Erlent

Sýrlenskir uppreisnarmenn hóta að taka ekki þátt í friðarviðræðum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Uppreisnarmenn í Sýrlandi.
Uppreisnarmenn í Sýrlandi. Vísir/AFP
Sýrlenskir uppreisnarhópar segja að þeir ætli sér ekki að taka þátt í friðarviðræðum í næsta mánuði sem skipulagðar hafa verið af Rússum og Tyrkjum. BBC greinir frá.

Í tilkynningu frá uppreisnarmönnunum segir að ástæða þess séu mörg og alvarleg brot sýrlenska stjórnarhersins gegn því vopnahléi sem samið hafi verið um.

„Stjórnin og bandamenn hennar hafa haldið áfram að skjóta og hafa framið mörg brot gegn umræddu vopnahléi. Á meðan svo er, tilkynna uppreisnarhóparnir að allar umræður tengdar Astana friðarviðræðunum verði settar á ís“ segir í tilkynningu uppreisnarhópanna.

Tyrkir og Rússar höfðu áður gegnt ábyrgðarhlutverki yfir vopnahléinu sem hefur að mestu haldið síðan á fimmtudag en friðarviðræður eiga að fara fram í Astana, höfuðborg Kasakstan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×