Hyggjast ákæra Mugabe fyrir að leyfa eiginkonunni „að ræna völdum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. nóvember 2017 23:32 Robert Mugabe er 93 ára gamall. Hann hefur verið valdamesti maður Simbabve í tugi ára. vísir/getty Flokksmenn í Zanu-PF, stjórnmálaflokki Roberts Mugabe, forseta Simbabve, ætla að ákæra hann fyrir afglöp í embætti forseta. Á meðal þess sem þeir saka Mugabe um er að hafa leyfti eiginkonu sinni, Grace Mugabe, að hrifsa til sín völd. Tillaga um að ákæra Mugabe verður að öllum líkindum lögð fyrir þingið í Simbabve á morgun en Paul Mangwana, valdamikill maður í Zanu-PF, segir að ákæruferlið þurfi ekki að taka meira en tvo daga. Mugabe var settur af sem formaður í flokki sínum um helgina og fékk hann frest þar til í dag til að segja af sér sem forseti, en það hefur hann ekki enn gert. Herinn tók völdin í landinu í Simbabve í liðinni viku eftir að Mugabe rak varaforseta sin, Emmerson Mnangagwa úr embætti. Mnangagwa var talinn líklegur arftaki Mugabe en það var Grace Mugabe einnig talinn og sá margir brottrekstur Mnangagwa í því ljósi að Mugabe vildi að kona sín tæki við forsetaembættinu. Stjórnarskrá Simbabve kveður á um að ákæra megi embættismenn fyrir afglöp í starfi meðal annars ef þeir brjóta stjórnarskrána eða ef þeim tekst ekki að fylgja stjórnarskránni eða verja hana. „Aðalhluti ákærunnar snýr að því að hann leyfði eiginkonu sinni að ræna völdum sem kveðið er á um í stjórnarskrá en hún hefur engan rétt til þess að stjórna landinu. Hún móðgar varaforsetann opinberlega og svo sverta þau orðspor hersins,“ er haft eftir Paul Mangwana á vef BBC. Mugabe hefur verið forseti í 30 ár og hefur verið þrýst mjög á hann að segja af sér. Flestir töldu að hann myndi segja af sér sem forseti þegar hann flutti sjónvarpsávarp í gær en það gerði hann ekki. Mugabe er 93 ára gamall. „Hann er orðinn mjög gamall og hefur ekki lengur líkamlega getu til að vera við völd. Hann er þrjóskur maður og hann heyrir rödd þjóðarinnar en hann neitar að hlusta,“ segir Mangwana. Tengdar fréttir Settur af sem formaður en hyggst sitja áfram Forseta Simbabve bíður vantraustsyfirlýsing síðar í dag segi hann ekki af sér af sjálfsdáðum. Skautaði fram hjá aðstæðum í ávarpi í gærkvöldi. Eiginkona hans og samstarfsmenn hennar hafa verið rekin með skömm úr stjórnarflokknum. 20. nóvember 2017 06:00 Frestur Mugabe runninn út Mjög hefur verið þrýst á Mugabe, sem setir hefur á valdastól í hartnær 40 ár, að segja af sér. 20. nóvember 2017 10:14 Mugabe sagði ekki af sér þvert á væntingar Robert Mugabe, forseti Simbabve, sagði ekki af sér embætti er hann ávarpaði þjóð sína í sjónvarpsávarpi fyrir stundu. Fastlega hafði verið gert ráð fyrir að hann myndi nota sjónvarpsávarpið til að láta af embætti forseta. 19. nóvember 2017 19:32 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Flokksmenn í Zanu-PF, stjórnmálaflokki Roberts Mugabe, forseta Simbabve, ætla að ákæra hann fyrir afglöp í embætti forseta. Á meðal þess sem þeir saka Mugabe um er að hafa leyfti eiginkonu sinni, Grace Mugabe, að hrifsa til sín völd. Tillaga um að ákæra Mugabe verður að öllum líkindum lögð fyrir þingið í Simbabve á morgun en Paul Mangwana, valdamikill maður í Zanu-PF, segir að ákæruferlið þurfi ekki að taka meira en tvo daga. Mugabe var settur af sem formaður í flokki sínum um helgina og fékk hann frest þar til í dag til að segja af sér sem forseti, en það hefur hann ekki enn gert. Herinn tók völdin í landinu í Simbabve í liðinni viku eftir að Mugabe rak varaforseta sin, Emmerson Mnangagwa úr embætti. Mnangagwa var talinn líklegur arftaki Mugabe en það var Grace Mugabe einnig talinn og sá margir brottrekstur Mnangagwa í því ljósi að Mugabe vildi að kona sín tæki við forsetaembættinu. Stjórnarskrá Simbabve kveður á um að ákæra megi embættismenn fyrir afglöp í starfi meðal annars ef þeir brjóta stjórnarskrána eða ef þeim tekst ekki að fylgja stjórnarskránni eða verja hana. „Aðalhluti ákærunnar snýr að því að hann leyfði eiginkonu sinni að ræna völdum sem kveðið er á um í stjórnarskrá en hún hefur engan rétt til þess að stjórna landinu. Hún móðgar varaforsetann opinberlega og svo sverta þau orðspor hersins,“ er haft eftir Paul Mangwana á vef BBC. Mugabe hefur verið forseti í 30 ár og hefur verið þrýst mjög á hann að segja af sér. Flestir töldu að hann myndi segja af sér sem forseti þegar hann flutti sjónvarpsávarp í gær en það gerði hann ekki. Mugabe er 93 ára gamall. „Hann er orðinn mjög gamall og hefur ekki lengur líkamlega getu til að vera við völd. Hann er þrjóskur maður og hann heyrir rödd þjóðarinnar en hann neitar að hlusta,“ segir Mangwana.
Tengdar fréttir Settur af sem formaður en hyggst sitja áfram Forseta Simbabve bíður vantraustsyfirlýsing síðar í dag segi hann ekki af sér af sjálfsdáðum. Skautaði fram hjá aðstæðum í ávarpi í gærkvöldi. Eiginkona hans og samstarfsmenn hennar hafa verið rekin með skömm úr stjórnarflokknum. 20. nóvember 2017 06:00 Frestur Mugabe runninn út Mjög hefur verið þrýst á Mugabe, sem setir hefur á valdastól í hartnær 40 ár, að segja af sér. 20. nóvember 2017 10:14 Mugabe sagði ekki af sér þvert á væntingar Robert Mugabe, forseti Simbabve, sagði ekki af sér embætti er hann ávarpaði þjóð sína í sjónvarpsávarpi fyrir stundu. Fastlega hafði verið gert ráð fyrir að hann myndi nota sjónvarpsávarpið til að láta af embætti forseta. 19. nóvember 2017 19:32 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Settur af sem formaður en hyggst sitja áfram Forseta Simbabve bíður vantraustsyfirlýsing síðar í dag segi hann ekki af sér af sjálfsdáðum. Skautaði fram hjá aðstæðum í ávarpi í gærkvöldi. Eiginkona hans og samstarfsmenn hennar hafa verið rekin með skömm úr stjórnarflokknum. 20. nóvember 2017 06:00
Frestur Mugabe runninn út Mjög hefur verið þrýst á Mugabe, sem setir hefur á valdastól í hartnær 40 ár, að segja af sér. 20. nóvember 2017 10:14
Mugabe sagði ekki af sér þvert á væntingar Robert Mugabe, forseti Simbabve, sagði ekki af sér embætti er hann ávarpaði þjóð sína í sjónvarpsávarpi fyrir stundu. Fastlega hafði verið gert ráð fyrir að hann myndi nota sjónvarpsávarpið til að láta af embætti forseta. 19. nóvember 2017 19:32