FBI bendlaði Martin Luther King við kommúnisma og framhjáhöld Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2017 08:34 FBI hafði horn í síðu Martins Luther King yngri og reyndi að grafa upp skaðlegar upplýsingar um hann. Vísir/Getty Skýrsla bandarísku alríkislögreglunnar FBI um blökkumannaleiðtogann Martin Luther King yngri eru á meðal skjala sem yfirvöld birtu í tengslum við morðið á John F. Kennedy á föstudag. Í henni er reynt að tengja King við kommúnista og ýjað að því að hann hefði haldið fram hjá konu sinni. Í frétt CNN-fréttastöðvarinnar kemur fram að ekki sé ljóst hvort að höfundar skýrslu FBI hafi sannreynt upplýsingarnar sem koma fram í henni. Skýrslan var gerð á þeim tíma þegar King barðist sem harðast fyrir borgaralegum réttindum svartra í Bandaríkjunum og er hún sögð sýna hvernig FBI reyndi að grafa upp skaðlegar upplýsingar um hann. Ekki er heldur ljóst hvers vegna skýrslan um King var á meðal gagna um morðið á Kennedy eða hvers vegna bandarísk yfirvöld héldu henni leyndri. Hluti af skjölunum um morðið hefur verið gerður opinber síðustu daga. Á meðal efnis skýrslunnar, sem er dagsett aðeins þremur vikum áður en King var ráðinn af dögum í apríl 1968, eru ásakanir um að borgararéttindasamtökin Southern Christian Leadership Conference væru „leið fram hjá sköttum“. Þá eru margir félaga King sagðir hafa tengsl við kommúnisma. J. Edgar Hoover, þáverandi forstjóri FBI, lét fulltrúa alríkislögreglunnar elta og njósna um King. Það var liður í gagnnjósnaherferð FBI sem CNN segir að hafi verið harðlega gagnrýnd og hafi leitt til mikilla breytinga á störfum alríkislögreglunnar síðar meir. FBI sendi King meðal annars nafnlausa sendingu með hljóðsnældum og bréfi þar sem hann var hvattur til að fremja sjálfsvíg. Hoover réði ríkjum hjá FBI í hátt í fjörutíu ár, frá stofnun árið 1935 til 1972. Hann var meðal annars sagður hafa haldið skýrslur með viðkvæmum upplýsingum um forseta og aðra valdamenn í Bandaríkjunum. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Skýrsla bandarísku alríkislögreglunnar FBI um blökkumannaleiðtogann Martin Luther King yngri eru á meðal skjala sem yfirvöld birtu í tengslum við morðið á John F. Kennedy á föstudag. Í henni er reynt að tengja King við kommúnista og ýjað að því að hann hefði haldið fram hjá konu sinni. Í frétt CNN-fréttastöðvarinnar kemur fram að ekki sé ljóst hvort að höfundar skýrslu FBI hafi sannreynt upplýsingarnar sem koma fram í henni. Skýrslan var gerð á þeim tíma þegar King barðist sem harðast fyrir borgaralegum réttindum svartra í Bandaríkjunum og er hún sögð sýna hvernig FBI reyndi að grafa upp skaðlegar upplýsingar um hann. Ekki er heldur ljóst hvers vegna skýrslan um King var á meðal gagna um morðið á Kennedy eða hvers vegna bandarísk yfirvöld héldu henni leyndri. Hluti af skjölunum um morðið hefur verið gerður opinber síðustu daga. Á meðal efnis skýrslunnar, sem er dagsett aðeins þremur vikum áður en King var ráðinn af dögum í apríl 1968, eru ásakanir um að borgararéttindasamtökin Southern Christian Leadership Conference væru „leið fram hjá sköttum“. Þá eru margir félaga King sagðir hafa tengsl við kommúnisma. J. Edgar Hoover, þáverandi forstjóri FBI, lét fulltrúa alríkislögreglunnar elta og njósna um King. Það var liður í gagnnjósnaherferð FBI sem CNN segir að hafi verið harðlega gagnrýnd og hafi leitt til mikilla breytinga á störfum alríkislögreglunnar síðar meir. FBI sendi King meðal annars nafnlausa sendingu með hljóðsnældum og bréfi þar sem hann var hvattur til að fremja sjálfsvíg. Hoover réði ríkjum hjá FBI í hátt í fjörutíu ár, frá stofnun árið 1935 til 1972. Hann var meðal annars sagður hafa haldið skýrslur með viðkvæmum upplýsingum um forseta og aðra valdamenn í Bandaríkjunum.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira