Erlent

Ísraelska lögreglan yfirheyrði Netanyahu vegna spillingamála

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael.
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Vísir/EPA
Ísraelska lögreglan yfirheyrði í dag forsætisráðherra landsins Benjamin Netanyahu vegna ásakanna um að hann hafi verið viðriðin spillingarmál. BBC greinir frá.

Fyrir komu lögreglunnar hafði Netanyahu sagt að andstæðingar sínir ættu að „bíða með fagnaðarlætin“ vegna þess að hann væri saklaus og ekkert myndi gerast.

Fjölmiðlar þar í landi hafa fjallað um viðkomandi spillingarmál en grunur leikur á að Netanyahu hafi fengið gjafir eða greiða frá viðskiptamönnum þar í landi.

Yfirheyrslan tók um þrjá tíma og er frekari frétta að vænta af rannsókn lögreglunnar á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×