Um er að ræða fjórðu Ocean´s myndina en áður komu út Ocean´s Eleven (2001), Ocean´s Twelve (2004) og Ocean´s Thirteen (2007). Í þeim myndum lék George Clooney karakterinn Danny Ocean sem var höfuðpaurinn í ræningjahópnum. Að þessu sinni leikur Sandra Bullock systir Danny Ocean og leiðir hún sinn hóp.
Með aðalhlutverk í kvikmyndinni fara Sandra Bullock, Cate Blanchett, Rihanna, Mindy Kaling, Sarah Paulson, Awkwafina, Helena Bonham Carter og Anne Hathaway.
Hér að neðan má sjá fyrsta sýnishornið úr myndinni sem frumsýnd verður 8. júní á næsta ári.