Jafnvægi að nást á fasteignamarkaði Sæunn Gísladóttir skrifar 12. júní 2017 07:00 Ingibjörg Þórðardóttir bendir á að margar nýbyggingar séu í vændum. Vísir/GVA „Maður þorir ekki að segja að toppnum sé náð. Það er auðvitað enn þá eftirspurn, sérstaklega eftir íbúðum á eftirsóttum svæðum. En það hefur dregið úr spennunni. Ég myndi segja að það væri að komast á meira jafnvægi milli kaupenda og seljanda,“ segir Ingibjörg Þórðardóttir, fasteignasali og fyrrverandi formaður Félags fasteignasala. Fasteignasalar sem Fréttablaðið ræddi við eru sammála um að finna fyrir hægari hækkun fasteignaverðs undanfarnar vikur. Opinberar tölur sýna þó ekki kólnun á markaðnum. „Við sjáum ekkert út frá opinberum veltutölum um kaupsamninga sem gefa til kynna kólnun á markaðnum. En það gæti bara verið að það eigi eftir að koma fram. Það hafa verið það miklar verðhækkanir að undanförnu að það er eðlilegt að þær haldi ekki áfram með sama hraða,“ segir Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði.Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði.Mynd/ÍLS„En yfirlýsingar um að verðtoppi sé náð, hvort sem þær eru réttar eða ekki, hafa áhrif á væntingar á markaði. Það getur leitt til þess að framboð eykst ef fólk sem hefur setið á íbúðum sínum sér hag sinn í því að bjóða þær íbúðir fram núna. Á sama tíma gæti eftirspurnin hægt á sér því margir voru að drífa sig að kaupa áður en toppnum yrði náð. En þetta er eitthvað sem við eigum eftir að sjá hvort gerist,“ segir Una. Ingibjörg segir að skjálfti hafi komið á markaðinn upp úr áramótum þegar rosalegum hækkunum var spáð á fasteignaverði. „Fólk var að drífa sig að kaupa og verða á undan verðhækkunum. Svo hefur þetta róast aftur og það hefur verið minna framboð. Það kann líka að skýrast af því að fólk hefur verið að bíða eftir hækkununum og kannski að freistast til að bíða með að selja fram að hausti. Sérstaklega þessir sem eru að fara í minni eignir og eru með þær stærri og dýrari til að selja.“ Hún bendir þó á að nú hægist um á markaði fram yfir verslunarmannahelgi. Fólk sé í fríi og að hugsa um annað en fasteignakaup. „Þetta er mín upplifun að markaðurinn sé að róast og ég segi bara sem betur fer. Þetta var orðið stressástand á markaðnum og þetta veldur fólki sem er að reyna að komast inn á hann áhyggjum og kvíða. Þetta var tímabundið ástand og mér finnst það hafa jafnað sig," segir Ingibjörg.Ingibjörg Þórðardóttir, fyrrverandi formaður félags fasteignasala. Vísir/VilhelmKosningar hafi áhrif á markaðinnIngibjörg bendir á að það eru margar nýbyggingar í undirbúningi sem hafi áhrif á fasteignaverð, einnig hafi húsnæðisstefna sveitarfélaganna það líka. „Í ljósi þess að það styttist í kosningar verða þau að vera með eitthvað útspil og koma með lóðir og stefnur í þessum húsnæðismálum. Það verður að byggja í úthverfum eins og alls staðar er gert því þar eru ódýrari lóðir. Þetta er lögmál hvar sem þú ert staddur í heiminum." „Það að byggja áfram í Úlfarsárdalnum til dæmis er mjög gott og gefur kannski þeim sem vilja reyna að komast inn á markaðinn tækifæri. Þegar framboðið eykst þá næst meira jafnvægi milli kaupenda og seljanda. Reykjavík, stærsta sveitarfélagið, hefur verið eftirbátur hinna sveitarfélaganna, en nú eru þeir loksins að hysja upp um sig buxurnar." Tengdar fréttir Íbúðaverð nálgast góðærisástandið Skortur á íbúðarhúsnæði er ástæða þess að íbúðaverð hefur hækkað meira en laun undanfarna mánuði, að sögn hagfræðings hjá Arion banka. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu er nú nánast það sama og á hápunkti góðærisins 2007. 20. apríl 2017 14:55 Hækkun húsnæðisverðs aðaldrifkraftur verðbólgunnar Greiningardeild Íslandsbanka og hagfræðideild Landsbankans spá báðar hækkun á vísistölu neysluverðs í apríl. 11. apríl 2017 10:55 Hækkun húsnæðisverðs tekur fram úr hækkun leiguverðs Húsnæðisverð hækkaði um 19 prósent á síðastliðnu ári en leiguverð um 10,3 prósent. Fyrstu kaupendur eru orðnir stór hópur og fer fjölgandi. 2. maí 2017 07:00 Húsnæðismarkaðurinn áfram erfiður fram á næsta ár Greiningardeild Arion banka telur að líklega muni byrja að draga úr húsnæðiskorti á næsta ári en þangað til verði markaðurinn áfram erfiður fyrir kaupendur. 6. apríl 2017 12:31 Aukin skuldsetning gæti ógnað stöðugleika Teikn eru á lofti um aukna skuldsetningu vegna hækkandi fasteignaverðs. Prófessor í hagfræði segir hættu á að fólk setji uppi með neikvætt eigið fé. 7. apríl 2017 09:00 Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
„Maður þorir ekki að segja að toppnum sé náð. Það er auðvitað enn þá eftirspurn, sérstaklega eftir íbúðum á eftirsóttum svæðum. En það hefur dregið úr spennunni. Ég myndi segja að það væri að komast á meira jafnvægi milli kaupenda og seljanda,“ segir Ingibjörg Þórðardóttir, fasteignasali og fyrrverandi formaður Félags fasteignasala. Fasteignasalar sem Fréttablaðið ræddi við eru sammála um að finna fyrir hægari hækkun fasteignaverðs undanfarnar vikur. Opinberar tölur sýna þó ekki kólnun á markaðnum. „Við sjáum ekkert út frá opinberum veltutölum um kaupsamninga sem gefa til kynna kólnun á markaðnum. En það gæti bara verið að það eigi eftir að koma fram. Það hafa verið það miklar verðhækkanir að undanförnu að það er eðlilegt að þær haldi ekki áfram með sama hraða,“ segir Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði.Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði.Mynd/ÍLS„En yfirlýsingar um að verðtoppi sé náð, hvort sem þær eru réttar eða ekki, hafa áhrif á væntingar á markaði. Það getur leitt til þess að framboð eykst ef fólk sem hefur setið á íbúðum sínum sér hag sinn í því að bjóða þær íbúðir fram núna. Á sama tíma gæti eftirspurnin hægt á sér því margir voru að drífa sig að kaupa áður en toppnum yrði náð. En þetta er eitthvað sem við eigum eftir að sjá hvort gerist,“ segir Una. Ingibjörg segir að skjálfti hafi komið á markaðinn upp úr áramótum þegar rosalegum hækkunum var spáð á fasteignaverði. „Fólk var að drífa sig að kaupa og verða á undan verðhækkunum. Svo hefur þetta róast aftur og það hefur verið minna framboð. Það kann líka að skýrast af því að fólk hefur verið að bíða eftir hækkununum og kannski að freistast til að bíða með að selja fram að hausti. Sérstaklega þessir sem eru að fara í minni eignir og eru með þær stærri og dýrari til að selja.“ Hún bendir þó á að nú hægist um á markaði fram yfir verslunarmannahelgi. Fólk sé í fríi og að hugsa um annað en fasteignakaup. „Þetta er mín upplifun að markaðurinn sé að róast og ég segi bara sem betur fer. Þetta var orðið stressástand á markaðnum og þetta veldur fólki sem er að reyna að komast inn á hann áhyggjum og kvíða. Þetta var tímabundið ástand og mér finnst það hafa jafnað sig," segir Ingibjörg.Ingibjörg Þórðardóttir, fyrrverandi formaður félags fasteignasala. Vísir/VilhelmKosningar hafi áhrif á markaðinnIngibjörg bendir á að það eru margar nýbyggingar í undirbúningi sem hafi áhrif á fasteignaverð, einnig hafi húsnæðisstefna sveitarfélaganna það líka. „Í ljósi þess að það styttist í kosningar verða þau að vera með eitthvað útspil og koma með lóðir og stefnur í þessum húsnæðismálum. Það verður að byggja í úthverfum eins og alls staðar er gert því þar eru ódýrari lóðir. Þetta er lögmál hvar sem þú ert staddur í heiminum." „Það að byggja áfram í Úlfarsárdalnum til dæmis er mjög gott og gefur kannski þeim sem vilja reyna að komast inn á markaðinn tækifæri. Þegar framboðið eykst þá næst meira jafnvægi milli kaupenda og seljanda. Reykjavík, stærsta sveitarfélagið, hefur verið eftirbátur hinna sveitarfélaganna, en nú eru þeir loksins að hysja upp um sig buxurnar."
Tengdar fréttir Íbúðaverð nálgast góðærisástandið Skortur á íbúðarhúsnæði er ástæða þess að íbúðaverð hefur hækkað meira en laun undanfarna mánuði, að sögn hagfræðings hjá Arion banka. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu er nú nánast það sama og á hápunkti góðærisins 2007. 20. apríl 2017 14:55 Hækkun húsnæðisverðs aðaldrifkraftur verðbólgunnar Greiningardeild Íslandsbanka og hagfræðideild Landsbankans spá báðar hækkun á vísistölu neysluverðs í apríl. 11. apríl 2017 10:55 Hækkun húsnæðisverðs tekur fram úr hækkun leiguverðs Húsnæðisverð hækkaði um 19 prósent á síðastliðnu ári en leiguverð um 10,3 prósent. Fyrstu kaupendur eru orðnir stór hópur og fer fjölgandi. 2. maí 2017 07:00 Húsnæðismarkaðurinn áfram erfiður fram á næsta ár Greiningardeild Arion banka telur að líklega muni byrja að draga úr húsnæðiskorti á næsta ári en þangað til verði markaðurinn áfram erfiður fyrir kaupendur. 6. apríl 2017 12:31 Aukin skuldsetning gæti ógnað stöðugleika Teikn eru á lofti um aukna skuldsetningu vegna hækkandi fasteignaverðs. Prófessor í hagfræði segir hættu á að fólk setji uppi með neikvætt eigið fé. 7. apríl 2017 09:00 Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Íbúðaverð nálgast góðærisástandið Skortur á íbúðarhúsnæði er ástæða þess að íbúðaverð hefur hækkað meira en laun undanfarna mánuði, að sögn hagfræðings hjá Arion banka. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu er nú nánast það sama og á hápunkti góðærisins 2007. 20. apríl 2017 14:55
Hækkun húsnæðisverðs aðaldrifkraftur verðbólgunnar Greiningardeild Íslandsbanka og hagfræðideild Landsbankans spá báðar hækkun á vísistölu neysluverðs í apríl. 11. apríl 2017 10:55
Hækkun húsnæðisverðs tekur fram úr hækkun leiguverðs Húsnæðisverð hækkaði um 19 prósent á síðastliðnu ári en leiguverð um 10,3 prósent. Fyrstu kaupendur eru orðnir stór hópur og fer fjölgandi. 2. maí 2017 07:00
Húsnæðismarkaðurinn áfram erfiður fram á næsta ár Greiningardeild Arion banka telur að líklega muni byrja að draga úr húsnæðiskorti á næsta ári en þangað til verði markaðurinn áfram erfiður fyrir kaupendur. 6. apríl 2017 12:31
Aukin skuldsetning gæti ógnað stöðugleika Teikn eru á lofti um aukna skuldsetningu vegna hækkandi fasteignaverðs. Prófessor í hagfræði segir hættu á að fólk setji uppi með neikvætt eigið fé. 7. apríl 2017 09:00