Reginn kaupir turninn við Höfðatorg Daníel Freyr Birkisson skrifar 20. nóvember 2017 09:45 Fasteignafélagið FAST-1 keypti turninn við Höfðatorg af Íslandsbanka árið 2013. Vísir/GVA Fasteignafélagið Reginn hf. skrifaði í gær undir samning um einkaviðræður og helstu skilmála vegna fyrirhugaðra kaupa á öllu hlutafé dótturfélaganna Fast-1, HTO og Fast-2. Fyrirhuguð kaup miðast við að heildarvirði félaganna sé um 23,2 milljarðar króna. Meðal eigna þeirra eru Katrínartún 2 (turninn við Höfðatorg) og Borgartún 8-16. Aðrar eignir félagsins eru Skúlagata 21, Vegmúli 3 og Skútuvogur 1. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál, greindi frá því í lok ágúst að Fast-1 væri að undirbúa sölu á öllum eignum samstæðunnar og að fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka yrði ráðgjafi seljenda í söluferlinu. Ef að kaupunum verður er áætlað að EBITDA Regins hækki um 1,24 milljarða á ársgrundvelli og að eignasafn stækki um 14 prósent miðað við fermetra. Reginn mun gefa út nýtt hlutafé að markaðsvirði 5,8 milljarða króna á meðalgengi hlutabréfa Regins undangengis mánaðar fyrir undirritun kaupsamnings auk þess sem viðskiptin verða fjármögnuð með útgáfu á nýjum skuldabréfaflokki undir útgáfuramma Regins. Takmörkun verður á viðskiptum með 2/3 af hlutum sem gefnir verða út vegna viðskiptanna, í annars vegar 2 mánuði og hins vegar 4 mánuði. Fast-1 fengi því afhent ný hlutabréf í Regin sem næmi um 13 prósenta eignarhlut í fasteignafélaginu. Meðal stærstu hluthafa Fast-1 eru Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóður verzlunarmanna, en hlutur þeirra er um 20 prósent hver. Auk þess eru Festa lífeyrissjóður með um 10 prósent hlut og Almenni lífeyrissjóðurinn tæplega 7 prósent. Með skiptunum verður eignasafn Regins hf. 366 þúsund fermetrar en eignir ofangreindra félaga telja 44 þúsund fermetra ásamt bílakjallara með 600 bílastæðum. Fjárfestingastefna Regins felur í sér að auka hlut félagsins í hágæða atvinnuhúsnæði á sterkum markaðssvæðum. Viðskiptin eru m.a. háð skilyrðum um að samkomulag náist um endanlegan kaupsamning, niðurstöðu áreiðanleikakannana, samþykki hluthafafundar fyrir aukningu hlutafjár, samþykki stjórnar fyrir útgáfu skuldabréfaflokks og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Gangi viðskiptin eftir er gert ráð fyrir að þeim ljúki á 2. ársfjórðungi 2018. Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir að selja turninn við Höfðatorg Fasteignafélag í eigu lífeyrissjóða undirbýr nú sölu á öllum eignum félagsins sem eru metnar á um 22 milljarða króna. Langsamlega stærsta eignin er turninn við Höfðatorg. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur umsjón með söluferlinu. 30. ágúst 2017 07:30 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Fasteignafélagið Reginn hf. skrifaði í gær undir samning um einkaviðræður og helstu skilmála vegna fyrirhugaðra kaupa á öllu hlutafé dótturfélaganna Fast-1, HTO og Fast-2. Fyrirhuguð kaup miðast við að heildarvirði félaganna sé um 23,2 milljarðar króna. Meðal eigna þeirra eru Katrínartún 2 (turninn við Höfðatorg) og Borgartún 8-16. Aðrar eignir félagsins eru Skúlagata 21, Vegmúli 3 og Skútuvogur 1. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál, greindi frá því í lok ágúst að Fast-1 væri að undirbúa sölu á öllum eignum samstæðunnar og að fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka yrði ráðgjafi seljenda í söluferlinu. Ef að kaupunum verður er áætlað að EBITDA Regins hækki um 1,24 milljarða á ársgrundvelli og að eignasafn stækki um 14 prósent miðað við fermetra. Reginn mun gefa út nýtt hlutafé að markaðsvirði 5,8 milljarða króna á meðalgengi hlutabréfa Regins undangengis mánaðar fyrir undirritun kaupsamnings auk þess sem viðskiptin verða fjármögnuð með útgáfu á nýjum skuldabréfaflokki undir útgáfuramma Regins. Takmörkun verður á viðskiptum með 2/3 af hlutum sem gefnir verða út vegna viðskiptanna, í annars vegar 2 mánuði og hins vegar 4 mánuði. Fast-1 fengi því afhent ný hlutabréf í Regin sem næmi um 13 prósenta eignarhlut í fasteignafélaginu. Meðal stærstu hluthafa Fast-1 eru Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóður verzlunarmanna, en hlutur þeirra er um 20 prósent hver. Auk þess eru Festa lífeyrissjóður með um 10 prósent hlut og Almenni lífeyrissjóðurinn tæplega 7 prósent. Með skiptunum verður eignasafn Regins hf. 366 þúsund fermetrar en eignir ofangreindra félaga telja 44 þúsund fermetra ásamt bílakjallara með 600 bílastæðum. Fjárfestingastefna Regins felur í sér að auka hlut félagsins í hágæða atvinnuhúsnæði á sterkum markaðssvæðum. Viðskiptin eru m.a. háð skilyrðum um að samkomulag náist um endanlegan kaupsamning, niðurstöðu áreiðanleikakannana, samþykki hluthafafundar fyrir aukningu hlutafjár, samþykki stjórnar fyrir útgáfu skuldabréfaflokks og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Gangi viðskiptin eftir er gert ráð fyrir að þeim ljúki á 2. ársfjórðungi 2018.
Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir að selja turninn við Höfðatorg Fasteignafélag í eigu lífeyrissjóða undirbýr nú sölu á öllum eignum félagsins sem eru metnar á um 22 milljarða króna. Langsamlega stærsta eignin er turninn við Höfðatorg. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur umsjón með söluferlinu. 30. ágúst 2017 07:30 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Lífeyrissjóðir að selja turninn við Höfðatorg Fasteignafélag í eigu lífeyrissjóða undirbýr nú sölu á öllum eignum félagsins sem eru metnar á um 22 milljarða króna. Langsamlega stærsta eignin er turninn við Höfðatorg. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur umsjón með söluferlinu. 30. ágúst 2017 07:30