forsetakosningarnar í Frakklandi. Athygli vekur að í viðtali við Associated Press í apríl sagði hann að Marine Le Pen væri „sterkasti“ frambjóðandinn í fyrri umferð forsetakosninganna.

Þá reiknaði hann líka með því að hryðjuverkaárásin í París í apríl síðastliðnum, þar sem lögregluþjónn var skotinn til bana á Champs-Elysées torgi, myndi koma til með að hjálpa Le Pen í kosningunum.


Tengdar fréttir

Le Pen heitir því að halda baráttunni áfram

Marine Le Pen hefur játað ósigur í frönsku forsetakosningunum eftir að fyrstu tölur birtust í dag. Hún óskaði Emmanuel Macron, sigurvegara kosninganna, góðs gengis með áskoranirnar sem Frakkland stendur frammi fyrir þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sína fyrir stuttu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×