Risahótel á Hlíðarenda úr einingum frá Kína Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. desember 2017 06:00 Lóðin sem O1 ehf. á að Hlíðarenda og vill nota undir hótel með mesta fjölda herbergja á Íslandi. Fréttablaðið/Anton Brink skipulagsmál Hótel með 446 herbergjum sem áform eru um að reisa á Hlíðarenda verður að stórum hluta gert úr einingum á stálgrindum sem flytja á inn frá Kína. Hótelið yrði það stærsta á landinu, talsvert stærra en Fosshótel á Höfðatorgi. Væri fjórar hæðir og kjallari á samtals 17.500 fermetrum. Lóðin er í horni Hlíðarendalandsins þar sem Nauthólsvegur og Hringbraut mætast. „Málið hefur verið lagt inn sem fyrirspurn og þar erum við,“ segir Páll Gunnlaugsson, arktiekt og hönnuður hótelsins, um stöðu verkefnisins.Framleiðslulína eininganna hjá CIMC í Kína. Gámar eru framleiddir í annarri línu sem CIMC er með.Hótelið verður kjallari og fjórar hæðir og að mestu byggt úr stöðluðum einingum frá fyrirtækinu CIMC-MBS í Guangdong-héraði í Kína. „Verksmiðjan er á eyju í Shize hafi og þaðan verða einingar fluttar með pramma í uppskipunarhöfn í Hong Kong,“ segir í greinargerð með málinu þar sem ítarlega er farið yfir gerð eininganna, flutninga þeirra og meðhöndlun. „Það verða flutt inn fullbúin herbergi,“ segir Páll. Aðspurður hvernig byggingaraðferðin takmarki möguleika hans sem arkitekts segir hann aðferðina ekki binda hendur sínar. „Ég held að það sé alveg ofmetið að arkitektar vilji alltaf hafa eitthvert rosalegt frelsi, þannig séð. Þetta eru náttúrlega bara herbergi eins og öll hótel eru. Svo er það matrixa að raða þessu saman þannig að þetta verði spennandi og uppfylli kröfur skipulags og slíkt.“ Um er að ræða aðferð sem ekki hefur verið beitt hér áður. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur í áfangaumsögn, að sögn Páls, sagt að byggingaraðferðin sé í lagi. „Þeir gera engar sérstakar athugasemdir. Þeir vilja skoða hvort gluggarnir standist slagveður og það er fullur skilningur á því.“Kínversku einingarnar eru sjálfberandi upp í sextán hæðir. Hótelið á Hlíðarenda yrði aðeins fjórar hæðir.Meðal þess sem Páll óskar eftir í erindi sínu er að borgin falli frá kvöð sem er á svæðinu um að gras sé á þaki bygginga. „Okkar byggingaraðferð gerir það að verkum að við þyrftum að búa til nýtt þak og það er flókin aðgerð að vera með svona þungt þak. Þess vegna erum við að biðjast undan því,“ útskýrir hann. Ekkert liggur fyrir um hver myndi reka hótelið sem hannað er sem þriggja eða fjögurra stjörnu hótel með mismunandi vistarverum, móttöku, veitingasal og þess háttar. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær er það félag að nafni O1 ehf. sem eignaðist umrædda lóð í byrjun þessa árs. Að baki því félagi eru Jóhann Halldórsson og Valgerður Margrét Backman. Jóhann kveðst ekkert vilja tjá sig um hótelverkefnið. Það er nú til skoðunar hjá verkefnisstjóra á skipulagssviði borgarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Myndband sýnir bíræfinn vasaþjófnað við Geysi Innlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Myndband sýnir bíræfinn vasaþjófnað við Geysi Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Sjá meira
skipulagsmál Hótel með 446 herbergjum sem áform eru um að reisa á Hlíðarenda verður að stórum hluta gert úr einingum á stálgrindum sem flytja á inn frá Kína. Hótelið yrði það stærsta á landinu, talsvert stærra en Fosshótel á Höfðatorgi. Væri fjórar hæðir og kjallari á samtals 17.500 fermetrum. Lóðin er í horni Hlíðarendalandsins þar sem Nauthólsvegur og Hringbraut mætast. „Málið hefur verið lagt inn sem fyrirspurn og þar erum við,“ segir Páll Gunnlaugsson, arktiekt og hönnuður hótelsins, um stöðu verkefnisins.Framleiðslulína eininganna hjá CIMC í Kína. Gámar eru framleiddir í annarri línu sem CIMC er með.Hótelið verður kjallari og fjórar hæðir og að mestu byggt úr stöðluðum einingum frá fyrirtækinu CIMC-MBS í Guangdong-héraði í Kína. „Verksmiðjan er á eyju í Shize hafi og þaðan verða einingar fluttar með pramma í uppskipunarhöfn í Hong Kong,“ segir í greinargerð með málinu þar sem ítarlega er farið yfir gerð eininganna, flutninga þeirra og meðhöndlun. „Það verða flutt inn fullbúin herbergi,“ segir Páll. Aðspurður hvernig byggingaraðferðin takmarki möguleika hans sem arkitekts segir hann aðferðina ekki binda hendur sínar. „Ég held að það sé alveg ofmetið að arkitektar vilji alltaf hafa eitthvert rosalegt frelsi, þannig séð. Þetta eru náttúrlega bara herbergi eins og öll hótel eru. Svo er það matrixa að raða þessu saman þannig að þetta verði spennandi og uppfylli kröfur skipulags og slíkt.“ Um er að ræða aðferð sem ekki hefur verið beitt hér áður. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur í áfangaumsögn, að sögn Páls, sagt að byggingaraðferðin sé í lagi. „Þeir gera engar sérstakar athugasemdir. Þeir vilja skoða hvort gluggarnir standist slagveður og það er fullur skilningur á því.“Kínversku einingarnar eru sjálfberandi upp í sextán hæðir. Hótelið á Hlíðarenda yrði aðeins fjórar hæðir.Meðal þess sem Páll óskar eftir í erindi sínu er að borgin falli frá kvöð sem er á svæðinu um að gras sé á þaki bygginga. „Okkar byggingaraðferð gerir það að verkum að við þyrftum að búa til nýtt þak og það er flókin aðgerð að vera með svona þungt þak. Þess vegna erum við að biðjast undan því,“ útskýrir hann. Ekkert liggur fyrir um hver myndi reka hótelið sem hannað er sem þriggja eða fjögurra stjörnu hótel með mismunandi vistarverum, móttöku, veitingasal og þess háttar. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær er það félag að nafni O1 ehf. sem eignaðist umrædda lóð í byrjun þessa árs. Að baki því félagi eru Jóhann Halldórsson og Valgerður Margrét Backman. Jóhann kveðst ekkert vilja tjá sig um hótelverkefnið. Það er nú til skoðunar hjá verkefnisstjóra á skipulagssviði borgarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Myndband sýnir bíræfinn vasaþjófnað við Geysi Innlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Myndband sýnir bíræfinn vasaþjófnað við Geysi Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Sjá meira