Lífið

Valdimar á góðri leið og hefur misst fjörutíu kíló

Stefán Árni Pálsson skrifar
Reykjavíkurmaraþonið var jákvæðnissprengja, að sögn Valdimars.
Reykjavíkurmaraþonið var jákvæðnissprengja, að sögn Valdimars. Vísir/Hanna
Fyrir um ári síðan kom í ljós að tónlistarmaðurinn Valdimar Guðmundsson væri maraþonmaður Íslandsbanka og var það markmið hans að taka þátt í 10 kílómetra hlaupinu. Það hófst hjá söngvaranum en hann hefur glímt við ofþyngd í mörg ár.

Nú ári síðar hefur hann lést um fjörutíu kíló og náð frábærum árangri á öllum sviðum. Valdimar greinir frá þessu í samtali við tímaritið Heilsa sem er fylgirit Morgunblaðsins.

„Ég er búinn að bæta mig á öllum sviðum frá því á sama tíma og í fyrra,“ segir Valdimar í samtali við Heilsu.

„Þoltalan fór frá 14 upp í 20,8, ég komst upp í 282 wött á hjólinu en komst bara 205 síðast, mjólkursýruþröskuldurinn er búinn að bætast um 4 mínútur og súrefnisupptakan er bæst um 27%. Auk þess er ég búinn að missa eitthvað í kringum 40 kíló.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.