Þegar Davíð skar Styrmi óvænt úr snörunni Jakob Bjarnar skrifar 20. nóvember 2017 09:48 Styrmir fékk að kynnast sérgrein Davíðs sem er að koma manninum í gálgann en þegar á að fara að sparka undan honum stólnum þá sker hann manninn úr snörunni. Uppgjörsbók Sveins R. Eyjólfssonar athafnamanns varpar verðmætu ljósi á það hvernig kaupin gerast á Eyrinni í viðskiptalífinu. Silja Aðalsteinsdóttir skrásetur sögu Sveins af miklu öryggi en bókin er nýkomin út og ber titilinn „Allt kann sá er bíða kann“. Er þar vísað til lífsmottós Sveins. Bókin hlýtur að teljast fengur fyrir þá sem vilja vita hvað gekk á bak við tjöldin til að mynda við umfangsmikinn fjölmiðlarekstur Sveins sem yfirgaf trausta stöðu hjá Skeljungi til að endurreisa Vísi, stofnaði svo Dagblaðið með Jónasi Kristjánssyni, síðan DV, nú vefmiðilinn Vísi og Fréttablaðið. Allt er þetta rakið af mikilli samviskusemi en um er að ræða umbrotatíma í íslenskri fjölmiðlasögu þegar flokksblöðin eru að leggja upp laupana.Sjálfstæðisflokkurinn annar í orði en á borðiEkki bar mikið á Sveini opinberlega, sem meira að segja greinir frá því að hann hafi verið kallaður Skugga-Sveinn, svo mjög var hann á bak við tjöldin. En, hann hefur frá þeim mun meiru að segja. Ekki síst kann áhugamönnum um stjórnmál að þykja athyglisverðar frásagnir Sveins í því sem snúa að samskiptum við stjórnmálaflokka og þá einkum Sjálfstæðisflokkinn.Silja skrásetur sögu Sveins af miklu öryggi. Þarna fagna þau útkomu bókarinnar sem varpar fágætu ljósi á það hvað gerðist að tjaldabaki.visir/ernirSveinn styður opinbera stefnu Sjálfstæðisflokkinn í því sem snýr að athafnafrelsi einstaklingsins. En ekki verður betur séð en flokkurinn sé allur annar í orði en á borði, ef marka má frásögn Sveins. Og þá má segja að afstaða forystumanna flokksins til fjölmiðla, eins og hún birtist Sveini, sé afar athyglisverð. Vísir birtir, með góðfúslegu leyfi útgefanda, brot úr bókinni en þar segir frá því þegar Sveinn ræður Össur Skarphéðinssona til starfa sem ritstjóra DV. Og víkur þá sögunni að samskiptum hans við Davíð Oddsson, nú ritstjóra Morgunblaðsins en fyrrverandi borgarstjóra og forsætisráðherra. Millifyrirsagnir eru Vísis.Allt brjálað vegna ráðningar Össurar„Gauragangurinn sem fylgdi aðkomu Stöðvar 2-manna, Jóns Ólafssonar og félaga, að Frjálsri fjölmiðlun varð nú bara eins og bænalestur miðað við uppistandið sem varð út af ráðningu Össurar Skarphéðinssonar sem ritstjóra DV. Ég var jafnvel vændur um það persónulega af formanni Sjálfstæðisflokksins að ég væri að hjálpa Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í borgarpólitíkinni með því að ráða svila hennar sem ritstjóra. Þetta myndi örugglega skipta sköpum því Össur myndi misnota aðstöðu sína hjá blaðinu.Valdamiklir menn í Sjálfstæðisflokknum gengu nánast af göflunum þegar Sveinn fékk Össur til að taka við ritstjórn DV.Ingibjörg Sólrún var eina manneskjan sem Davíð Oddsson óttaðist og það var sakir hennar greindar á öllum sviðum. Ég taldi mig ekki vera að reka fjölmiðil til að hjálpa einum eða neinum, hverra flokka sem væru, og vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið, ég var bara að reka fjölmiðla fyrir okkar góða og trausta lesendahóp og hagaði öllum mínum störfum með það í huga.“Reykmerki Davíðs„Þetta var í eina skiptið sem Davíð Oddsson kom beint framan að hlutunum og hringdi sjálfur til að koma óánægju sinni á framfæri. Það var annars aldrei hans stíll. Hann notaði yfirleitt óbein tilmæli, einhver „reykmerki“ sem menn áttu að skilja og fara eftir. Bað ekki um neitt en ætlaðist til alls. Það tókst í flestum tilfellum. Blóðhundarnir ruku af stað. Þú manst kannski eftir þingræðu Þórunnar Sveinbjarnardóttur þar sem hún fjallaði um þennan stjórnunarstíl óttans og spurði: „Viljum við svona þjóðfélag?“ Styrmir Gunnarsson sagði í yfirheyrslu hjá Rannsóknarnefnd Alþingis eftir hrun að þetta væri ógeðslegt þjóðfélag. Það skyldi þó ekki vera að orsakanna væri að leita nær honum en hann vildi sjá?“Þegar reka átti Styrmi GunnarssonOg áfram heldur Sveinn: „Ég ætti kannski að skjóta hér að sögu um samskipti Davíðs og Styrmis Gunnarssonar. Davíð var óánægður með skrif Styrmis um kvótakerfið í Morgunblaðið, það var í andstöðu við stefnu Sjálfstæðisflokksins í auðlindamálum og hann var sífellt að hafa samband við stjórn Árvakurs, Harald Sveinsson fyrst og fremst, og krefjast þess að þeir rækju Styrmi. Hann væri skemmdarverkamaður, alltaf að hlaða undir kratana og Jón Baldvin og algerlega á skjön við allt sem Flokkurinn stæði fyrir.Hlerinn var við að falla, Styrmir að fjúka sem ritstjóri Morgunblaðsins, þegar Davíð hringdi óvænt inná stjórnarfund.visir/gvaLengi vel létu þeir ekki undan honum enda ekki vanir að taka við nöldri utan úr bæ, jafnvel ekki frá formanni Flokksins. Þó fer svo að lokum að þeir verða þreyttir á þessu – og ég tek fram að Haraldur sagði mér sjálfur þessa sögu – og ákveða að kalla Styrmi inn á stjórnarfund og segja honum upp.“Óvænt símtal Davíðs inná stjórnarfundinn „Það er haldinn stjórnarfundur í Árvakri, í fundarherberginu í húsi Morgunblaðsins í Kringlunni þar sem blaðið var þá til húsa, og þriðji liður á dagskránni er „málefni ritstjóra“. Þeir klára fyrsta lið, þeir klára annan lið og koma að þriðja lið. Þá hringir Haraldur í skiptiborðið og biður símastúlkuna að senda Styrmi inn á fundinn. Svo kemur Styrmir, honum er boðið sæti en þegar Haraldur er að hefja mál sitt hringir síminn. Haraldur verður bálreiður því símastúlkunum var bannað að hringja inn á stjórnarfundi. Það vissu allir. „Já,“ segir hann snúðugt í símann og svo: „Hvað segirðu? Jú, hann er hér, augnablik …“ Hann réttir Styrmi tólið og segir: „Þetta er til þín. Forsætisráðherra vill tala við þig.“Styrmir tekur við tólinu skjálfandi hendi, Davíð hafði ekki yrt á hann í mörg ár. Hann hlustar á Davíð um stund og segir svo: „Já, það væri mér sannur heiður, forsætisráðherra. Þakka þér fyrir.“ Svo leggur hann á og Haraldur segir: „Hvað var þetta?“ „Forsætisráðherra var að biðja mig að taka sæti í fyrirhugaðri auðlindanefnd stjórnarflokkanna,“ svaraði Styrmir. „Nú,“ segir Haraldur – og strikar þegjandi yfir lið þrjú. „Við þurfum ekki að spjalla meira við þig.“Breytt viðhorf StyrmisVið þetta gerbreyttist viðhorf Styrmis til kvótakerfisins og síðan hefur hann étið úr lófa Davíðs. Þeir sem þekkja Davíð vel vita að þetta er sérgrein hans: Hann kemur manninum í gálgann en þegar á að fara að sparka undan honum stólnum þá sker hann manninn úr snörunni! Svona rétt eins og Clint Eastwood þegar hann skýtur í sundur reipið í gálganum og bjargar fórnarlambinu.Sveinn segir að afstaða Styrmis hafi tekið stakkaskiptum eftir að Davíð var búinn að taka hann í hakkavél sína.Raunar hefur Styrmir sagt frá því að það hefði verið Matthías Johannessen sem var höfundur sjávarútvegsstefnu Morgunblaðsins, ekki Styrmir. Matthías var á móti kvótakerfinu en Styrmir skrifaði meira um það.“Óvild hinna voldugu aflaVert er að hafa hafa hugfast að fyrr í bókinni kemur fram að Sveinn og Styrmir þekkjast frá fornu fari og tilheyra sama vinahópnum ásamt Jóni Baldvin Hannibalssyni og fleiri mönnum. Í bókinni er þá vitnað til Jónsbókar Einars Kárasonar til að varpa ljósi á atburði utan frá og lýsa afstöðu Sveins til stöðu mála, sem er mikilvægur millileikur í frásögninni: „Nokkrum árum síðar varð FF gjaldþrota, og það er á Sveini að heyra að í því ferli hafi hann mjög fundið að hann naut ekki meðbyrs eða vináttu hjá voldugum öflum í pólitík og bankakerfi, og hans skoðun er sú að þar hafi þrennt ráðið mestu: að hann fékk Jón og félaga með sér inn í fyrirtækið, að hann réð Össur Skarphéðinsson seinna til að ritstýra DV, og loks að Eyjólfur sonur hans átti eftir að verða samstarfsmaður Jóns í hinum svonefnda Orcahóp sem fór út í bankaviðskipti“. Einar Kárason: Jónsbók. Saga Jóns Ólafssonar athafnamanns. Mál og menning 2005, bls. 382.Þó Sveinn væri sjálfstæðismaður af hugsjón var hann tregur í taumi þegar flokksmaskínan vildi teyma. Það átti eftir að koma honum í koll.DV þyrnir í augum SjálfstæðisflokksinsÍ kjölfarið fylgja svo hugleiðingar Sveins, eftir á að hyggja: „Með þau ósköp í huga sem í vændum voru hef ég stundum velt fyrir mér hvers vegna ýmsir töldu sig geta haft áhrif á hvað við vorum að gera hjá Frjálsri fjölmiðlun. Ef við hefðum verið vinstrimenn hefðum við verið látnir í friði. Ekki var hamast svona á Svavari Gestssyni eða öðrum ritstjórum og útgefendum Þjóðviljans. En af því við vorum Sjálfstæðismenn töldu menn sig mega atast í okkur. Af hverju lögðu menn allt kapp á að gera okkur erfitt fyrir með fjölmiðlareksturinn? Aldrei báðum við um sporslur eða vegtyllur frá Sjálfstæðisflokknum. Við vorum og erum sjálfstæðismenn af lífsskoðun en töldum okkur ekki þar með skuldbundna foringjum flokksins. Við lögðum þessari lífsskoðun lið, málstað athafnafrelsis og opins þjóð félags, með þátttöku í fyrirtækjum þar sem stundum var ekki hagnaðarvon. Þá vorum við að berjast á móti einokun og sérréttindum. Þar má nefna stuðning við Hafskip og Arnarflug og ekki síst starfrækslu frjálsra fjölmiðla. En þetta hafði ekkert með neina flokksmaskínu að gera.“ Fjölmiðlar Tengdar fréttir Margmenni í útgáfuhófi dagblaðamógúls Útgáfuhóf bókarinnar Allt kann sá er bíða kann var haldið í Norræna húsinu síðastliðinn þriðjudag. Bókin er skrifuð af Silju Aðalsteinsdóttur um Svein R. Eyjólfsson blaðaútgefanda. Mikil gleði og stuð var í boðinu eins og má sjá á myndunum. 27. október 2017 06:30 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Uppgjörsbók Sveins R. Eyjólfssonar athafnamanns varpar verðmætu ljósi á það hvernig kaupin gerast á Eyrinni í viðskiptalífinu. Silja Aðalsteinsdóttir skrásetur sögu Sveins af miklu öryggi en bókin er nýkomin út og ber titilinn „Allt kann sá er bíða kann“. Er þar vísað til lífsmottós Sveins. Bókin hlýtur að teljast fengur fyrir þá sem vilja vita hvað gekk á bak við tjöldin til að mynda við umfangsmikinn fjölmiðlarekstur Sveins sem yfirgaf trausta stöðu hjá Skeljungi til að endurreisa Vísi, stofnaði svo Dagblaðið með Jónasi Kristjánssyni, síðan DV, nú vefmiðilinn Vísi og Fréttablaðið. Allt er þetta rakið af mikilli samviskusemi en um er að ræða umbrotatíma í íslenskri fjölmiðlasögu þegar flokksblöðin eru að leggja upp laupana.Sjálfstæðisflokkurinn annar í orði en á borðiEkki bar mikið á Sveini opinberlega, sem meira að segja greinir frá því að hann hafi verið kallaður Skugga-Sveinn, svo mjög var hann á bak við tjöldin. En, hann hefur frá þeim mun meiru að segja. Ekki síst kann áhugamönnum um stjórnmál að þykja athyglisverðar frásagnir Sveins í því sem snúa að samskiptum við stjórnmálaflokka og þá einkum Sjálfstæðisflokkinn.Silja skrásetur sögu Sveins af miklu öryggi. Þarna fagna þau útkomu bókarinnar sem varpar fágætu ljósi á það hvað gerðist að tjaldabaki.visir/ernirSveinn styður opinbera stefnu Sjálfstæðisflokkinn í því sem snýr að athafnafrelsi einstaklingsins. En ekki verður betur séð en flokkurinn sé allur annar í orði en á borði, ef marka má frásögn Sveins. Og þá má segja að afstaða forystumanna flokksins til fjölmiðla, eins og hún birtist Sveini, sé afar athyglisverð. Vísir birtir, með góðfúslegu leyfi útgefanda, brot úr bókinni en þar segir frá því þegar Sveinn ræður Össur Skarphéðinssona til starfa sem ritstjóra DV. Og víkur þá sögunni að samskiptum hans við Davíð Oddsson, nú ritstjóra Morgunblaðsins en fyrrverandi borgarstjóra og forsætisráðherra. Millifyrirsagnir eru Vísis.Allt brjálað vegna ráðningar Össurar„Gauragangurinn sem fylgdi aðkomu Stöðvar 2-manna, Jóns Ólafssonar og félaga, að Frjálsri fjölmiðlun varð nú bara eins og bænalestur miðað við uppistandið sem varð út af ráðningu Össurar Skarphéðinssonar sem ritstjóra DV. Ég var jafnvel vændur um það persónulega af formanni Sjálfstæðisflokksins að ég væri að hjálpa Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í borgarpólitíkinni með því að ráða svila hennar sem ritstjóra. Þetta myndi örugglega skipta sköpum því Össur myndi misnota aðstöðu sína hjá blaðinu.Valdamiklir menn í Sjálfstæðisflokknum gengu nánast af göflunum þegar Sveinn fékk Össur til að taka við ritstjórn DV.Ingibjörg Sólrún var eina manneskjan sem Davíð Oddsson óttaðist og það var sakir hennar greindar á öllum sviðum. Ég taldi mig ekki vera að reka fjölmiðil til að hjálpa einum eða neinum, hverra flokka sem væru, og vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið, ég var bara að reka fjölmiðla fyrir okkar góða og trausta lesendahóp og hagaði öllum mínum störfum með það í huga.“Reykmerki Davíðs„Þetta var í eina skiptið sem Davíð Oddsson kom beint framan að hlutunum og hringdi sjálfur til að koma óánægju sinni á framfæri. Það var annars aldrei hans stíll. Hann notaði yfirleitt óbein tilmæli, einhver „reykmerki“ sem menn áttu að skilja og fara eftir. Bað ekki um neitt en ætlaðist til alls. Það tókst í flestum tilfellum. Blóðhundarnir ruku af stað. Þú manst kannski eftir þingræðu Þórunnar Sveinbjarnardóttur þar sem hún fjallaði um þennan stjórnunarstíl óttans og spurði: „Viljum við svona þjóðfélag?“ Styrmir Gunnarsson sagði í yfirheyrslu hjá Rannsóknarnefnd Alþingis eftir hrun að þetta væri ógeðslegt þjóðfélag. Það skyldi þó ekki vera að orsakanna væri að leita nær honum en hann vildi sjá?“Þegar reka átti Styrmi GunnarssonOg áfram heldur Sveinn: „Ég ætti kannski að skjóta hér að sögu um samskipti Davíðs og Styrmis Gunnarssonar. Davíð var óánægður með skrif Styrmis um kvótakerfið í Morgunblaðið, það var í andstöðu við stefnu Sjálfstæðisflokksins í auðlindamálum og hann var sífellt að hafa samband við stjórn Árvakurs, Harald Sveinsson fyrst og fremst, og krefjast þess að þeir rækju Styrmi. Hann væri skemmdarverkamaður, alltaf að hlaða undir kratana og Jón Baldvin og algerlega á skjön við allt sem Flokkurinn stæði fyrir.Hlerinn var við að falla, Styrmir að fjúka sem ritstjóri Morgunblaðsins, þegar Davíð hringdi óvænt inná stjórnarfund.visir/gvaLengi vel létu þeir ekki undan honum enda ekki vanir að taka við nöldri utan úr bæ, jafnvel ekki frá formanni Flokksins. Þó fer svo að lokum að þeir verða þreyttir á þessu – og ég tek fram að Haraldur sagði mér sjálfur þessa sögu – og ákveða að kalla Styrmi inn á stjórnarfund og segja honum upp.“Óvænt símtal Davíðs inná stjórnarfundinn „Það er haldinn stjórnarfundur í Árvakri, í fundarherberginu í húsi Morgunblaðsins í Kringlunni þar sem blaðið var þá til húsa, og þriðji liður á dagskránni er „málefni ritstjóra“. Þeir klára fyrsta lið, þeir klára annan lið og koma að þriðja lið. Þá hringir Haraldur í skiptiborðið og biður símastúlkuna að senda Styrmi inn á fundinn. Svo kemur Styrmir, honum er boðið sæti en þegar Haraldur er að hefja mál sitt hringir síminn. Haraldur verður bálreiður því símastúlkunum var bannað að hringja inn á stjórnarfundi. Það vissu allir. „Já,“ segir hann snúðugt í símann og svo: „Hvað segirðu? Jú, hann er hér, augnablik …“ Hann réttir Styrmi tólið og segir: „Þetta er til þín. Forsætisráðherra vill tala við þig.“Styrmir tekur við tólinu skjálfandi hendi, Davíð hafði ekki yrt á hann í mörg ár. Hann hlustar á Davíð um stund og segir svo: „Já, það væri mér sannur heiður, forsætisráðherra. Þakka þér fyrir.“ Svo leggur hann á og Haraldur segir: „Hvað var þetta?“ „Forsætisráðherra var að biðja mig að taka sæti í fyrirhugaðri auðlindanefnd stjórnarflokkanna,“ svaraði Styrmir. „Nú,“ segir Haraldur – og strikar þegjandi yfir lið þrjú. „Við þurfum ekki að spjalla meira við þig.“Breytt viðhorf StyrmisVið þetta gerbreyttist viðhorf Styrmis til kvótakerfisins og síðan hefur hann étið úr lófa Davíðs. Þeir sem þekkja Davíð vel vita að þetta er sérgrein hans: Hann kemur manninum í gálgann en þegar á að fara að sparka undan honum stólnum þá sker hann manninn úr snörunni! Svona rétt eins og Clint Eastwood þegar hann skýtur í sundur reipið í gálganum og bjargar fórnarlambinu.Sveinn segir að afstaða Styrmis hafi tekið stakkaskiptum eftir að Davíð var búinn að taka hann í hakkavél sína.Raunar hefur Styrmir sagt frá því að það hefði verið Matthías Johannessen sem var höfundur sjávarútvegsstefnu Morgunblaðsins, ekki Styrmir. Matthías var á móti kvótakerfinu en Styrmir skrifaði meira um það.“Óvild hinna voldugu aflaVert er að hafa hafa hugfast að fyrr í bókinni kemur fram að Sveinn og Styrmir þekkjast frá fornu fari og tilheyra sama vinahópnum ásamt Jóni Baldvin Hannibalssyni og fleiri mönnum. Í bókinni er þá vitnað til Jónsbókar Einars Kárasonar til að varpa ljósi á atburði utan frá og lýsa afstöðu Sveins til stöðu mála, sem er mikilvægur millileikur í frásögninni: „Nokkrum árum síðar varð FF gjaldþrota, og það er á Sveini að heyra að í því ferli hafi hann mjög fundið að hann naut ekki meðbyrs eða vináttu hjá voldugum öflum í pólitík og bankakerfi, og hans skoðun er sú að þar hafi þrennt ráðið mestu: að hann fékk Jón og félaga með sér inn í fyrirtækið, að hann réð Össur Skarphéðinsson seinna til að ritstýra DV, og loks að Eyjólfur sonur hans átti eftir að verða samstarfsmaður Jóns í hinum svonefnda Orcahóp sem fór út í bankaviðskipti“. Einar Kárason: Jónsbók. Saga Jóns Ólafssonar athafnamanns. Mál og menning 2005, bls. 382.Þó Sveinn væri sjálfstæðismaður af hugsjón var hann tregur í taumi þegar flokksmaskínan vildi teyma. Það átti eftir að koma honum í koll.DV þyrnir í augum SjálfstæðisflokksinsÍ kjölfarið fylgja svo hugleiðingar Sveins, eftir á að hyggja: „Með þau ósköp í huga sem í vændum voru hef ég stundum velt fyrir mér hvers vegna ýmsir töldu sig geta haft áhrif á hvað við vorum að gera hjá Frjálsri fjölmiðlun. Ef við hefðum verið vinstrimenn hefðum við verið látnir í friði. Ekki var hamast svona á Svavari Gestssyni eða öðrum ritstjórum og útgefendum Þjóðviljans. En af því við vorum Sjálfstæðismenn töldu menn sig mega atast í okkur. Af hverju lögðu menn allt kapp á að gera okkur erfitt fyrir með fjölmiðlareksturinn? Aldrei báðum við um sporslur eða vegtyllur frá Sjálfstæðisflokknum. Við vorum og erum sjálfstæðismenn af lífsskoðun en töldum okkur ekki þar með skuldbundna foringjum flokksins. Við lögðum þessari lífsskoðun lið, málstað athafnafrelsis og opins þjóð félags, með þátttöku í fyrirtækjum þar sem stundum var ekki hagnaðarvon. Þá vorum við að berjast á móti einokun og sérréttindum. Þar má nefna stuðning við Hafskip og Arnarflug og ekki síst starfrækslu frjálsra fjölmiðla. En þetta hafði ekkert með neina flokksmaskínu að gera.“
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Margmenni í útgáfuhófi dagblaðamógúls Útgáfuhóf bókarinnar Allt kann sá er bíða kann var haldið í Norræna húsinu síðastliðinn þriðjudag. Bókin er skrifuð af Silju Aðalsteinsdóttur um Svein R. Eyjólfsson blaðaútgefanda. Mikil gleði og stuð var í boðinu eins og má sjá á myndunum. 27. október 2017 06:30 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Margmenni í útgáfuhófi dagblaðamógúls Útgáfuhóf bókarinnar Allt kann sá er bíða kann var haldið í Norræna húsinu síðastliðinn þriðjudag. Bókin er skrifuð af Silju Aðalsteinsdóttur um Svein R. Eyjólfsson blaðaútgefanda. Mikil gleði og stuð var í boðinu eins og má sjá á myndunum. 27. október 2017 06:30